Vikan - 03.12.1987, Qupperneq 46
Hvaða þáttur er það sem náö
hefur afburðavinsældum þrátt
fyrir að hann sé langt frá því að
fylgja formúlunni? Hvaða þáttur
sleppir öllum bílaeltingaleikj-
um, hasar og glæsilegum
hetjum en býður þess í stað
upp á fremur hægan söguþráð,
stofusamræður og rólegheit?
Hann virðist jafnvel treysta á
það að áhorfendurnir séu
sæmilega skynsamlega hugs-
andi verur sem hafi gaman af
að reyna að geta sér til um
lausnirnar á flóknum gátum.
Morðgátum.
Eftir langan feril í
kvikmyndum og á
sviði hefur Angela
Lansbury fundið
sjálfa sig í sjón-
varpi í þáttunum
Morðgáta
sitt við að fá hlutverk, heldur var
hún álitin skapgerðarleikkona auk
þess sem hún hafði oft leikið mun
eldri kvenmenn en hún var í raun.
Þetta varð þess valdandi að þeg-
ar hún kom aftur til starfa um
fimmtugt mundu framleiðendur
eftir henni í hlutverkum miðaldra
kvenna og hún fékk hlutverk til-
tölulega vandræðalaust.
Angela vildi samt aldrei vinna
við sjónvarp og hélt sig við kvik-
myndirnar og leiksviðið sem er
uppáhalds starfsvettvangur
hennar. Eftir að hafa lesið hand-
ritið að Morðsögu lét hún þó til-
leiðast að koma fram fyrir þann
stóra áhorfendahóp sem sjón-
varpið nær til. Hún var líka mjög
hrifin af því að geta veitt miðaldra
konum uppreisn æru í sjónvarpi.
„Þær eru sjaldnast sýndar sem
lífsglaðar og gáfaðar. Þetta var
tilvalið tækifæri til að breyta að-
eins ímyndinni," sagði Angela um
þegar hún var spurð hvers vegna
hún hefði tekið hlutverkið að sér.
Hún bætti við: „Fjárhagurinn
spilar líka inn í málið. Ég fæ yfir
eina milljón dollara á ári fyrir að
leika í þáttunum og ég hélt að
þetta yrði ekki voðalega erfitt.
Það var ekki fyrr en ég var farin
að leika í þáttunum sem ég komst
að því að starfsdagurinn er
stöðugt tólf tímar.“ Þessi mikla
vinna hefur fengið Angelu til að
ákveða að hún ætlar að hætta í
þáttunum þegar hún hefur leikið í
þeim þau fimm ár sem samningur
hennar segir til um, enda ætti hún
þá að hafa efni á því að lifa ró-
legra lífi þar sem hún gæti leikið á
sviði þegar hana langar til.
Angela hefur mikinn áhuga á
líknarmálum alls konar og reyn-
ir að gefa sér tíma til að vera í
vinnuhópum sem berjast gegn of-
beldi á heimilum, barnaofbeldi og
eiturlyfjaneyslu. Annað áhugamál
hennar er garðrækt, en hún seg-
ist því miður hafa alltof lítinn tíma
fyrir þessi hugðarefni sín. Hún
segist líka njóta þess svo mikið
að leika að ólíklegt sé að hún eigi
nokkurn tima margar tómsundir.
„Þegar ég dey verða þeir að
draga mig út af sviðinu," segir
Angela. „Það þarf þó ekki að
velta því fyrir sér hver hefur gert
það, þar sem Morðgátan verður
vonandi löngu búin og Jessica
farin með henni.“
Fljótt á litið ættu þættir af þess-
ari gerð ekki að eiga sér viðreisn-
ar von í samkeppninni sem er
ríkjandi á sjónvarpsmarkaðinum
þar sem þættir virðast eiga allt sitt
undir íburði og hraða. Hvers
vegna er Morðgáta með Jessicu
Fletcher þá svona geysilega vin-
sæll myndaflokkur?
Svörin við þessari spurningu
hljóta að vera mörg, en að mestu
leyti eru góðu handriti og aðal-
leikkonunni þökkuð velgengni
þáttanna. Leikkonan er gamla
brýnið Angela Lansbury og hún
hefur farið á kostum í hlutverki
Jessicu og gert hana að einni
vinsælustu persónunni á sjón-
varpsskerminum.
Angela á að baki langan og
skrautlegan feril í leiklistinni sem
hún hefur hlotið ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir. Meðal þeirra má nefna
tvenn Tony verðlaun, ein Emmy
verðlaun og tvær tilnefningar til
Óskarsverðlauna fyrir leik ( auka-
hlutverki. Þó hefur lífið verið langt
frá því að vera sífelldur dans á
rósum og fyrir tveimur áratugum
var Angela í vafa um að hún
myndi nokkurn tíma leika aftur.
Þegar börn hennar voru bæði
orðin illa farin af eiturlyfjaneyslu
ákvað hún að leggja ferilinn á hill-
una til að geta hjálpað þeim út úr
ógöngunum. Þá var Angela þegar
komin af léttasta skeiði og ekki
talið mjög líklegt að hún mundi
eiga auðvelt með að komast inn í
iðnaðinn á ný.
Þó var það henni til framdráttar
að hún hafði aldrei treyst á útlit
Lansbury,
sem
gert Morð-
gátu að einum
vinsælustu sjón-
varpsþáttunum.
Stingur í stúf en
samt óhemju vinsæll
46 VIKAN