Vikan


Vikan - 21.05.1987, Page 60

Vikan - 21.05.1987, Page 60
Upphajið Þótt ótrúlegt sé er nautaat ekki upprunnið á Spáni. Talið er að það sé upprunnið á eyj- unni Krít löngu fyrir Kristsburð. Sögur herma að þá hafi það aðeins verið háð einu sinni á ári, tuttugasta og fimmta desember, en þann dag fögnuðu menn hækkandi sól enda skemmstur sólargangur nýafstaðinn. Nauta- atið var til heiðurs sólguðnum Mytrasi. Nautabanarnir voru trúarleiðtogar, klæddir í ljós föt og táknuðu ljósið, en nautin voru og eru svört og táknuðu myrkrið. Síðan þá er sú krafa fólksins að nautabaninn drepi nautið að lokum, en það táknar að ljósið sigri myrkr- ið. Og hér kemur hjátrúin inn í dærnið því drepi nautið nautabanann hefur myrkrið sigr- að ljósið. Fundist hafa um það minjar að nautaat hafi verið iðkað í mörgum löndum við Mið- jarðarhaf á fyrri öldum. Einhverra hluta vegna voru það svo Spánverjar sem varðveittu þessa stórkostlegu listgrein. Að vísu er nautaat iðk- að í einhverjum mæli í Portúgal, það er þó allt öðruvísi en á Spáni. Sömuleiðis þekkist nautaat syðst í Frakklandi en varla nema í skötulíki. Aftur á móti er nautaat iðkað í allri Mið- og Suður-Ameríku og er einn kunnasti núlifandi nautabani heimsins einmitt frá Mex- íkó, „Nino de la Capea", sem þýðir „strákur- inn frá Capea“, en slík gælunöfn taka fiestir nautabanar sér. Hér fyrrum var nautaat iðkað þannig að nautabaninn sat á hestbaki rneð mikla lensu í höndunum og saman öttu maður og hestur kappi við nautið. í raun var það hesturinn sem atti kappi við nautið. Hann var tarninn til og leikinn í að vinda sér undan atlögum nautsins. Þessi aðferð er nú afiögð sem alvöru nautaat, en er í nokkrum mæli iðkuð sem sýningaratriði. Þessi aðferð var ríkjandi allt fram á síðustu öld. Árið 1786 fæddist í bænum Ronda á Spáni drengur sem skírður var Pedro Romero. Hann varð nautabani. Þegar fram liðu stundir þótti honum formið orðið staðnað og það var hann sem fann upp nútíma nautaat. Ásamt sonurn sínum sýndi hann hina nýju aðferð, þar sem hestinum er sleppt og nautabaninn stendur á tveinrur jafnfljótum með sverð í hendi. Nýja aðferðin náði undrafijótt meiri vinsældum en sú eldri og er í dag allsráðandi. Nýja nautaatið Það var Pedro Romero sem samdi „hinar tíu gullnu reglur“ sem hver nautabani verður að fara eftir. Hann fann líka uppermalausa jakkann, „E1 cabote", sem notaður er í upp- hafi atsins meðan nautabaninn sjálfur er að skoða nautið. Hann tók upp á að nota pílurn- ar sem stungið er í herðakamb nautsins, „Las banderillas“, rauðu dulu nautabanans, „La muleta“, spjótið sem smásærir herðakamb nautsins, „Picador", og að hafa sverð í hönd- um til að drepa nautið að lokum í stað lensunnar. Á síðustu árurn hefur nautaat þróast þann- ig að nú eru uppi tvær formstefnur í atinu. Það er hin klassíska stefna, þar sem allt fer fram eftir ströngustu reglum á hefðbundinn hátt. Hin stefnan er kennd við „E1 Cordob- es“ sem sennilega er frægastur þeirra nauta- bana sem enn eru virkir. Hans stefna byggist á frjálsari og djarfari aðferð en hinni klass- ísku, en þó fullkomlega innan hinna tíu gullnu reglna. E1 Cordobes leggst til að mynda á hnén fyrir framan nautið, hann stendur nær nautinu, snýr oftar og á hættulegri augnablik- um baki við nautinu. Hann á sér marga aðdáendur, bæði í hópi áhorfenda sem og nautabana. Sættir eru aftur á móti óhugsandi á milli þeirra sem dá hans aðferð og hinna sem dýrka hina klassísku. Nautin Atnautin spönsku eru af sérstökum stofni. Þau eru næstum alltaf svört, grár litur sést þó. Þessi naut eru talin vera í hópi grimm- ustu dýra og ráðast þau á allt kvikt nærri þeim, nema þann einn sem ber í þau fæðuna. Kýrnar eru rniklu minni en nautin en þær eru taldar grimmari. Kýr eru aldrei notaðar í nautaati en nautabanar æfa sig gjarnan á þeim án þess að særa þær eða drepa. Júgur þeirra eru lítil og hálfinnbyggð líkt og á hryssum. Núerþessi nautastofn talinn vera í mikilli úrkynjunarhættu vegna skyldleika. en útilok- að er að kynblanda hann. Vegna þess hve grimm nautin eru voru þau ævinlega rekin milli staða að næturlagi hér áður fyrr og stjórnaði sá er fóðraði þau rekstr- inum. Ákveðnar hvíldargirðingar voru alls staðar til. Þar voru nautin sett inn um leið og dagaði ef vegalengdir voru miklar. Núorð- ið eru nautin fiutt með bifreiðafiutningavögn- um. Á hverju nautaati koma fram þrír nauta- banar sem hver um sig fæst við tvö naut þannig að sex naut koma fram í atinu. Alltaf eru önnur sex til vara vegna þess hve algengt það er nú til dags að um máttlaus og ónothæf naut sé að ræða, en þau geta verið svo slöpp að engin leið er fyrir nautabanann að fást við þau. Atnaut eru undir öllum kringumstæðum ljögurra ára. Þriggja ára eru þau talin of ung og fimm ára eru þau orðin of vitur, þau myndu of fijótt í atinu uppgötva að óvinurinn er nautabaninn en ekki rauða dulan sem þau stangast á við framan af atinu. Nautin eru að þyngd frá um það bil 420 kilóurn og upp í tæplega 600 kíló. Þyngd þeirra er gefin upp og tölurnar festar upp á töfiu áður en nautið hleypur inn í hringinn. Þau eru sett í algera einangrun einum sólarhring áður en atið hefst. Þau fá þá ekkert að eta og myrkur, kyrrð og ró rikja inni hjá þeim. Forsetinn Á hverju nautaati er forseti þess. Hann er Athringurinn í Malaga í Andalúsiu er þriöji elsti nautaatshringurinn á Spáni, byggður 1886. All- ir helstu nautabanar Spánar leika listir sinar i þessum hring yfir sumarið. vanalega úr hópi æðstu manna viðkomandi borgar eða bæjar eða kunnur sonur viðkom- andi staðar. Á hverjum nautaatshring er sérstök stúka ætluð forsetanum og fylgdarliði hans. Á þaki stúkunnar blaktir spánski fáninn, gulur og rauður. Forseti nautaatsins er afar valdamikill og ræður hann hvenær nautabani má drepa naut. Nautabanarnir biðja hann leyfis þegar þeir sjá að nautið er farið að horfa á þá en ekki rauðu duluna. 60 VIKAN 2I. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.