Vikan


Vikan - 26.11.1987, Page 34

Vikan - 26.11.1987, Page 34
Þessu tekur hún fyrst Vertu nú alveg heiöarleg og segöu frá því hverju þú tekur fyrst eftir í fari karlmanna? Við Lundúnarháskóla var gerð rannsókn á þessu og kom þá í ljós að svarið sem flestar konur gáíú var: „grönn læri“. Einnig kom í ljós að hingað til hefur verið haldlð að konur hrífist mjög svo af karlmönnum með breiða bringu og kraftalega upphandleggi, en sam- kvæmt könnuninni er svo alls ekki. Á listanum yflr það sem kon- ur taka fyrst eftir í fari karl- manns er atriði númer tvö að hann sé vel klæddur: þrjú: að hann hafi flatan maga. Fjögur: augun. Fimm: sé fótleggjalang- ur. Sjötta sæti skiptist á milli hársins og líkamshæðar. Sem maka vildu konur yfirleitt ekki hafa manninn mjög mikið hærri en þær sjálfar. Sjö: hálsinn. Átta: kynfæri. Níu: Breiðar axlir og bringa. Tíu: Kraftalegir upp- handleggir. Körlum er því óhætt að hætta að stunda kraftlyftingar og æfa armbeygjur ef tilgangurinn var sá einn að ganga betur í augun á kvenfólki. Almenn líkamsæfing, sérstaklega magaæfingar og heilsusamlegt líferni kemur þér áreiðanlega betur til góða. Rannsókn var gerð við Loyola háskólann í Chicago þar sem konur voru látnar segja álit sitt á nokkrum karlmönnum, en það eina sem þær sáu af þeim var skuggamynd. Þá kom í ljós að sá sem fékk bestu ummælin var karlmaður sem hafði granna fót- leggi, var grannur eða meðal- grannur yfirum sig og hafði fremur breiðar axlir, þ.e.a.s. eig- inlega V-laga. Lélegustu ummælin fékk “perulaga“ karlmaðurinn, þ.e. sá sem var grannur að ofan og mik- ið breiðari að neðan. Fleiri skemmtilegar niðurstöður komu úr könnuninni. Það virtist sem persónuleiki kvennanna sjálfra kæmi sterkt í ljós þegar hún mátti aðeins velja einn af skuggamyndunum sjö. Þá kom t.d. í Ijós að fastheldnar, sportlegar konur sem ástund- uðu heilsusamlegt líferni virtust fremur kjósa vöðvagranna menn. En hinar sem Iifðu lífinu og fengu sér í glas við tækifæri eða jafnvel notuðu eiturlyf við og við, kusu fremur lítinn mann sem var allur nokkuð þéttvax- inn. Og svo virtist sem hlédræg- ar, íhaldssamar konur kysu al- mennt kraftalegasta manninn. Hvað með andlitið? Hvers vegna heldurðu að konur um allan heim leggi á sig að halda húðinni ungri og mjúkri, plokki augabrýrnar og máli sig eftir kúnstarinnar reglum? Svar: Til þess að leggja ríka áherslu á muninn sem er á andlitum karla og kvenna. Sem hlýtur að þýða að hún vill hafa andlit mannsins karlmannlegt; með sterklega höku, loðnar augnabrýr og jafnvel yfirvara- skegg. Þú þarft þó ekki að örvænta, Adam, þó þú sért perulaga, sért með nokkur aukakíló og hafir ekki þessi kynæsandi grönnu læri. Tölur sýna að konur leggja ekki eins mikið upp úr útlitinu einu saman og margir vilja halda. Margt annað er þar ofar á lista, á meðan karlamir vilja helst halda sig í nærveru fegurð- ardrottninga með málin: brjóst 89 cm, mitti 61 cm, mjaðmir 89 cm...Og þar að auki vilja þeir að konur hafi fallegt andlit og jafri- vel það á að vera kynæsandi! Konur með ólíkan persónuleika velja sinn „uppáhalds" mann á I ■? 1. Þennan velur kona ■ sem er taugastrekkt, IV hugsar lítið um útlitið og II er stórreykingamann- 11 eskja. f2. Konan sem velur þennan er mjög grönn, reykir nokkuð mikið, drekkur ekki áfengi, finnst aftur á móti mjög gaman að spila en íþrótt- ir eru aðal áhugamál hennar. ? Mm ^ er opinská og á gott með WW að umgangast fólk. Drekkur ekki né reykir V V og er sportleg mann- -I % gerð. A mm 6. Þennan velur kona II sem er uppreisnargjörn, VI drekkur töluvert og not- II ar jafnvel eiturlyf. 4. Kona sem velur þenn- an er nokkuð jarðbundin og formföst, spilar, fer töluvert í bíó, er lítið gef- in fyrir íþróttir. 5. Þennan velur kona sem er enginn táningur lengur, en er “frelsuð“ og býr með manni. 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.