Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 14

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 14
Hrossum ogmönnum fleygirfram Sigurbjöm Bárðarson er einhver þekktasti hestamaður íslands. Hann varð í sumar heimsmeistari í tölti á móti sem fram fór í Austurríki. Við hittum hann við gegningarn- ar í þorrabyrjun og ræddum hesta- mennskuna við hann. Sigurbjörn er í hnakkn- um frá morgni til kvölds sjö daga vik- unnar um þessar mundir, farinn að þjálfa keppnishross fyrir mótin á sumri komanda. Og hann fullyrðir að hann hafi ævinlega gaman af því að fara á bak. „Annars væri þetta ekki hægt,“ sagði meistaraknapinn. Sigurbjörn Bárðarson er kominn út í hesthús uppúr klukkan sjö á hverjum morgni. Klukkan hálfótta er vinnan komin á fullt. Þá er húsið raest, það er mokað út og gefið. Klukkan átta er hann kominn á bak. „Hér er hestamennskan vinna og sú vinna er tekin hátíðlega,“ sagði Sigurbjöm í samtali við blaðamann firá Vikunni. Keppnishross, söluhross, undaneldishross Hestarnir í húsi Sigurbjörns skipta tugum. „Ég er hér með hross í tamningu, hross til að selja, hross til að þjálfa fyrir væntanlega keppni og svo und- aneldisgripi." Klukkan var rúm- lega eitt þegar við hittum Sigur- björn, þá hafði hann farið á bak einum átta hestum. „Morgun- verkin eru drýgst," sagði hann. „Þegar kemur fram á daginn fer hver klukkutíminn að verða ódrýgri. Það koma til manns menn sem vilja taka mann tali, menn sem virðast hafa ótak- markaðan tíma.“ Sigurbjörn full- yrti að keppnishrossin sem hann á sjálfúr mættu afgangi hjá sér. „Maður sinnir fyrst og fremst skylduverkum hér - læt- ur hitt mæta afgangi." - Hefurðu ævinlega gaman af því að fara á bak? „Það hef ég vitanlega. Annars væri þetta hreinasta víti. Nei, ég er svo heppinn að geta samein- að bæði atvinnu og áhugamál. Vinnuvikan verður þannig gjarnan sjö dagar, einkum yflr þessa vetrarmánuði þegar mað- ur er að búa hrossin undir sumarið." Betri hross, betri knapar Hestamenn hafa sumir verið að gera því skóna að í Reykjavík séu sveitföst nærri 6000 hross. Þeim fjölgar og hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Sigurbjörn Bárðarson hefur tekið þátt í vexti og viðgangi hestamennsk- unnar í Reykjavík um margra ára skeið (þótt ekki sé maður- inn neinn öldungur) og hélt því fram að á fáum undanförnum árum hefði hvorutveggja fleygt fram, hestum og reiðmennsku. „Það er ekkert vafamál," sagði Sigurbjörn, „að hrossin eru miklu betri en þau voru áður. Og það eru reiðmennirnir líka. Þeir hafa margt lært. Þetta er íþrótt sem er í stöðugri ffarn- þróun og sókn. Og með tilkomu reiðhallarinnar hér í Víðidaln; um verður trúlega ný vakning." Hrossarækt er tískufyrirbæri í stíu í hesthúsi Sigurbjörns voru tveir graðhestar, hvor öðr- um föngulegri. Hestameistarinn sagði okkur deili á þeim, annar undan Hrafni 802 frá Holtsmúla, hinn undan Sörla 653 frá Sauð- árkróki. „Ræktuninni fleygir frarn," sagði Sigurbjörn. „Þessa hesta á útgerðarmaður í Kefla- vík, hann hefur lagt sig fram um að eignast og koma sér upp trippum undan bestu hestum og merum landsins. Það skilar árangri.“ Sigurbjöm og ungur stóðhestur undan Hrafni 802 - trúlega verðandi stjömufoli. - Hestamenn tala mikið um ættir hrossa. Þegar maður lendir í hrossatali er manni þvælt inn í langar ættartölur og hestamenn spyrja stöðugt um ætterni. Er ætt hestsins aðalmálið? „Nei. Ræktunin er hins vegar tískufýrirbæri núna. Nú er annar hver maður í húsunum hér að potast í sinni ræktun. Ætli það eigi ekki eftir að breytast." Hvernig kaupir maður hest? Við spurðum Sigurbjörn hvernig þeir sem áhuga hafa á 14 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.