Vikan - 03.12.1987, Qupperneq 27
En kvöld eitt gerðist dálítið.
í staðinn fyrir hina
venjulegur spurningu á skjánum
um lykilorð þá fylltist skjárinn af
teiknaðri mynd. Mynd af mörg-
um peningaseðlum.
— Hver fjand ... sagði Gunnar
undrandi. Undrunin breyttist í
reiði þegar myndin hvarf og
texti rúllaði upp á skjáinn:
„Gott kvöld Gunnar Bergsson.
Okkur þykir mikið til þess koma
hversu duglegur og áræðinn þú
hefúr verið. Á síðustu árum hef-
ur mörgum sinnum verið reynt
að „brjótast inn“ í tölvukerfl
okkar. Þér einum hefur tekist
þetta og þú hefúr nýtt þér tæki-
færið á yfirvegaðan máta.
En nú finnst okkur hér í
Landsbankanum að þú hafir
fengið að „skemmta" þér nógu
lengi og að þú hafir þegið rífleg
laun fyrir. Við leggjum því til að
við hittumst og ræðum málið.
Kannski getum við fúndið lausn
sem báðir aðilar geta sætt sig
við. Hvað að þér snýr þá leggj-
um við til að þú látir þetta fara
hljótt. Við höfum nægar sannan-
ir í höndúnum.
Mættu á morgun klukkan
12.00 í herbergi 544 í aðalúti-
búinu í miðbænum."
Bréfið var undirritað af aðal-
tölvuforritara bankans og yfir-
manni öryggismála.
— Ertu veikur, spurði Bríet
þegar hann kom inn í stofúna.
Gunnar umlaði eitthvað um að
sér væri illt í höfðinu. Hann fór
beinustu leið í rúmið en svaf
ekki dúr alla nóttina. Hann lá og
bylti sér fram og til baka. Hann
sá fyrir sér forsíður dagblað-
anna. Óttinn greip hann heljar
tökum.
Herbergi 544 var ljóst og
smekklegt. Þar tók Friðrik
Andrésson aðaltölvuforritari
bankans, maður um fertugt, vin-
gjarnlega á móti honum. Yfir-
maður öryggismála, Anton
Björnsson, sem var líklega um
sextugt virkaði aftur á móti þög-
ull og drumbslegur. Friðrik
hellti kafii í bolla.
— Sem fagmaður er ég mjög
hrifinn af hugmyndaríki þínu,
tækni og hversu yfirvegaðar
lausnir þú hefur fúndið, sagði
hann.
Friðrik sagði að hann hefi vit-
að af Gunnari ffá því hann tengi
sig fyrst inn á kerfið.
— Tala þeirra „hákarla" sem
reyna að komast inn er nokkuð
há, en það er mikill munur á
dugnaðinum. Áhugamennirnir
fá bréf sent heim til sín þar sem
þeim er tilkynnt að búið sé að
uppgötva þá og að ef þetta
endurtaki sig þá verði lögregl-
unni afhent málið. Þeim áræðn-
ari er tilkynnt þetta beint, sagði
Friðrik og fékk sér vænan sopa
af kaffi.
— En þá sem eru reglulega
duglegir viljum við gjarnan at-
huga nánar...
Gunnar Bergsson sat sem
lamaður í stólnum.
Anton, yfirmaður öryggis-
mála, tók nú við. Hann
notaði lögfræðileg orð og talaði
um lagalegu hliðina. Hann
nefndi þau refsiákvæði sem eiga
við um fjárdrátt og nefhdi sem
dæmi nýjustu dóma sem fallið
höfðu í slíkum málum.
Gunnar reyndi að segja
eitthvað, en áður en það tókst
tók Friðrik til máls aftur.
- Það væri synd og skömm að
láta jafn gáfaðan mann og þig
nærast á vatni og brauði í mörg
ár þegar svo mörg mál sem
þarfhast lausnar liggja og bíða.
Friðrik Andrésson brosti.
Gunnar varð eitt spurningar-
merki.
— Þú hefúr sýnt mikla löngun
til að komast inn í allt í „okkar"
kerfi í eiginhagsmunaskyni.
Hvernig væri að þú notaðir
hæfileika þína til að komast inn í
kerfi keppinauta okkar, fyrir
okkur?
Gunnar varð enn meira
undarandi á svipinn, þó það
væri varla hægt.
— Þetta er einfalt mál. Þú
kemst inn á kerfi keppinautanna
og finnur okkur þar með leið til
að komast að þeim upplýsing-
um í tölvukerfinu sem „við“ höf-
um áhuga á. Þú getur áfram
fengið laun á sama hátt og nú
nema með þeim breytingum
að við viljum hafa eitthvað með
þau að segja. Við borgum þér
sömu laun og öðrum forritur-
um, sem eru á milli 72—84.000
krónur á mánuði. Þá gerum við
ráð fyrir að þú vinnir fúllan
vinnudag og fáir fjögurra vikna
sumarffí. Við munum að sjálf-
sögðu neita því að við vinnum
með þér verðir þú uppgötvað-
ur.
Hinir tveir sátu og horfðu á
hann. Gunnar leit út eins og
hann hefði fengið slag. Hann
herti sig upp.
— Ef ég segi nei?
— Það má ræða um smáatriði
en í aðalatriðum er málið frá-
gengið frá okkar hlið.
— Hinn valkosturinn er hér,
sagði Anton og benti á umslag.
Hér er nákvæm lýsing á því
hvað þú hefur haft fyrir stafni.
Eftir því sem lögfræðingur okk-
ar segir þá er dómur fyrir brot
eins og þitt á bilinu fimm til sjö
ár. Valið er þitt!
Gunnar andvarpaði þungt
og lagði sígarettuna frá
sér. Klukkan var orðin margt.
Hann hafði unnið í heilan dag
við það að reyna að finna alla
stærstu viðskiptamenn Spari-
sjóðsins með því að skoða hver
staða þeirra væri 30. hvers mán-
aðar. Þetta voru upplýsingar
sem Landsbankinn ætlaði að
nota í nýjustu auglýsingaherferð
sinni, en hún hafði það að mark-
miði að fá fleiri fyrirtæki í við-
skipti hjá bankanum. Hann ætl-
aði að halda áfram þar til Bríet
kæmi heim úr vinnunni, en hún
vann á kassanum á Esso bensín-
stöðinni niðri á horni. Hún yrði
líklega í seinna lagi því Mazdan
var enn einu sinni á verkstæði.
Gunnar dró sígarettureykinn
djúpt að sér og starði á táknin á
skjánum. Hann hugsaði til
sumarfrísins. Þetta árið ætluðu
þau að vera hálfan mánuð hjá
foreldrum Bríetar í Landeyjun-
um. Gunnar Bergsson andvarp-
aði þungt...
VIKAN 27