Vikan - 26.11.1987, Page 13
alveg úr sögunni
enn meira glæfraspil en hitt því
þekkt merki er oft nóg til að
selja flík þótt hún sé kannski
ekki beint í tísku þá stundina.
Pegar keypt er á útsölumörkuð-
um ytra er oft rennt blint í sjó-
inn hvort þessi fatnaður hrífi ís-
lendinga eða ekki.
Stærsti markaðurinn fyrir
tískufatnað er fyrir fólk á aldrin-
um 14—30 ára og meira er að
hafa upp úr yngri hluta þessa
fólks því það er á breytinga-
skeiðinu og skiptir því oft um
fatastíl. Eldri hlutinn stílar meir
inn á Idassískan fatnað sem
endst. getur í mörg ár. Yngra
fólkið á hinsvegar ekki eins mik-
ið af fé milli handana og hið
eldra og hafa margir farið flatt á
því að vera með dýr föt fyrir
þennan hóp og margir svo aftur
á móti hagnast vel á því að vera
með föt á hagstæðu verði fyrir
unglingana. Eldra fólkið er svo
mun stöðugri markaðshópur.
En flestir vilja tolla í tískunni á
einhvern hátt og meðan svo er
verður að teljast ólíklegt að
tískuverslunum við Laugaveg-
inn eða annars staðar fekki úr
þeim fjölda sem þær eru í dag.
—FRI
Þeir sem stunda þessi við-
skipti láta sér oftast ekki nægja
að taka aðeins við víxlinum sem
greiðslutryggingu og vilja því fá
aðrar tryggingar til að standa á
bakvið „íjárfestingar" sínar og
sögur eru um að einn aðili eigi í
raun á milli 10 og 20 verslanir
við Laugaveginn í gegnum veð-
setningar eigenda þeirra honum
til handa.
Skussarnir síast út
Margir telja að verslun með
tískufatnað sé skjótfenginn
gróði einkum vegna þeirra
sagna sem verið hafa á kreiki um
gífúrlega álagningu á þessari
vöru. Þessir aðilar komast yfir-
leitt að öðru er á hólminn er
komið.
Einn eigandi tískuvöruversl-
unar sem verið hefúr í þessum
viðskiptum um fjölda ára segir
að skussarnir síist fljótlega út á
þessum markaði.....þeir bestu
hljóta að lifa af, þeir sterkustu
halda velli..."
í viðtölum Vikunnar við fólk á
þessum markaði kom fram að
hann getur verið nokkuð stórt
lottó, það er tískan breytist ffá
degi til dags, það sem er „heitt“
í dag er „frosið" á morgun. Þeir
sem eru með umboð fyrir þekkt
merki verða oftast að kaupa vör-
ur sínar frá þeim sex mánuðum
fram i tímann og verða því að
geta séð út hvað verður í tísku
þá. Síðan eru til verslanir sem
notast mikið við varning keypt-
an á útsölum erlendis, mest í
London og Hollandi og það er
VIKAN 13