Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 32
Heimamenn að Flúðum
Hrunamannahreppi í Ámes-
sýsiu hafa lagt mikla vinnu
og fjármuni í að byggja upp
aðstöðu fyrir ferðamenn
enda er hún orðin til fyrir-
myndar. Gistiaðstaðan er
sérstaklega skemmtileg en
boðið er upp á mjög vistleg
tveggja manna herbergi þar
sem hvert herbergi hefur
heitan pott fyrir sig við hús-
vegginn. Önnur aðstaða er
einnig til fyrirmyndar og má
nefina að nýbúið er að
endumýja búningsaðstöð-
una við sundlaugina og er
hún nú mjög vel útbúin með
gufúbaði og ljósalampa.
Þá er ónelnd önnur pjónusta
sem nauðsynleg er fyrir ferða-
menn meðal annars verslun,
banki, viðgerðarverkstæði og
tjaldstæði sem rekið er af Ferða-
miðstöð Flúða sem einnig leigir
út smáhýsi. Allt þetta leggst á
eitt við að gera Flúðir að ákjós-
anlegum ferðamannastað jafnt
að vetri sem sumri til.
Tilvalið fyrir
ráðstefnur
Flúðir eru ákaflega ákjósan-
legur vettvangur fyrir ráðstefn-
ur og námskeið ýmisskonar þar
sem í boði eru salarkynni til
samkomu- og fundarhalda í
félagsheimilinu. Salirnir eru vel
útbúnir og henta vel fyrir hópa
af ýmsum stærðum.
Á sumrin eru það einkum er-
lendir ferðamenn sem gista
Flúðir en þó hefúr verið mikið
af íslendingum um helgar. Á
veturna ber mest á hópum ým-
isskonar sem koma til að losna
við ys og þys borgarlífsins og
margt af því fólki kemur ár eftir
ár.
Aldraðir borgarar í ýmsum
bæjar- og sveitarfélögum halda
uppi öflugu félagslífi fyrir fólk
sem komið er af léttasta skeiði
og er farið að minnka við sig
vinnu en hefúr ennþá næga
krafta til að stunda áhugamál
sín. Með ólíkindum er hversu
mikil gróska er í þessu félagslífl
elstu kynslóðarinnar hér á landi,
spilakvöld, gömludansaæfingar
og ferðalög eru meðal þess sem
Þessi frumlega músagildra er
meðal annarra athyglisverða
muna í minjasafninu í Gröf.
Matarbiti var settur á spaða
hjólsins og þegar mýsnar svo
studdu sig á spaðann til að ná
til matarins duttu þær niður í
fötuna sem var hálffyllt af
vatni.
Eldri borgararnir í ferðinni virða fyrir sér aðstöðuna við sund-
laugina, hún er orðin til fyrirmyndar eftir miklar endurbætur
heimamanna. Búningsaðstaða er glæný og búin bæði gufubaði
og Ijósalampa.
þetta atorkusama fólk tekur sér
fyrir hendur sér til gamans.
Ferðir fyrir aldraða
Nú býðst þessu fólki nýr val-
kostur í sambandi við ferðalög
innanlands yflr vetrartímann.
Samstarf hefúr nefnilega tekist á
milli ferðaskrifstofunnar Sögu
og Skjólborgar hf., en það er
fýrirtæki heimamanna að Flúð-
um í Hrunamannahreppi Árnes-
sýslu sem rekur aðstöðu fyrir
ferðamenn á staðnum.
Þessir tveir aðilar bjóða nú
upp á sérstakar fimm daga ferðir
fyrir eldri borgara þar sem farið
er frá Reykjavík á sunnudagseft-
irmiðdegi og snúið aftur á föstu-
degi. Útbúin hefur verið dagskrá
fyrir þátttakendur sem inniheld-
ur meðal annars skoðunarferðir
um nágrenni Flúða, þar á meðal
heimsókn í Hruna, farið er að
Gullfossi og Geysi og stórmerki-
legt minjasafh Emils Ásgeirsson-
ar bónda í Gröf skoðað en þrátt
fyrir smæðina er það eitt athygl-
isverðasta minjasafnið hérlendis
í einkaeign.
Á kvöldin er svo ætlunin að
spila, h;i£a kvöldvöku og taka
snúning við undirleik harmon-
ikku. Auk þess er hægt að
bregða sér í sund og stuttar
gönguferðir um svæðið en mjög
skemmtilegar gönguleiðir eru í
nágrenninu og náttúrufegurðin
mikil.
f boði eru einnig sérstakar
helgarferðir, en hámarksfjöldi í
hóp sem hægt er að anna í einu
eru 40 manns. Slíkar ferðir kosta
2.600 kr. fyrir manninn í tvíbýli
yfir helgina og er þá morgun-
matur innifalinn. Að auki er
hægt að fá keyptar aðrar máltíð-
ir dagsins ef óskað er.
Fyrir skömmu var farið í
kynningarferð að Flúðum með
forystumenn í félögum eldri
borgara og blaðamenn op þeim
kynntar aðstæður. Ekki var ann-
að að heyra en að fólki litist
mjög vel á að eyða einhverjum
tíma að Flúðum með félögum
sínum þar sem saman fara gott
verð og miklir möguleikar á
dægradvöl
Kannski segja þó orð þeirra
sem gist hafa Flúðir mest en
þessar lofgerðir má finna í gesta-
bók Skjólborga: „Hér er nánast
allt sem glatt getur þreytta og
hrjáða sál tímaleysingja nútíðar.
Notalegur aðbúnaður, umhverf-
ið og kyrrðin. Hér er hægt öðr-
um stöðum ffemur að fara á
stefnumót við sjálfan sig.“ „Veð-
ur eða árstíð skipta engu máli,
hér er alltaf gott að vera.“ „Hér
er gott að vera, fallegur fjalla-
hringur, hóflegar gönguleiðir,
mikil ræktun, sundlaug, félags-
heimili o.fl. o.fl. Kveðjum með
trega en hlökkum til að koma
aftur að ári.“ —AE.
Hér er Emil Ásgeirsson að segja sögu tóbakspontunnar sem
hann heldur á, en hún er gerð úr álagasteini.
Eins og sjá má á myndinni er
heitur pottur fyrir utan hvert
herbergi og þau eru einstak-
lega skemmtilega búin að öllu
leyti.
Ferðaskrif-
stofan
Saga:
Bo&iÍ upp á orlofsferðir al Flúftum
32 VIKAN
VIKAN 33