Vikan


Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 14

Vikan - 26.11.1987, Qupperneq 14
„Hætti ef ég festist í ákveðinni persónu I Ladda Þórhallur Sigurðsson, bet- ur þekktur sem Laddi, hefur að undanförnu skemmt landsmönnum í íslensku Óperunni og hafa faerri kom- ist að en vilja enda er maður- inn einn vinsælasti skemmti- kraftur landsins. Við hittum Ladda baksviðs eitt kvöldið og ræddum við hann um starfið og þær persónur sem hann hefur skapað. Fyrst var Laddi spurður hver væri uppáhalds persóna hans eða gervi. „Ég held mest upp á Eirík Fjalar, hann er alveg sérpersóna, hefiir sitt eigið líf og er alls ekki ég“ En hvemig varð hann til? „Bara allt í einu, eiginlega sem spuni. Ég var að prófa mig áfram með persónu á hans nót- um í samvinnu við Andrés Ind- riðason í leikaraverkfallinu 1984 og þá þróaðist Eiríkur Fjalar. Hann átti að verða klaufi, svona eilífðarstúdent með sítt hár og rúllukragapeysu, svona bongó og gæru gæi eins og mað- ur sá oft niður í miðbæ. Hann þroskast ekkert og fer óvart út í skemmtiiðnaðinn og verður þar svona eilífðar skemmtikraftur, maður sem alltaf er að reyna að slá í gegn en tekst aldrei alveg, en hann er alltaf við það að ná því.“ Þegar þú segir að Eiríkur Fjalar sé sérpersóna ertu þá ekki hræddur um að verða kleyfhugi með því að leika hann of oft? „Um leið og ég set mig í gervi hans hugsa ég öðruvísi. Maður gjörbreytist og á sviðinu verður maður Éiríkur í stað Þórhalls en ég hef ekki enn ruglast á þeim og þegar það gerist þá er tími til kominn að snúa sér að ein- hverju öðru. Ég hætti ef ég fest- ist í ákveðinni persónu og fer að leita mér að annarri vinnu." Ein vinsælasta persóna sem þú hefúr skapað er Skúli rafvirki. Hvemig varð hann til? „Skúli er sterkur karakter og hann heíúr verið nokkurn tíma í mótun. Hér áður fyrr bjó ég til persónu sem ég kallaði bú- ffæðinginn en sá breyttist síðan í Skúla í fyrra er við voru með dagskránna á Hótel Sögu. Þá vildi Gísli Rúnar búa til tækni- mann eða rafvirkja og Skúli varð til en við notuðum sömu skalla- kolluna á hann og var á búfræð- ingnum þannig að þetta er að verða þekkt kolla.“ Semurðu sjálfúr textann sem þessar persónur segja? ,Já að miklu leyti en einnig nýt ég aðstoðar fólks á borð við Gísla Rúnar. Yfirleitt byggi ég textann á daglega lífinu og oft er maður svo djúpt sokkinn í ein- hverjar pælingar að maður breytist ósjálfrátt í þá persónu sem maður er að hugsa um Ég man einu sinni eftir því, er ég var á gangi niður Laugaveginn, þá var ég allt í einu farinn að syngja hástöfum. Sem betur fór voru fáir á ferli og enginn tók eftir þessu. Og í vinahópi hefúr stundum komið fyrir að ég fer ósjálfrátt að geifla mig ef mér dettur eitthvað sniðugt í hug og þá er gjarnan spurt hver ég sé núna.“ Taka áhorfendur mikinn þátt í gríninu? ,Já alltaf eitthvað. í sýning- unni sem ég var með á Sögu voru margir sem vildu ræða við persónurnar og stundum lenti maður í því að röfla lengi við einhverja gesti. Mér finnst þetta ekkert vandamál og oft mjög gaman ef það er gott fólk í saln- um og allir í stuði. Svona hlutir leiða oft til þess að atriði breyt- ast, textinn er orðinn allt annar að vori en hann var að hausti. Maður heldur sumu inni sem kemur upp í samskiptunum við gestina en sleppir á móti öðru sem maður hefúr samið sjálfúr og það kemur mjög oft fyrir að atriði eru endursamin." Hefúr þér aldrei orðið orðvant í samtölum við gesti? „Nei, ég sjálfúr mundi kannski standa á gati en þessir karakter- ar mínir geta alltaf röflað eitt- hvað um hlutina. Þeim leyfist líka í miklum mæli að stríða fólki og ég get sagt eftir á að þetta hafi ekki verið ég heldur Eiríkur eða Skúli sem sögðu hitt og þetta.“ Hverjir eru svo þínir upp- áhaldsgrínistar? „Það er Monty Python hópur- inn. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér eða sú tegund af gríni sem þeir flytja. Uppáhaldsgrínistinn minn er John Cleese, mér finnst hann hreint frábær.“ Hvað er það helsta sem er framundan hjá þér? „Fyrir utan óperuna er ég nú að vinna að plötu sem koma á út fyrir jólin. Hún heitir „Ertu bú- inn að vera svona lengi?“ Þetta er sjúkleg plata, allt á henni er eitthvað sjúklegt, Saxi læknir á þorrablóti, atriði byggð á Heilsubælinu og Eiríkur Fjalar verður einnig til staðar en ég hef ekki gert upp við mig hvaða sjúkdómi hann verður haldinn, Feðgarnir Eftir ítarlega rannsóknar- blaðamennsku hefur Vikan komist að því að þeir Skúli raf- virki og Eiríkur Fjalar eru feðgar og staðfesti guðfaðir Eiríks, Laddi, það í samtali við okkur, og sagði að þetta hefði komið al- veg óvænt til er Skúli var feng- inn til að skipta um ljósaperu hjá konunni í næstu íbúð við hans. Af fjölskyldumálum þeirra er svo annars að frétta að Eiríkur Fjalar er kominn með kærustu og mun það vera hjúkrunarkon- an t Gervahverfi sem svo aftur heldur við Saxa lækni sem lítur hýru auga til Fjólu á gjörgæslu- deildinni sem ber vonlausa ást til Lilla sem er... o.s.frv. 14 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.