Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 8

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 8
Stund milli stríða. Breskir hermenn hvíla sig á þilfari flugmóðurskipsins HERMES og ugga ekki að sér. Loftárásir Argentínumanna á breska flotann í kjölfar flutninga fslendinganna á vopnabúnaði fyrir SKYHAWK orrustuþotumar, kom Bretum svo í opna skjöldu að tugir breskra sjóliða og landgönguliða fómst. (Myndbirting meö leyfi bókaútg. Þjóösögu.) flogið nokkrar krókaleiðir eftir að áhöfnin hafði fengið skipun um að fara til Tel Aviv í ísrael. Þann 20. maí 1982 var flug- vélin stödd í Hong Kong þegar flugstjórinn, Einar Sigurðsson, fékk skipun um að fljúga leiðina: Hong Kong — Bankok? Thailand — Dubai, við Persaflóa — Tel Aviv, fsrael — Sevilla á Spáni og að lokum Lima í Perú í Suður- Ameríku. Samkvæmt fyrirskipuninni frá Luxemburg átti vélin að sækja all sérstæðan farm til ísraels, en hann var sagður „Heavy water containers", tankar undan þungu vatni. Eina notkunargildi þungavatns er við framleiðslu vetnissprengja og til kælingar á kjarnakljúfúm. Setti þessi lýsing á væntanlegum farmi því nokk- urn óróa að áhöfn vélarinnar. Einar flugstjóri var lítt hriflnn af því að fljúga beina leið frá ar- abaríkinu Dubai til ísraels, vegna ótryggs ástands á svæð- inu. Hann lagði því til að leið- inni yrði breytt í.Dubai - Kýpur — Tel Aviv. Þetta var síðan sam- þykkt af yfirmönnum hans í Luxemburg. Elugmennina grunaði að ein- hver maðkur væri í mysunni og að lýsing farmsins ætti að breiða yfir að um væri að ræða flutning 8 VIKAN á hergögnum og töldu þeir hana vera brot á flugreglum. Flug- stjórinn var afar óánægður og taldi af og firá að hann færi að fljúga með vopnafarm undir fölsku yfirskyni. f Dubai fékk flugstjórinn til- kynningu um að Cargolux hefði samþykkt beiðni hans um breyt- ingu á flugleiðinni til Tel Aviv. Páll Einarsson aðstoðarflugstjóri segist hafa rætt um áhyggjur flugmannanna af hugsanlegum vopnaflutningum til Suður-Am- eríku við fúlltrúa Cargolux í Du- bai, en þeim hafi engu að síður verið skipað að halda áætlun og sækja farminn til ísraels. Cargo for the General Boeing 747 vélinni er síðan flogið frá Dubai til Lacarna á Kýpur með millilendingu í borginni Muscat í Saudi Arabíu, þann 24. maí. Eftir rúma klukk- ustundardvöl á Kýpur lagði vél- in síðan af stað í hið 46 mínútna Ianga flug til Tel Aviv. Samkvæmt heimildum Vik- unnar í Luxemburg fór það ekk- ert fram hjá yfirmönnum í höf- uðstöðvum Cargolux að flug- mennirnir höfðu sterkar efa- semdir um réttmæti þess að fljúga með vopn frá ísraei til Suður-Ameríku. Á Kýpur fékk flugstjórinn því nýja fyrirskipun um breytingu á flugáætlun. Honum var skipað að fljúga vélinni heim til Luxemburgar, strax eftir hleðslu hennar í ísra- el. í Luxemburg myndi síðan ný áhöfn taka við vélinni og fljúga henni á áfangastað. í Tel Aviv uppgötvuðu flug- mennirnir að farmurinn, sem samkvæmt fyrri upplýsingum átti að heita „Heavy water cont- ainers", eða þungavatnsgeymar á íslensku, hafði nú samkvæmt farmbréfum fengið heitið „Gen- eral Cargo“, eða Ýmis (almenn- ur) varningur. Það leyndi sér hins vegar ekki að hinn „al- Aðstoðarflugstjóri Boeing þotunnar Páll Einarsson telur að leynilegir vopnaflutningar Cargolux fyrir Argentínumenn hafi m.a. leitt til þess að meira en 50 breskir hermenn létu lífið í loft- árásum á HMS SIR GALAHAD og HMS SIR TRISTRAM. (Myndbirting meö leyfi bókaútg. Þjóösögu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.