Vikan


Vikan - 21.05.1987, Page 59

Vikan - 21.05.1987, Page 59
Ekkert jafnast á við nautaat í spánskri þjóðarsál. Sá sem lærir hinar flóknu reglur nautaatsins hrífst með í hættulegustu listgrein veraldar. Sá sem ekkert skilur kallar þetta blóðbað. Bestu nautabanar Spánar eru þjóðhetjur og engir eru jafnfrægir og dáðir þar i landi og þeir. Nautaat er þjóðaríþrótt Spán- verja. Ekkert jafnast á við það í spánskri þjóðarsál. Nautaat er sam- an sett af mjög flóknum reglum sem kallast „hinar tíu gullnu reglur41. Strangt er gengið eftir að hver nautabani fari eftir reglum þessum. Hver sá sem gerir það ekki er hróp- aður niður og dettur út sem nautabani. í raun er nautaat helgi- athöfn enda er það eingöngu iðkað á sunnudögum á Spáni, nema þegar „sæluvikurnar“ standa yfir, en hver borg og hvert þorp á Spáni á sér eina „sæluviku“ á ári og þá er nautaat iðkað á hverjum degi í sjö daga. Mikil hjátrú er bundin nauta- atinu. Vilji til óhapp eða slys, svo ekki sé talað um dauðaslys, boðar það eitthvað illtfyrir þjóðina. Tugþúsundir íslendinga hafa komið til Spánar síðan sólarferð- irnar þangað hófust fyrir rúmum þrjátíu árum. Fæstir vita nokkuð hvað nautaat er og tala um það með hryllingi, kalla það blóðbað eða eitthvað enn verra. Þetta er hróplegur misskilningur. Ef fólk legði það á sig að læra eitthvað um nautaat til áð vita hvað í raun fer fram myndi álitið breytast. Spán- verjar og aðrir þeir sem kunna nautaat eru sammála um að það sé göfug listgrein - hættulegasta listgrein sem til er. Árlega slasast fjölmargir nautabanar og alltaf öðru hverju láta nautabanar lífið í hringnum. Þegareinn frægasti nautabani Spánar lét lífíð í hringn- um fyrir tveimur árum varð þjóðar- sorg á Spáni. Bæði konungur og drottning landsins ásamt ríkisstjórn fylgdu honum til grafar sem segir ef til vill meira en mörg orð um mat spönsku þjóðarinnar á nauta- ati og nautabönum. 21. TBL VIKAN 59

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.