Vikan


Vikan - 26.11.1987, Síða 29

Vikan - 26.11.1987, Síða 29
Kryddaðir ávaxta- drykkir Heit ananasbolla 1 stór dós (46 oz) ananassafi, ósætur 'k bolli sykur Vz bolli limesafi Va tsk. múskat 1 flaska þurrt hvítvín kanilstangir, ferskur ananas. í stórum potti er blandað sam- an ananassafa, sykur, limesafa og múskati; hitið að suðu og hrært í á meðan þar til sykurinn hefur bráðnað. Minnkið hitann og víninu bætt í. Hitið aftur, en blandan má alls ekki sjóða. Hellt í krúsir eða glös sem þola heitt og skreytið hvert þeirra með kanilstöng og bita af fersk- um ananas. Þessi blanda nægir í 9-10 bolla. Kirsuberjahátíðardrykkur 1 bolli frosin kirsuber Vz bolli Cherry Brandy eða Kirsch 'A bolli sykur 1 tsk. allrahanda, heill 1 tsk. negulnaglar 1 flaska rauðvín, burgundy 'k bolli Cherry Brandy eða Kirsch Vz lítri vanilluís í lítilli skál eru blandað saman kirsuberjunum og Vi bolla af Cherry Brandy; geymt. Krydd- ið er hnýtt innan í taubút. Blandið saman í potti sykri, kryddi og rauðvíni. Látið malla í 10 mínútur. Kryddið fjarlægt og kirsuberjablöndunni bætt í og hitað aftur. Hellt í hitaþolna skál. Hitið hálfan bolla af Cherry Brandy. Kveikið í því og hellið yfir bolluna. Þegar logarnir hjaðna þá er drykkn- um hellt í bolla og ís settur ofan á. Litlar skeiðar settar í hvern bolla. Nægir í um 6 bolla. Heitur bananadrykkur 2 bollar mjólk 3 meðal bananar, niðursneiddir 2 bollar bananalíkjör 'A bolli púðursykur Va tsk. kanill múskat 'h bolli romm þeyttur rjómi Mjólk og bananar eru þeytt saman, helst í blandara. Mjólk- urblandan sett í pott ásamt bananalíkjör, púðursykri og kryddi. Hitið vel en sjóðið ekki, hrært í á meðan þar til sykur er bráðinn. Sett í hita- þolna skál. Rommið er hitað; kveikt í því og sett út í bolluna. Þegar logarnir hafa hjaðnað þá er drykkurinn settur í nokkuð há glös og þeyttur rjómi settur ofaná, en á hann er stráð púð- ursykri og kanil. Nægir í um 6- 8 bolla. Portof ino frost 2 bollar Ijós vínberjasafi Vz bolli Cherry Brandy 1/3 bolli púrtvín, fersk mintulauf Blandið saman vínberjasafa, Cherry Brandy og púrtvíni. Hellt í bakka, lokað, og fryst í a.m.k. 5 klst eða yfir nótt. Hvítvínsglös sett í frystinn. Vínberjablandan tekin út og bituð, sett í blandara og þeytt þar til hún er orðin að krapi. Sett með skeið í frosin glösin og skreytt með mintulaufi. Nægir fyrir 4-6. Appelsínueggjatoddý 2 bollar eggjatoddý (sjá uppskrift hér á undan) 'h bolli appelsínulíkjör 3 msk. frosinn appelsínusafi, látið þiðna, Vz líter vanilluís múskat Eggjatoddýið sett í stóra könnu ásamt appelsínulíkjörnum og appelsínusafanum. Is er settur í 4 há glös og eggjatoddýinu hellt yfir, hrært aðeins í og örlítið af múskati stráð yfir. Nægir fyrir mona ;unarvörurnar frá MÓNU tryggja ánægjulegan jólabakstur og „gera smákökurnar svo rosalega lekkerar... “ Mónu súkkulaði m m....það er málið! VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.