Vikan


Vikan - 26.11.1987, Side 12

Vikan - 26.11.1987, Side 12
Okurlánaviðskiptin Þeir sem oft leggja leið sína niður Laugaveginn taka eftir að í ár hefur mikið verið um eigenda- skipti á tískuvöruverslun- um, það er, þær skipta ört um nafn, ef undan eru skildar þær þekktustu og grónustu í götunni. Nú berjast yfir 90 slíkar versl- anir um kúnnana á Lauga- veginum og eiga þar að auki í harðri samkeppni við hina nýju verlsunar- miðstöð Kringluna. Samkeppnin á þessum mark- aði hefur stöðugt farið harðn- andi á undanförnum árum og beita menn ýmsum brögðum til að klekkja á „andstæðingnum". Dæmi eru um að menn reyni að ræna þekktum merkjum ffá hvor öðrum eða þá borga stórfé til þess að fá umboðin fyrir þessi merki. En þótt harðandi samkeppni kalli á aukið fjármagn hefur hið undarlega gerst að okurlánavið- skiptin eru nær alveg úr sögunni á þessu sviði og er það einkum vegna þess að breyttur fjár- magnsmarkaður á íslandi hefur gert það kleyft að útvega nauð- synlegt fjármagn eftir löglegum leiðum. Víxlar í stað tékka Áður en fjármagnsmarkaður- inn breyttist var algengt að eig- endur tískuvöruverslana, sem skorti fjármagn til að leysa vör- ur úr tolli, einkum fyrir jólaver- tíðina, leituðu til okurlánara og fengu reiðufé í skiptum fyrir tékka dagsetta fram í tímann. Af- föllin voru oft mikil og algengt að fyrir 100 kr. ávísun fengjust aðeins 70—80 kr. í reiðufé. Nú horflr málið öðruvísi við. Einn þeirra er Vikan ræddi við og hefur töluverða reynslu í þessum viðskiptum sagði að nú gerðust kaupin á eyrinni á eftir- farandi hátt: Ef verslunareigandi þarf að leysa út vöru sína en skortir til þess fé hefur hann samband við fjársterkan aðila og lætur hann fá farmbréf og aðra nauðsynlega pappíra. Hinn fjársterki útfyllir síðan pappírana eins og hann sé innflytjandi vörunnar og leggur þá inn í tollinn, borgar vöruna í banka og leysir hana út. Síðan leggur hann 15% ofan á og getur hver sem er dundað þá upphæð sem hann þurfti að við að reikna ársvextina af því snara út auk kostnaðar sem yfir- dæmi en þeir eru fjögurra stafa leitt er um 5% í viðbót. Síðan tala. lánar hann verslunareigandan- um þetta á 45 daga víxli. Með þessum hætti fáest árs- ávöxtun upp á 120% á meðan ársvextir í landinu eru almennt 34% í dag. Raunar má segja að ársvextir þeir sem hinn fjársterki aðili fær út úr þessu dæmi séu mun hærri því hann selur yfirleitt víxilinn strax í banka, eða innan 2ja til 3ja daga eftir að hann fær hann 12 n/IKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.