Vikan


Vikan - 26.11.1987, Page 31

Vikan - 26.11.1987, Page 31
Indriði G. Þorsteinsson - „Kelmur af sumri“, nýjasta skáldsaga hans er að koma út, skemmti leg saga norðan úr landi sögð af mikilii leikni. er eiginlega hvergi nærri í léttri frásögninni. í fyrri bókum sín- um hefur Indriði verið nálægur lesandanum, stíllinn hefur þrengt sér að; svo er ekki í nýju sögunni. Það er eins og Indriði hafl tekið léttar um pennann að þessu sinni. „Mér þykir vænt um mína samtíð. Það kemur væntanlega í gegn í textanum." Það eru sjö ár síðan Indriði G. sendi síðast frá sér skáldsögu. Sú hét „Unglingsvetur" og gerist einnig í hans tíma fyrir norðan. „Ég hef vasast í mörgu," sagði Indriði, þegar undirritaður spurði hvort hans meðgöngu- tími væri sjö eða átta ár. „Stund- um gleymi ég því að það er kominn tími til að skrifa bók. Annars finnst mér ég vera svo ósköp lítill rithöfúndur. Ég hef aldrei fúndið til þess að ég til- BÆKUR V heyrði þeirri stétt manna sem skrifar bækur. En söguefni leita á mann. Maður skilur þetta eftir. Þegar maður er allur og kominn ofan í jörðina þá eru þessar bækur eft- ir eins og maður sé enn með vit- in ofar moldu. Mig langar ekki til að einhverjir eftirkomendur geti sagt: sjáið þið nú þennan, mikil lifandis skelfing hefúr maðurinn verið vitlaus." Fjórar bækur óskrifaðar En það er fleira en vandvirkn- in sem tefúr Indriða. Eins og hann segir sjálfur, þá vasast hann í mörgu. Nú um hríð fer mestur tími í að ritstýra dag- blaði. Kannski kemur að því að léttilega sagðar skáldsögur streyma frá honum eins og sumarmjólkin úr skagfirskri kú. „Ætli ég eigi ekki fjórar bækur eftir óskrifaðar," sagði Indriði hugsandi og saug reyk úr rettu. — Hefúr ekki staðið til að skrifa skáldsögu úr blaða- mennskunni. „Pappírsveislan"? Það hefúr lengi staðið til; það er ágætt ráð að boða mönnum skáldsögur. Þá verða þær kannski á endan- um skrifaðar. En menn skrifa reyndar allt of mikið.“ Hvernig hlutirnir gerjast „Maður á að láta hlutina gerjast," segir Indriði hér að framan. Eflaust rétt. Einkum vegna þess að á meðan sarnfé- lagið fer sín heljarstökk í þróun- inni, þá gerjast sitthvað innra með þeim sem síðar ætlar að skrifa. „Blýlóðin hverfa," — kannski er sá Indriði sem ætlaði að skrifa um sinn sumarkeim fyrir tíu eða tuttugu árum ger- breyttur og sér hlutina í nýju Ijósi. Eða kannski fer hann sjálf- krafa í létt skap þegar hann segir manni sögu aftan af fjórða ára- tug, laus við dagblaðserjur nú- tíðarinnar og pólitíska verki. Hvemig sem því er farið, þá hef- ur Indriði G. Þorsteinsson sent frá sér bráðskemmtilega sögu af fólki; lifandi fólki sem skilur eft- ir sig mjög svo notalegan keim — keim af sumri, keim af aldar- hætti, keim af húmor, keim af konum og körlum, strákum og stelpum. —GG VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.