Vikan - 26.11.1987, Síða 9
Meðan við ræddum við fangann teiknaði vinkona hans þessa mynd af Litla-Hrauni.
lætur þess getið að þótt „hall-
æri“ sé í borginni sé alltaf eitt-
hvað sem slæðist inn á Hraun-
ið... „ég man eftir því að í eitt
skipti, þegar verkfallið var 1984,
var algjör þurrð á hassi í bænum
og þá kom fólk á Hraunið að
kaupa sér hass.“
í máli fangans kemur fram að
hann þekki fullt af mönnum sem
kynntust hassi í fyrsta sinn á
Litla-Hrauni, þekktu ekkert til
þess áður en þeim var stungið
inn.
„Þeim flnnst að neysla þess
hjálpi sér við að þola vistina bet-
ur og þá er kannski komið að
því atriði sem er orsökin að allri
þessari dópneyslu meðai fang-
anna og það er aðbúnaðurinn
innan íangelsisins. Sem dæmi
um slæman aðbúnað get ég
nefht að þegar ég kom þangað
inn var ein sturta til fyrir 46
fanga og hún var þar að auki svo
þétt þakin sveppagróðri að allir
fangarnir voru á inniskónum í
baði. Nú er að vísu búið að
breyta þessu aðeins til betri
vegar en miklu meira þarf til að
gera staðinn að betnmarhúsi.
Eins og er virkar þetta sem
geymsluhús fyrir óæskilegar
persónur og býður ekki uppá
neina raunhæfa möguleika til
handa þeim sem vilja bæta sitt
ráð,“ segir fanginn.
Þingmaður í
heimsókn
Eins og við gátum um í upp-
hafi hefúr Guðmundur Ágústs-
son einn þingmanna Borgara-
flokksins lagt ffam fyrirspurn á
Alþingi um fangelsismál. Hann
dvaldi nýlega daglangt á Hraun-
inu til að kynna sér aðstæður og
ræddi bæði við fangelsisyfirvöld
og fangana sjálfa.
Við spurðum hann um þessa
heimsókn og hvers hann hefði
orðið vísari.
„Þetta kom mér fyrir sjónir
þannig að fangelsisyfirvöldin
vilja ekki kannast við neitt fíkni-
efnavandamál á þessum stað eða
gera neitt í málinu þótt þeir geri
sér grein fyrir að það er til
staðar," segir Guðmundur
Ágústsson.
„Eina leiðin að mínu mati til
að stemma stigu við vandamál-
inu er að þeir sem áhuga hafa á
að halda sig frá fíkniefnum inn-
an veggja fangelsisins verði gert
það kleyft með því að hafa fang-
elsið deildarskipt."
í heimsókn sinni ræddi Guð-
mundur við eina 20 fanga og
segir hann að þeir hafi ekki
fremur en yfirvöldin viljað
kannast við fíkniefnaneyslu utan
einstaka menn... „einn þeirra
spurði mig raunar að því hvort
ég hefði ekki tekið eftir hve
menn væru almennt trekktir
eða taugaóstyrkir og sagði hann
ástæðuna þá að svo langt væri
liðið á vikuna öll efni væru
búin.“
En hefúr þessi deildarskipting
eitthvað verið til umræðu?
„Sá forstjóri sem nú er á Litla-
Hrauni hefúr reynt að ýta við
dómsmálaráðuneytinu en án
árangurs. Ég vil benda á í þessu
sambandi að reynslan í Svíþjóð
af svona deildarskiptingu er
mjög góð. Þeir sem vilja komast
í „betri deild" verða að undirrita
yfirlýsingu þess efhis að þeir
neyti ekki fikniefna og hagi sér
skikkanlega og á móti njóta þeir
ýmissa fríðinda sem aðrir fangar
hafa ekki.“
Guðmundur nefnir einnig að
til að bæta vistina og gera hana
bærilegri telji hann algjöra
nauðsyn að vinnuskylda fang-
anna sé aukin, í dag sé hún 3
tímar á dag en verði að fara í 8
tíma á dag. —FRI
Út og inn
sama dag
í viðtalinu við fangann kemur
fram að pilluæturnar séu yfir-
leitt menn sem enga möguleika
hafi í lífinu og séu þeir yfirleitt
heimagangar á Hrauninu. Hér er
ein lítil dæmisaga af tveimur
þeirra. Þeim var hleypt út úr
fangelsinu kl. 8 um morguninn.
Þeir voru komnir niður á Um-
ferðarmiðstöð með pokana sína
kl. 10 og klukkan 3 sama dag var
búið að stinga þeim inn í gæslu-
varðhald vegna afbrota.
VIKAN 9