Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 30
- Sjarmör, sögðu
menn um rithöfundinn,
- hamhleypa, sama að
hverju hann gengur, -
stílisti, málskrúð hans
minnir á myndir eftir
svo ólíka menn sem Pic-
asso og Dali og Jóhannes
Kjarval. Hann er allt í
senn, upphafinn í
menningarlegum hátíð-
leika eða brunandi á
fullri ferð í hversdags-
moðinu. — Thor er trú-
lega svo mikill rithöf-
undur að hann veit
sjaldnast hvaða stíl hann
á að brúka og í hvaða átt
hann á að stilla hugar-
flugskompásinn, sagði
rithöfúndur einn sem
mjög heftu* velt vöngum
yflr Thor síðustu
misseri.
Margréti skulu
þeir þakka
Thor hefur víða farið, telst án
efa til hinna duglegustu ferða-
manna. 1 huga undirritaðs var
hann ímynd hins ferðaglaða rit-
höfundar, mannsins sem tók
gufuskipið um haustið, sat í mat-
salnum á leiðinni yfir haflð og
skrifaði uppkast að nýrri bók
sem síðan fylgdi honum yflr
löndin í lestum, fljótaprömm-
um, ferjum og langferðabílum
og punktur ekki settur fyrr en á
gangstéttarkaffihúsi suður í Ka-
író. Það var því eins og draum-
sýn úr æsku gengi í uppfyllingu
eitt sinn í útlandinu, þegar rödd
Thors heyrðist í símanum,
kvaðst vera kominn, hvort hann
mætti líta inn.
Og svo var margt skrafað ffam
á nótt og næsta dag og næstu
nótt og þarnæsta dag og ævin-
lega var lestin að fara, æ farin; og
sakaði reyndar ekki, því á eftir
einni lest fer önnur. Hann talaði
og talaði yfir kafíinu, ölinu, vín-
inu og rakti sig gegnum ferða-
lagið sem hann var í, rakti sig
eftir þeim ókjörum af fúrðuleg-
um persónum sem virtust sitja
fyrir honum og gefa sig fram við
hann til þess eins að auðga hans
líf, stytta stundirnar og segja
honum hversu lífið væri ævin-
týraríkt og hver dagur öðrum
magnaðri. Svo var hann að fara,
loksins og mér fannst sem ég
væri kominn á síðustu blaðsíðu í
langri skáldsögu, var að koma úr
bókmenntakafi og hafði margt
30 VIKAN
lært á leiðinni, þegar hann allt í
einu sneri sér að mér með djúpa
atvöru í svipnum og sagði: Ef
einhverntíma kemur að því að
mér verður á einhvern hátt
þakkað eða launað þá ætla ég að
segja þeim að þeir skuli þakka
henni Margréti.
Með silfurskeift
í munni
— Hann fæddist með silfúr-
skeið í munni, sagði róttækur
rithöfúndur sem hefúr sjálfúr
mátt sækja á brattann í ýmsum
skilningi. — Faðir hans var ffarn-
kvæmdastjóri Eimskipafélagsins,
móðir hans mektugur Thorsari.
Hvemig átti pilturinn með
pennann að ná sambandi við
alþýðu þessa lands? Það hefúr
honum ekki tekist hingað til.
Gœinn skrlfar torf
— Hvað kemur þér t hug þeg-
ar ég segi Thor Vilhjálmsson?
spurði skrifarinn ungan bók-
menntafræðinema.
— Gæinn skrifar torf. Það er
það sem mér dettur í hug. Og
svo dettur mér í hug þessi rödd
sem heyrist svo oft í fjölmiðlun-
um og hljómar eins og rödd ein-
hvers grínleikara sem er að
reyna að herma eftir Halldórí
Laxness.
— Trúirðu á þennan mann?
— Já, auðvitað. Maður sem
kann á málið er enginn venju-
legur fretkarl.
Hamhleypa
— Thor er hamhleypa. Það
gengur undan honum, sama að
hverju hann gengur. Hann skar-
ar alis staðar fram úr, það ber
alltaf mest á Thorsaranum
blandi hann sér í hóp, sagði kon-
an sem hér að framan sagði að
hann kæmi sér ævinlcga í gott
skap þegar hann birtist. — Hann
hrindir af stað umfangsmikilli
undirskriftasöfnun og það tekur
hann enga stund að láta þúsund-
ir manna skrifa undir plagg; það
var hann og Einar Bragi vinur
hans sem stoppaði þessa aðför
ríkisstjómarínnar að tónlistar-
menntun í landinu um daginn.
Hann lætur hjólin snúast, kemur
á fót bókmenntaþingi, fær hing-
að útlend frægðarmenni til að
hjálpa innlendum bókmennt-
um, hrindir af stað kvikmynda-
hátíð; það er Thor — stormsveip-
ur í vatnsglasi sem heitir ísland.
Ég vildi óska að hann gerði
meira af þvi að koma vitinu fyrir
pólitísku idjótin sem dag út og
dag inn ár eftir ár eru að gera
hér einhvem óskunda.
Thor vinnur menningu síns
lands gagn. Hann auðgar sitt
land. Honum hefúr aldrei dottið
í hug að beita sínum kröftum
öðmvísi.
Gaman þegar hann
skrifar í blftðin
Róttæka skáldið sem fyrr var
vitnað til sagðist njóta þess að
lesa blaðagreinar eftir Thor Vil-
hjálmsson.
— Þegar hann skrifar um
hversdagslega hluti er hann
skiljanlegur, efnið gefúr honum
ekki tilefni til að æða til
tunglsins. Hann hefúr skrifað
tvær bækur sem ég þykist skilja,
Foldu og Grámosann. Og svo
Kjarvalsbókina og ferðasögur.
Ég vildi að hann hefði skrifað
fleiri ferðaþætti, sá kann að drífa
mann með sér í ferð; manni líð-
ur eins og maður sjálfúr sé
heimsborgari.
Iþróttamaður og
skáld
Thor Vilhjálmsson er krafita-
karl, liðugur í júdó, sterkur og
úthaldsgóður hvort sem hann
leggur fyrir sig líkamlegt puð,
skemmtun í góðra drengja hópi
eða skriftir. Þegar gaus í Eyjum
1973 var hann kominn þangað
og mokaði vikri af húsþökum
við hlið annarra björgunar-
manna. — Karlinn er víkingur,
sama hvað hann gerir, sagði
ungur vinur hans og aðdáandi. —
En hann nýtur þess jafnframt að
láta ljós sitt skína og láta fólk
taka eftir sér. Eiginlega er það
merkilegt að hann skuli ekki
vera tækifærissinni svo eftir sé
tekið — það er ekki fyrr en nú
þegar hann er orðinn sextugur
að mönnum finnst skylt að
kaupa bækur hans. Framundir
þetta var hann ungur og upp-
rennandi, kallaður ungskáld
framundir fimmtugt.
Fari hann í langt,
langt ferðalag
Ungur kvikmyndagerðarmað-
ur lét ekki hafa sig í að segja
neitt fallegt um Thor.
— Thorsarinn! sagði hann —
fari sá karl í langt, langt ferðalag.
Hann er sá maður sem gengið
hefúr hvað ötullegast fram í að
hrekja allan almenning burtu frá
bókmenntunum og raunar öllu
listalífi í þessu landi. Hann er
svo hátíðlegur, svo uppskrúfað-
ur, fúllur með orðagjáífúr.
— Er hann ekki heimsborgari
og fer þess vegna í taugamar á
þér?
— Heimsborgari! Hann Thor!
Hann er sami smalaklápurinn og
við hin, hann er sveitadurgur
líka, bara öðruvísi klápur og má
því þola spott og spé. En mér
finnst að hann eigi að fara í langt
ferðalag og skrifa svo um það.
Hann er góður í ferðasögunum.
Aldrei selt bók
— Það er alveg voðalegt með
hann Thor, sagði bókelskur at-
hafiiamaður á hægri væng ís-
lenskrar pólitíkur, maður sem
sjálfúr skrifar bækur þegar sá
gállinn er á honum, — hann Thor
hafði aldrei selt bók fyrr en í
fyrra að blöðin æstu fólkið til að
kaupa þennan Grámosa. Hvern-
ig skyldi það nú koma í hausinn
á honum aftur? Hann mun aldrei
framar selja skruddu. Hann er
búinn að vera. Norðurlanda-
ráðsverðlaunin? Ætli hann reyni
ekki að helga sér einhvem stein
til að búa í það sem hann á eftir.
Síðasti ræðumaður játaði það
raunar að af pólitískum ástæð-
um væri aér ekki hlýtt til
skáldsins. Thor tekur æði oft
málstað vinstrimanna og þeir
hafa alla tíð eignað sér hann.
ötull að skrifa
Bækur Thors em orðnar
eitthvað á þriðja tuginn og þýð-
ingar bætast svo við. Hann hefúr
þýtt skáldsögur og leikrit, jafh-
vígur á mörg tungumál. Afköst
hans eiga sér vitanlega skýringu
í þreki mannsins, lifandi anda og
vinnusemi. En líka því að ætli
rithöfúndur á íslandi að vinna
sér inn laun sem em lægri en
lægstu lágmarkstekjur, þá verð-
ur hann að standa sig á vaktinni,
fara vel með sinn tíma, gefa út
þegar færi gefst. Margrét
Indriðadóttir, til skammst tíma
fréttastjóri hljóðvarpsdeildar
Ríkisútvarpsins hefúr væntan-
lega verið kjölfestan í efnalegri
afkomu þeirra hjóna. Hún hefúr
gert manni sínum kleift að
skrifa.
— Hann skrifar allt of mikið
hann Thor, sagði bókmennta-
skríbent eins dagblaðsins í
Reykjavík. — Hann er sífellt með
blýantinn á lofti, krotandi út
þessar stílabækur sínar, hend-
urnar á honum em farnar að
kreppast af þessu krampataki
um ritföng. Hann er kominn
með fingur eins og Laxness.
Þessum manni til huggunar
getum við skýrt frá því að nokk-
uð mun síðan sá orðmargi með
Norðurlandaverðlaunin fékk sér
tölvu.