Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 10

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 10
Hvar eru f riðarsamtökin? / Ahugaleysið á stríðinu 1 Afghanistan er stórhneyksli, segir breski rithöfundurinn og sósíalistinn Doris Lessing Við landamæri Pakistan og Afghanistan dvelja nú 5 milljónir Afghana sem hafa flúið átökin heima fyrir. Doris Lessing rithöf- undur ferðaðist nýlega um þetta svæði og hefúr skrifað bók um það ferðalag. Það er ófögur mynd sem hún dregur upp af ástand- inu þar. Helmingur allra 10 milljóna flóttamanna í heiminum er Afghanar sem hafa brðið að flýja heimili sín vegna inn- rásar Sovétmanna í Afghan- istan og baráttu frelsissveita gegn innrásarliðinu. Neyð afghanska flóttafólksins er átakanleg í flóttamannabúð- um í Pakistan. Skortur á mat- vælum, ly^um og fatnaði er stóryandamál í flóttamanna- búðunum og meira en 60 prósent bama í búðunum ^deyja fyrir flmm ára aldur. Hvers vegna sýnum við þess- um vanda engan áhuga? Hvar em friðarhreyfingarn- ar nú? Þessara spurninga spyr breski rithöfundurinn Doris Lessing í nýrri bók sinni, „að hrópa upp í vindinn", sem kom út síðaslið- ið haust. Lessing hefur heimsótt flóttamannabúðir í Pakistan og rætt við marga skæruliðafor- ingja Afghana um ástandið. Eins og að hrópa upp í vindinn „Það er mjög undarlegt og það finnst engin ein skýring á því hvers vegna áhuginn fyrir vandamálum Afghanistan er svo lítill á Vesturlöndum," sagði Doris Lessing í viðtali við sænsku fréttastofúna TT nýver- ið. Lessing segir bænahróp afgh- önsku þjóðarinnar um hjálp heyrast jafh illa á Vesturlöndum og orð þess sem hrópar upp í vindinn. „Vindurinn blæs orð- unum burtu,“ segir hún. „Ég hef boðið flestum stærstu dagblöðum heimsins greinar frá heimsóknum mínum til flótta- mannabúðanna í Pakistan, en enginn hefúr viljað birta þær,“ segir hún. Ekki eitt einasta blað í Evrópu sýndi áhuga á greinun- um. í Bandaríkjunum var aðeins eitt blað sem birti eina grein frá ferðum hennar. Þess vegna ákvað hún að safna greinum sín- um í bók og viðtökurnar hafa verið betri, segir Lessing. Hvers vegna hafa fjölmiðlar lítinn áhuga á að fjalla um Afghanistan? Hvers vegna er áhugaverðara að skrifa um eina Dorls Lessing er ómyrk í máli í garð Vesturlandabúa vegna áhugaleysis þeirra á stríðinu í Afghanistan. milljón svertingja í Afríku sem þjást heldur en eina milljón Afghana sem þjást engu minna? Sýna Vesturlönd Afríku kann- ski meiri áhuga vegna gamallar sektarkenndar sem þau þjást af vegna illrar meðferðar nýlendu- þjóðanna á Afríkumönnum? Doris Lessing hefúr sínar eig- in kenningar um þetta: „Það er auðveldara að hafa samúð með hjálparvana svörtu barni en þjóð sem berst,“ ályktar hún. „Auðvitað eigum við að sinna vandamálum Afríku, en við meg- um ekki gleyma Afghanistan. Flóttafólkið fær enga menntun Á ferðum sínum um flótta- mannabúðirnar í Pakistan gerði Doris Lessing sér grein fyrir því að heil kynslóð afghanskra barna fær enga menntun, heil kynslóð menntamanna er í raun horfm og konur eru innilokaðar eins og fangar eða dýr í flótta- mannabúðunum. Þær verða að bera andlitsblæjur, þær fá litla sem enga læknisþjónustu og verða að horfa vanmáttugar upp á börnin sín deyja. „Af hverju er enginn sem mótmælir þessu ástandi?" spyr Lessing. Það eru aðeins um 300 læknar í flótta- mannabúðunum við landamæri Pakistan og Afghanistan og þeir eiga að þjónusta hátt í 5 milljón- ir flóttamanna. Sjúkrarúm fyrir konur eru aðeins 200 talsins í öllum flóttamannabúðunum. Doris Lessing er yfirlýstur sósíalisti, en hún hefúr hlotið gagnrýni margra vinstrihreyf- inga, sem segja hana afturhalds- segg fyrir það að hún gagnrýnir undanlátssemi Vesturlanda gagnvart Sovétríkjunum. Lessing segist alls ekki vera hliðholl Bandaríkjunum þótt hún sé lítt hrifin af Sovét. „Ég trúi ekki þeim sovéska áróðri að þeir þykist ætla að draga heri sína til baka ffá Afghanistan. All- ir Afghanir vita líka að þetta er bara áróður til að slá ryki í aug- un á Vesturlöndum," segir Doris Lessing. „Ég er hins vegar sannfærð um að Sovétríkin eru viðkvæm fýrir gagnrýni og þrýstingi utan frá. Þess vegna verða ríkisstjórn- ir Vesturlanda og fjölmiðlar að taka alvarlega á þessum málum. Við verðum að láta til okkar taka, þótt það virðist vonlaust," segir hún. „Sagnfræðingar framtíðarinn- ar munu undrast stórum hvern- ig Sovétmönnum hefúr tekist að fá heiminn til að snúa sér undan og láta sem stefna þeirra og þjóðarmorð í Afghanistan sé ómerkilegt mál,“ segir Doris Lessing. - TT 10 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.