Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 37

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 37
koma v crflur -sendu plötusnúðum 5000 kristal- kúlur í tilefni af nýju plöt- unni ESP Lítíð heftir borið á hljóm- sveitínni BEE GEES síðan í lok síðasta áratugar en ofur- Iítíð lifsmark er þó enn með henni. Nýlega sendi hún frá sér nýja plötu, ESP, en staflr þessir standa fýrir Extra Sensory Perceptíon sem er. samheití fýrir ýmis dulraen fýrirbrigði. Er plötunni var dreift til plötusnúða í Banda- rikjunum fýlgdu með krist- alkúlur, alls 5000 stykki, svo plötusnúðarair gætu betur áttað sig á hinum jákvæðu bylgjum sem Bee Gees segja að sé að finna á plötunni. Breski blaðamaðurinn Jo De- von hitti nýlega einn meðlim BEE GEES, Barry, og hér fer úr- dráttur úr viðtali hans við kappann. Þú ert venjulega talinn drif- fjöðurin á bak við BEE GEES, ertu sammála þvf? „Nei og ég verð mjög reiður er fólk heldur þessu fram því all- ir höfum við lagt jafhmikið af mörkum. Ég stend kannski fram- arlega í hópnum þar sem ég er söngvarinn og það var mín hug- mynd að stofha hljómsveitina." Þlð eruð mjög nánir en það hefur ekki alltaf verið svo er það? Bee Gees, þeir Maurice Robin og Andy Gibb. „Ég bjóst við því að misklíð hlyti að koma upp eftir að við vorum búnir að starfa svo lengi saman sem raun bar vitni. Það er auðvelt að spillast af velgegni og þegar við náðum hámarki velgengni okkar á síð- asta áratug fórum við að leika rokkstjömur. Við vorum enn ungir og okkur fannst erfitt að standast þrýstinginn sem fýlgdi frægðinni þannig að við fórum að fikta við dóp og áfengi. Það hafði áhrif á okkur alla en Robin fór verst út úr því, hann nærri lést af of stórum skammti í Bandaríkjaferðinni 1978. Dópið hafði líka áhrif á vinskap okkar og þegar fór að syrta í álinn hvað plötusöluna varðaði réð framkvæmdastjóri okkar Robin að reyna á eigin spýtur.“ Hvaða áhrif hafði það á þig? „Ég varð reiður og fannst sem ég hefði verið svikinn. Ég býst við að það hafi alltaf verið til staðar ákveðin barátta milli mín og Robin og er hann yfirgaf okk- ur urðum við hinir verstu óvin- ir. Hann fór að segja slæma hluti um mig í íjölmiðlum og um tveggja ára skeið töluðumst við aðeins við í gegnum lögfræð- inga okkar. Nú er þetta allt að baki og samskipti okkar eru eins og samskipti bræðra eiga að vera.“ Af hverju heitir nýja platan ESP? „Við höfum alltaf haft áhuga á hinu dulræna, allt frá því að við vorum unglingar. Við höfum reynt ýmislegt fyrir okkur á því sviði með góðum árangri. Ég vil þakka þessum öflum þann árangur sem við náðum nýlega með nýju smáskífunni okkar „You Win Again". Notuðu þið yfirnáttúruleg öfl til að tryggja árangur stóru plötunnar einnig? ,Já við trúum sterkt á mátt kristalkúlunnar og því sendum við 5000 slíkar með plötunni til plötusnúða og sjónvarpsstjóra í Bandaríkjunum. Með kúlunum fýlgdu leiðbeiningar um hvem- ig ætti að nota þær svo viðkom- andi fýndi hve jákvæð tónlist okkar væri. Ég veit að þetta hljómar eins og brandari en við tökum þetta alvarlega." Að frátaldri plötunni „The Living Eyes“ í upphafi þessa áratugar hefur ekkert heyrst frá ykkur. Hvað hafið þið ver- ið að gera á þessum tíma? „Við höfum ekki legið í leti. Við ákváðum bara að snúa okk- ur að öðrum hlutum og vinna með öðru fólki. Ég reyndi fyrir mér sem upptökustjóri og Rob- in og Maurice sömdu lög fyrir fólk þ.á m. Barböru Streisand, Diönu Ross, Dolly Parton og Kenny Rogers. Robin tók einnig upp sólóplötu og Maurice lék í tveimur kvikmyndum." Af hverju ákváðuð þið að koma saman aftur? „Við urðum leiðir á að vinna fyrir aðra og við söknuðum poppheimsins. Þar að auki vild- um við ekki bregðast aðdáend- um okkar sem hafa staðið við baldð á okkur öll þessi ár.“ Ég hef heyrt að auk tónlist- arinnar ætlið þið í auknum mæli út í kvikmyndagerð. ,Já það hefur verið áhugamál okkar árum saman og nú erum við ákveðnir í að gera eitthvað í málinu. Við höfúm þegar komið okkur fyrir í Pinewood Studios og við vorum að byrja á nýrri mynd með Timothy Dalton Qames Bond) í aðalhlutverki. Sú mynd mun kosta um 2 millj- ónir punda. Þá er Maurice að vinna að sjónvarpsþáttum um Rothschilds ættina og síðan áformar hann að gera mynd um spillinguna í bandaríska skemmtanaiðnaðinum. Hún mun kosta um 15 milljónir punda. Ég hef aðvarað hann vegna kostnaðarins en hann er staðráðinn í að halda sínu striki." Að lokum, sérðu eftir ein- hverju? „Nei í rauninni ekki. Ég get í alvöru sagt að ég sé ánægður með líf mitt hingað til. Eg á yndislega fjölskyldu og get gefið krökkunum mínum hluti sem ég átti ekki í æsku. Auðvitað er margt fólk sem gagnrýnir okkur fýrir litríkan lífstíl okkar en mottó okkar hefur alltaf verið: Ef þú átt það, sýndu það.“ VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.