Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 19

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 19
Kóngsríki fyrir hest Hestamennskan kostar sitt, rétt eins og annað tómstunda- gaman, sem menn taka sér fyr- ir hendur. Góður hestur getur kostað frá 100 þúsundum og uppúr. Verðlaunaður, ungur gæðingur fæst kannski ekki fyr- ir minna en hálfa milljón. En reyndar er flest til í hrossavið- skiptum. Glöggir menn sjá sér út snilldarhest fyrir fimmtíu þúsund og svo þarf margt að taka með í reikninginn, hæfi- leika hestsins, aldur hans, tamninguna sem hann hefur fengið og trúlega ætternið líka. En þótt hestur sé fenginn vant- ar margt: Hnakkur kostar tugi þúsunda eigi hann að vera vand- aður. Beisli líka — og síðast en ekki síst hesthúspláss. Gott hesthús kostar núorðið eins og lítil íbúð í blokk, gatnagerðar- gjöldin hjá Reykjavíkurborg eru komin í 50 þúsund á bás í nýju lóðaúthlutuninni. Mark- aðsverð á einum bás fer trú- lega að nálgast 200 þúsund. En sá sem er ánetjaður hest- um og hestamennsku verður að leysa þessi mál einhvern veginn — „hrossasótt" er eng- inn venjuleg sótt heldur ástríða sem hefur haft örlaga- rík áhrif á líf fólks. Ríkharður þriðji bauð kóngsríki sitt fyrir hest. Eiginlega hefur margur fórnað meiru. Kennarinn liðkar klárana ! /S VERSLUN ARDEILD %>SAMBANDSINS JH nffhiíi estavorur IKAUPFÉIAGINU Dörte Kolkmeyer (kölluð Dóra upp á íslensku) var að liðka reiðskólahrossin þegar Vikuna bar að garði í nýju Reið- höllina. Úti var kalt og jörðin snæviþakin, reyndar ffost og kuldi. Inni í Reiðhöllinni var hins vegar hlýtt og notalegt og Dörte unir sér tímunum saman, berbakt á reiðskólahestunum. „Við erum að byrja námskeið," sagði hún. „Það þarf að hreinsa í þeim ganginn, sumum, þeir eru svo skeiðbundnir." Þúsundir „PAKISTAN“ - hnakka eru nú þegar í notkun hér á landi. Það segir meira um verð og gæði en mörg orð. Fjölbreytt vöruúrval fyrir hestinn og hestamanninn fæst í kaupfélaginu og verðlag er óvíða hagstæðara. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.