Vikan


Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 7

Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 7
að ritstjórar Vikunnar verði látnir sæta refsingu fyrir um- mæli sem blaðið hefur eftir lög- manni í Reykjavík, sem segir að hann viti til að Pétur eigi „lang- an fjársvikaferil að baki og að margir eigi um sárt að binda eft- ir að hafa glapist til að eiga við- skipti við eitthvert af fyrirtækj- unum hans Péturs.“ Stefnandi telur þessi ummæli hina versu fjarstæðu og alvarlegar aðdrótt- anir. Fyrir ummæli annars lög- manns krefst stefhandi refsing- ar, en sá sagði við blaðið að hann teldi það „gloppu í kerfinu að menn geti haldið áffam í við- skiptalífinu eftir að búið er að dæma þá fyrir glæpsamlegt at- hæfi í viðskiptum." í stefnunni segir m.a. að það sé „fjarstæða að stefnandi hafi nokkurn tíma fengið slíkan dóm.“ Stefhandi getur þess þó ekki hvort hann hafi þá verið dæmdur í fangelsisdóm af Hæstarétti fyrir eitthvað annað athæfi sem ekki hefur þá verið talið glæpsamlegt. - MG verið hnepptur í fjögurra vikna gæsluvarðhald, þar sem hann hefúr reynst mjög ósamvinnu- þýður við norsk lögregluyfir- völd, sem hafa enn enga hug- mynd um örlög Piu Jespersen. Norska lögreglan hafði lítið sinnt kröfum íslenska dóms- málaráðuneytisins síðan í sumar, um rannsókn á hvarfi stúlkunnar, fyrr en grein um málið birtist í Vikunni í síðasta mánuði og fyrirspurnir blaðsins leiddu til að lögregluyfirvöld í Noregi notuðu myndir úr grein- inni til að lýsa eftir Peter og Piu Jespersen. Móðir Piu, Ingelisejespersen, segir að hún óttist um líf dóttur sinnar í höndum Peters Jesper- sen, þar sem hann hafi illræmd- an afbrotaferil að baki. Zappa Islands tekinn tali Flestir hafa einhvemtíma á lífsleiðinni haldið sérstak- lega upp á einhverja hljóm- sveit eða tónlistarmann. Val- ið á átrúnaðargoðum breyt- ist með tímanum og nú em böm þeirra sem betrekktu veggi með Bítlunum með plaköt af Madonnu upp um alla veggi. Þessi dýrkun á tónlistarmönn- um er yfirleitt bundin við ung- lingsárin en þó eru alltaf ein- hverjir sérvitringar sem halda tryggð við átrúnaðargoðin þó að fullorðinsárunum sé náð. Einn þessara manna er Zappa „fríkið" Sverrir Tynes sem ætti að vera óhætt að titla mesta að- dáanda Frank Zappa á íslandi, enda hefur hann gengið undir nafhinu Zappa íslands. Á allt með meistaranum .Auðvitað eru þetta trúar- brögð," segir Sverrir um þessa dýrkun sína. „Meistarinn er í sérflokki og það nálgast hann enginn.“ Þegar undirritaður spyr hvað sé svona sérstakt við Zappa stendur ekki á svari: „Meistarinn sagði sjálfur I’m fantastic, honest and wonderful. Ég er honum algerlega sam- mála.“ Sverrir hefúr verið aðdáandi Zappa frá því hann var þrettán ára og hefur á þeim tíma safnað öllu sem meistaranum viðkem- ur. Hann á 130 plötur með goð- inu, þar af um 80 svokallaðar „bootleg" plötur (það er ólög- legar hljómleikaupptökur). Að auki eru í safninu á áttunda tug kassettna með hljómleikaupp- tökum, tólf klukkustunda efni á myndböndum, allir tuttugu geisladiskarnir sem hafa verið gefhir út og heilu möppurnar af úrklippum og viðtölum. Þess má geta að einn „bootlegginn" hans var gefinn út í 200 eintök- um. Eintakið hans Sverris er númer 42 og platan var komin á fóninn hjá honum innan við mánuð eftir að tónleikarnir fóru fram. Svaf á flugvellinum Hefúr Sverrir þá ekki séð goð- in á sviði? „Fjórum sinnum. Fyrst ’78 í London. Ég átti að fara heim á laugardegi, en frest- aði heimforinni fram á mánudag til að ná tónleikunum. Ég var allslaus fyrir utan flugmiðann heim og svo miðann á tónleik- ana og svaf bara á flugvellinum í tvær nætur. Hef aldrei sofið bet- ur enda ennþá í vímu eftir hljómleikana. Svo fór ég í píla- grímsferð árið ’82. Þá fór ég út á föstudegi og kom aftur á sunnu- degi. I millitíðinni náði ég þremur tónleikum." Ráðstefna í desember Sverrir hefur haldið sambandi við nokkra aðra Zappa aðdáend- ur hér á landi og síðastliðið vor var haldið skrautlegt Zappa kvöld. Nú stendur til að stofna formlega aðdáendaklúbb hér á landi og undirbúningurinn er í fúllum gangi. „Við stefnum á fúnd um miðjan desember og við vonum að sem flestir mæti á þennan stofnfúnd. Ég er viss um að það er hellingur af Zappa að- dáendum í felum út um land allt. Ég hvet þá alla til að vera vakandi fýrir auglýsingum um fúndinn á næstunni, en hann verður rækilega auglýstur. Svo er bara að mæta og vera með í gamninu." -AE. Sverrir hetúr safnað öllum plötum meistara Zappa, 130 talsins. Þar á meðal eru einnig ólöglegar upptökur á hljómlist hans. VIKAN 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.