Vikan


Vikan - 26.11.1987, Page 44

Vikan - 26.11.1987, Page 44
Þorgerður Traustadóttir skrifar: Að koma aftur heim til Fjöllu Nefið, jafiivel svona útflatt á rúðunni, gat aðeins til- heyrt einni manneskju. (Ekki það, að fleira en nefið eitt gerir hana vinu mína Fjöllu auðþekkta). Þegar hún sá að ég hafði orð- ið hennar vör, upphófúst miklar bendingar og andlitsfettur. Eftir því sem ég nálgaðist gler- skilrúmið, ýktist þetta látæði Fjöllu. Indridi G. Þorsteinsson KEIMUR AF SUMRI gerist í Ijúfu andrúmslofti fyrirstríðsára, þegar íslenska þjóðin er að vakna til lífs af löngu skeiði breytingarleysis. Fyrstiþytur nýrra tíma fer um byggðir, en hindurvitni og skondnir tilburðir eiga rætur aftur í tímanum. Indriði G. Þorsteinsson er höfundur sem eykur við sagnaauð þjóðar sinnar hvenær sem hann stingur niður penna. REYKHOLT BÓKAÚTGÁFA HOFÐATÚNI 12 SlMI 91-62 12 18 Á milli tannvíðra brosa, fing- urkossa og handaveifs til krakk- anna og Asgeirs — en þau biðu álengdar og svöruðu í sömu mynt — var eins og Fjalla fengi flogaköst sem sífellt elnuðu. Hápunktur hverrar grettu var langt og mikið ó-ó-ó. Víð munn- glenna fylgdi hverri ó-grettu, en þykkt glersins hleypti engu hljóði í gegn. Þó stóð ég alveg upp við það. Ég þóttist vita hvað Fjöllu lægi á hjarta. Þegar hún hóf bak- foll mikil, með aðra hönd reista í átt að munni, tók það þó af all- an vafa. Ég kinkaði því ákaft kolli, brosti breitt, og myndaði síðan með vörunum „já, já — bjórinn, bjórinn “ Þar með, til allrar lukku, linnti látum Fjöllu. Var ekki seinna vænna, því óttasleginn skarinn sem þyrpst hafði að glerinu til að fúllvissa sig um heimkomu ættingja, vina, eða annarra áhangenda var auðsæilega far- inn að hopa frá kellu. Hugsan- lega hafa sumir verið farnir að óttast að skautfaldurinn myndi hremma þá í auga eða nös þegar hún mundaði sig til við að svolgra úr könnu.- Nú voru Ásgeir og krakkarnir búin að hlaða ferðakoffortunum (já, og bjórnum) á kerrur. Þá var haldið á vit tollsins. Elsku- legur maður veifaði okkur í gegn þegar við sögðumst vera að snúa heim eftir margra ára sleitulausa fjarveru. Hinum megin við dyrnar beið svo opinn faðmur Fjöllu. „Elsk- urnar mínar, hvað þið eruð búin að vera lengi í burtu. — Finnst ykkur ekki hún Leifsstöð flott? — Hvað þið haflð nú vaxið. — Elsk- urnar mínar, hvað er gott að sjá ykkur aftur. Gerða mín, hefiír ekki bara tognað úr þér líka? — Svona, komiði, hérna er drossí- an. — Þið hljótið að vera þreytt. Það bíða eftir ykkur kaffi og pönnukökur heima.“ Þetta síð- asta sagði hún á innsoginu. Fjalla losaði bíllyklana af stokkabeltinu, opnaði dyr og farangursgeymslu, og hafði yfir- umsjón með stöflun í og á drossíuna sína. Hún stóð eins og verndarengill, möttullinn og þó einkum slæðan blöktu fyrir vindi, og hún hafði margt að segja á meðan. Hún var rétt að ljúka við að hnika til skautfaldin- um svo hann rækist ekki í bíl- þakið og kippa upp kyrtilfaldinu til að „ná betur á pedalana", þeg- ar skyndilega varð þögn. „Þið hafið gleymt einhverju af Fríhafnarpokunum," hrópaði Fjalla upp yfir sig. — „Nei, það var bara þessi eini og svo bjórinn.“ — En allt makkintossið og tobblerónið og það allt?" — „Við keyptum bara tollinn og erum svo með konfektkassa og ilmvatn handa þér í farangrin- um.“ „Drottinn minn. Hvað ætlið þið að hafa til að stinga upp L gesti og gangandi sem koma til að heilsa ykkur? Fólk sem fer út í nokkra daga kaupir fyrir allt upp í tíu þúsund krónur." Nú kom andartaks vandræða- leg þögn. Með ábúðarfúllu augnaráði horfði Fjalla þung í augu okkar, eitt af öðru, og ekki var laust við að tortryggni gætti í röddinni. — „Eruð þið kannski ekki með Visa?“ Fyrstu mistök okkar höfðu auðsæilega verið alvarleg, en hér var hugsanlega enn alvar- legra brot á óskráðum lögum komið í ljós. Við flýttum okkur því að fúll- vissa Fjöllu um að við myndum drífa okkur í fyrstu búð og kaupa þann vaming sem vantaði. Nú var frjáls álagning loks kom- in á og því eflaust góð tilboð á hverju strái. Við ætluðum meira að segja afkríta allt á Visa. Nú hýrnaði Fjalla. Verst var þó að við skyldum misnota svona aðstöðuna í Leifebúð. 44 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.