Vikan


Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 8

Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 8
Fíkniefnaneysla á Litla-Hrauni: „Margir kynnast hassi fyrst á Litla-Hrauni" Fíkniefnaneysla á Litla-Hrauni heíur nú komið til kasta Alþingis. — segir fyrrver- andi fangi „Dóp kemur alltaf inn á Litla-Hraun. Magnið af því fer eftir markaðinum í Reykjavík. Ef lítið er til af efnum í borginni kem- ur lítið inn á Hraunið og öfugt,“ segir fyrrum fangi af Litla-Hrauni í samtali við Vikuna en hann vill ekki láta nafns síns getið af skiljanleg- um ástæðum. Fíknieíhaneysla á Litla-Hrauni hefur nú komið til kasta Alþing- is því í fyrirspurn eins þing- manna Borgaraflokksins, Guð- mundar Ágústssonar til dóms- málaráðherra um fangelsismál er m.a. spurt hvort neysla fíkni- efna hafi verið könnuð í fangels- um landsins. En grípum aftur niður í frá- sögn fangans: „Fangaverðirnir vita vel af þessari fíkniefnaneyslu og um helmingur þeirra leiðir hana hjá sér ef neyslan er nett,“ segir hann og bætir því við að á því ári sem hann sat inni var leitað fjórum sinnum að fíkniefnum. Robbi og Mebbi Pillur þær sem hér er rætt um er dóp sem smyglað er inn á Litla Hraun en ekki gefið út á lyfseðla frá lækni. Þessar pillur ganga undir ýmsum gælunöfri- um, dæmi: Moggi (Mogadon) Robbi (Robinol) Mebbi (Metha- don) og Dísur (Dizapan). Fanginn sem við ræddum við segir að föngunum sé bannað að drekka kók þar sem slíkt er talið geta aukið pilluvímuna. Hins- vegar er ekkert amast við kaffl- drykkju sem ku vera mun betri til þessara hluta en kók. „í einni af þessum leitum fannst 0,3 grömm af hassi auk þess að kertastjaki sem reykt hafði verið úr og ein pípa voru gerð upptæk. Ekkert fannst í hinum þremur leitunum." Ekkert er auðveldara en að smygla fíkniefhum inn á Litla- Hraun því bannað er að leita á gestum sem koma til fanganna nema um rökstuddan grun sé að ræða um smygl. „Ég man eftir því að aðeins einu sinni fannst dóp í heim- sókn þetta ár sem ég var þarna. Komið var að einni stúlku sem var að taka töluvert magn af pill- um úr dömubindinu sínu,“ segir fanginn. „Það er ekkert mál að smygla fíkniefhum inn á Litla-Hraun. Fyrir utan heimsóknir til fanga á sunnudögum eru aðrar leiðir færar. Sem dæmi má nefna að bílar koma stöðugt inn í fangels- ið til að sækja hellur þær sem fangarnir framleiða." Vandamálin aukast ef ekkert hass er til Fanginn sem við ræddum við telur að neysla á fíkniefnum, sérstaklega hassi, innan fangels- isveggjanna sé ekki vandamál sem slíkt en vandamálin aukist að mun ef ekkert hass er að fá. „Ef hasslaust verður í bænum og þar af leiðandi á Hrauninu, aukast vandamálin innan veggja þess til muna. Menn verða upp- stökkir og trekktir og taka reiði sína út á öðrum föngum, leita að ástæðum til að gera uppsteit og vera með læti,“ segir fanginn. „Fíkniefhaneyslan skiptist í klíkur innan fangelsisins. Raunar má kalla þær 1. 2. og 3. deild, eftir því hvort menn eru pillu- ætur, hasshausar eða að reyna að halda sér hreinum. Þessar klíkur halda svo aftur hópinn utan veggja fangelsisins. 1. deildin eru pilluæturnar og eru þær um 20% af föngunum. Þetta eru menn sem eiga ekki minnstu möguleika í lífinu. Er þeir losna út og koma með pok- ann sinn á Umferðarmiðstöðina byrja þeir á því að leita uppi klíkuna. Um leið og þeir finna hana eru þeir komnir aftur í „ruglið“, pilluát, innbrot og ves- en og yfirleitt eru þeir komnir aftur inn á Hraunið eftir skamm- an tíma. 2. deildin er hassreyk- ingarmennirnir um 70% af föngunum og 3. deildin, hinir hreinu, eru svo um 10% afföng- unum.“ Verða fyrir aðkasti Hjá fanganum kemur ffarn að þeir sem eru að reyna að halda sér frá dópinu, 3. deildin, verða oft fyrir miklu aðkasti af hálfu hinna, sérstaklega 1. deildarinn- ar. „Hér er ekki um líkmalegt of- beldi að ræða, heldur hitt að búnar eru til um þá rógsögur innan fangelsisins og sá sem verður fyrir slíkum rógi verður að afsanna hann eða vera út- skúfaður ella,“ segir fanginn. „Ég veit um dæmi þess að menn biðji um flutning á ein- angrunardeild vegna aðkastsins frá pilluætunum en það er al- gjört neyðarúrræði því einan- grunardeildin er fyrir erfiðustu fangana, þá sem geta á engan hátt fallið inn í lífið á almennu deildinni.“ Dópið kemur á sunnudögum Er við biðjum fangann að lýs'a ferli fíkniefhaneyslunnar á Litla- Hrauni segir hann: „Yfirleitt kemur dópið á Hraunið á sunnudögum, eða heimsóknardögum, og yfirleitt endist það föngunum fram á miðvikudag enda er nýtnin á því hreint ótrúleg. Síðan fer óróinn vaxandi meðal fanganna ffarn á laugardag en þá varpa allir önd- inni léttar, það er sunnudagur á morgun. Ég man að fýrir síðustu ára- mót, spöruðu allir sér smáhass- mola fýrir gamlárskvöld og í staðinn fyrir að skjóta upp flug- eldum fengu allir sér í pípu. Þetta urðu mjög róleg áramót hjá okkur, svo róleg að fangels- isyfirvöldin höfðu orð á því.“ Hass gengur kaupum og söl- um innan Litla-Hrauns og er verðið á því þar tvöfalt það verð sem fest fyrir hass á götu- markaðinum í borginni. Fanginn 8 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.