Vikan - 26.11.1987, Side 5
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Bubbi með gullplötuna sem
hann fékk fyrirfram fyrir nýj-
ustu plötu sína, Dögun. Einnig
heldur hann á platínuplötu
sem hann fékk fyrir „Frelsi til
sölu“, sem nú hefúr selst í
tæplega tuttugu þúsund ein-
tökum.
lega tuttugu þúsund eintökum,
sem er aö sjálfsögöu íslandsmet.
Þegar Bubbi var beðinn um að
segja álit sitt á því aö markið fyrir
gullplötur heföi verið lækkað úr
fimm þúsund seldum plötum nið-
ur í þrjú þúsund sagði hann: „Ég
er mjög ósáttur við þetta. Nú er
alls ekki jafn mikið metnaðarmál
að seljast í gulli. En ætli plötu-
innflytjendur hafi ekki viljað senda
Whitney Houston og U2 gullplötur
frá íslandi?" - AE
Myndbönd:
Starfsmannahópur frá Steypu-
stöðinni brá sér í skemmtiferð
til Skotlands fyrir ekki svo
löngu síðan. Þar kynntust þeir
ákaflega hressum Skotum, sem
gerðu sér lítið fyrir og endur-
guldu heimsóknina um síð-
ustu helgi. Komu þeir í fúllum
skrúða með sekkjapípur I £ar-
teskinu. Léku þeir nokkur vel
valin lög á árshátíð Steypu-
stöðvarmanna og einnig létu
þeir til sín heyra í Kringlunni á
laugardaginn viðstöddum til
óblandinnar ánægju .
„Svarti markaðurinn í sókn á íslandi"
— rætt við Elizabeth
Greenspan frá MPA
„Eftir velheppnaðar að-
gerðir lögregluyfirvalda í
desember á síðasta ári er
svarti markaðurinn á mynd-
böndum á íslandi aftur í
sókn og ég tel að frekari að-
gerða af hendi stjómvalda sé
þörf, áður en dómar hafa
gengið í þeim málum sem
nú em til meðferðar því það
tekur ávallt nokkurn tíma að
fa niðurstöður í þeim,“ segir
Elizabeth Greenspan en hún
er yfirmaður þeirrar Evrópu-
deildar MPA sem berst gegn
„sjóræningjastarfsemi“ á
myndbandamarkaðinum.
Greenspan var nýlega stödd
hér á íslandi, á vegum Samtaka
rétthafa myndbanda, og kynnti
Að áliti Elizabeth Greenspan er
íslenski myndbandamarkaður-
inn mjög áhugaverður vegna
þess hversu íslendingar nota
myndbönd meira en almennt
gerist erlendis.
hún sér þá stöðu mála hér en
MPA eða Motion Picture Export
Association of America, mun
leggja fram fjarmagn til starf-
semi SRM til að styðja við bar-
áttu SRM gegn ólöglegu mynd-
bandaefni á markaði hérlendis.
„Miðað við önnur Evrópu-
lönd er ísland í hærri kantinum
hvað varðar ólöglegt mynd-
bandaefhi á markaðinum og telj-
um við að það sé allt að 35% af
því efni sem faanlegt er,“ segir
Greenspan.
í máli Greenspan kemur fram
að íslenski myndbandamarkað-
urinn er mjög áhugaverður í
þeirra augum, hér sé mun meiri
notkun á þessu afþreyingarefrii
en almennt gerist erlendis og
því vilja MPA leggja fram sinn
skerf í að halda markaðinum
sem mest innan löglegra marka.
Aðspurð um umfang „sjó-
ræningjastarfeeminnar" í heim-
inum segir Greenspan að
ómögulegt sé að nefiia nokkrar
tölur í því sambandi en ljóst er
að veltan er gífúrleg. Hún nefriir
sem dæmi myndina E.T. Sú
mynd var fjölfölduð ólöglega í
Hollandi skömmu eftir að hún
kom á markaðinn og í það miklu
magni að Universal sá ekki á-
stæðu til að fjölfalda hana á lög-
legan hátt þar sem markaðurinn
hafði verið eyðilagður fyrir
fyrirtækinu af „sjóræningjun-
um“.
Um starfeemi þeirrar deildar
sem hún veitir forstöðu segir
Greenspan að nú sé verið að
auka hana mjög, bæði hvað
mannafla varðar svo og
fjármagn. í Evrópu vinni nú um
300 rannsóknaraðilar, ásamt
lögfræðingum og forsvarsmönn-
um samtaka á borð við SRM, að
því að berjast gegn hinu ólög-
lega eða svarta markaði á þessu
sviði og hefur árangurinn orðið
töluverður. FRI.
VIKAN 5
UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON