Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 26

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 26
Spiselappen er vinsæll veitlngastaður - líka utan Kristjaníu. grundvallarlýðræðisHugmynd- um án píramítafyrirkomulags- ins.“ — Hvemig virkar þetta í reynd? „Kristjaníu er skipt upp í niu umdæmi og hefiir hvert þeirra sitt ákveðna verksvið; hreinsun- armál, húsaleigumál o.s.frv. Einu sinni í mánuði er svo haldinn sameiginiegur fúndur þar sem umdæmisfúlltrúar koma saman ásamt fúlltrúum atvinnufyrir- tækjanna en eins og íbúarnir greiða þau sín gjöld í okkar sam- eiginlega „ríkiskassa". Þessir fúiltrúar taka síðan ákvörðun um í hvað veita þurfi fé umfram annað. Sorpstöðin þarf kannski nýtt brennslutæki eða útvarps- stöðin nýjar græjur. Úr „ríkis- kassanum" eru líka greidd laun til þeirra sem vinna í stofhunum okkar, á bamaheimilinu, skóla- dagheimilinu, útvarpinu o.s.fiv. Allar mikilvægustu ákvarðanir eru svo teknar á allsherjarfúndi allra íbúanna. Þeir fúndir em haldnir eftir þörfúm og getur tilefnið verið samskipti Kristjan- íu og yfirvalda, yfirgangssemi rokkaranna eða eiturlyfjasala á svæðinu." — Er eiturlyfjavandamál í Kristjaníu? „Meðal Kristjanítanna er það örugglega miklu minna en geng- ur og gerist annars staðar. En við höfúm aldrei farið leynt með að við eram fylgjandi frjáisri hassneyslu — og hass er ekki eiturlyf. Meðan hassið er óleyfilegt hafa skapast vandræði af siíkri sölu hér á svæðinu og væri nær að leyfa það eins og Hollendingar haf'a gert. Við ger- um hins vegar stóran greinar- mun á hassi og sterkum efnum 26 VIKAN eins og heróíni, kókaíni, amfeta- míni og slíku, enda hefúr okkur íbúunum nú tekist að koma sölu þessara efna út úr Kristjaníu og það eram við mjög ánægðir með. En vandamál og vandamál — auðvitað era þau fyrir hendi hér sem annars staðar hvort sem þau stafa af eiturlyfjum eða ekki. Við höfúm því okkar „vandamálaskrifstofú" sem reyn- ir nð leysa vandann, t.d. með því að koma einstakiingum í sam- band við einhver samyrkjubú úti á landi þar sem þeir eiga kost á að dvelja um sinn til að byggja sig upp aftur." — Hvað finnst þér um mál- flutning fjölmiðla um Kristjan- íu? „Málflutningur pressunnar sérstaklega er alveg ótrúlega lit- brigðasnauður. Annaðhvort er Kristjanía algjört rasfabæli sem þyrfti að tortíma hið bráðasta eða þá að Kristjanía er hið ídeal- íska samfélag þar sem öll heims- ins vandamál hafa verið leyst og allir lifa í sátt og samlyndi. Sem- sagt svart eða hvítt. Að sjáif- sögðu era báðar þessar staðhæf- ingar rangar og báðar jafn skað- legar. Það vantar allt raunsæi og aila heiðarleika í svona firétta- flutning. En það þýðir víst ekki að fara fram á slíkt þegar blöðin berjast um markaðinn og æsi- fréttir selja en hrútleiðinlegar staðreyndir ekki. Raunveraleikinn hjá okkur Kristjanítum er sjáifsagt ósköp svipaður og hjá öðra fólki og áform pólitíkusa um að ryðja svæðið er auðvitað engin lausn á þeim vanda sem utanaðkom- andi tólk a mestan þátt í aó skapa hér. Ekki ffekar en hægt væri að rústa öðram hlutum Kaupmannahafhar, eins og t.d. Vesturbrú þar sem mikið er um eiturlyfjasölu, vændi, rán og önnur félagsleg vandamál. En af því Kristjanía er opið svæði og framtíð hennar óviss þá kemur hingað alls konar fólk sem les í blöðunum að hér geti það flipp- að út og gert það sem það vill — löggan hvergi nálæg. Kristjaníubúskapurinn var á sínum tíma kallaður „félagsleg tilraun" og nú hafa þingmenn borgaraflokkanna og fleiri ákveðið að sú tilraun hafi mis- tekist. Ég er algjörlega ósam- mála og því til staðfestingar má nefha allt það athafhalíf sem hér fer fram og gengur prýði- lega auk þeirra atvinnutækifera sem skapast hafa eða um þrjú hundrað talsins. Við höfúm líka endurnýjað margar byggingar fyrir eigið fé, þó fjöldinn allur sé eftir. Hér er nokkuð um friðuð hús sem kostar milljónir að gera upp og við það þyrftum við hjálp hins opinbera. En bara ef við fengjum að vera í ffiði fyrir öllum utanaðkomandi ofbeidis- seggjum þá kæmist hér á jafh- vægi og ekki ótrúlegt að aftur fjölgaði í þessu litía samfélagi." Ole er sár yfir hvernig ímynd Kristjaníu hefúr verið eyðilögð enda sannur Kristjaníti í þrettán ár. Hann hafði unnið á sam- yrkjubúi fyrir utan Kaupmann- ahöfn sem Ieystist upp og kom þa tif borgartnnar, fékk vinnu á pósthúsi en vantaði húsnæði. „Dag einn var ég á labbi hér í Kristjaníu og hitti stepu sem ég kannaðist við og benti hún mér á herbergi sem ég gæti fengið. Síðan hætti ég í pósthúsinu og fór að vinna sem bakari í bakar- íinu hér. Næst var ég verslunar- maður, svo vann ég um tíma á Musikloppen og loks fór ég að vinna hér á reiðhjólaverkstæð- inu. Já, og einhvern tímann í millitíðinni var ég með í að gera heimildarmynd um Kristjaníu. Og svo hef ég líka verið að leika arkitekt, teikna hús. Við eram til dæmis að stækka og breyta verk- stæðinu hér eftir minni teikn- ingu. Þá fáum við heilan glugga- vegg með birtu, útsýni og sólar- varma í staðinn fyrir dimmuna og kuldann í þessum litla skúr. Launin? Þau eru misjöfh, svona 4—5000 (d.kr.) á mánuði. Annars era launin mun hærri á sumrin en á veturna eins og gefur að skilja. En ég er alveg ánægður með mín laun, hef mitt 60 fim herbergi og það sem ég þarf. Ég þarf ekki að vinna í rút- ínu ffá átta til fimm ffekar en ég vil og get tekið mér mánaðarffí til að gera eitthvað annað, líka þegar ég vil. Þetta er mér meira virði en að geta keypt mér stór- an bíl eða dýrar græjur. Húsa- leigan er 400 krónur en það sem við kölh’.n húsaleigu er raunar aðeins sú upphæð sem þarf til að greiða rekstrarkostn- að af húsnæðinu; skorsteins- hreinsun, nauðsynlega endur- nýjun, vatn og rafmagn." — Hvernig vildir þú sjá Krist- janíu eftir fimm ár eða svo? „Hmmm... þessi er svolítið lúmsk," segir Ole og klórar sér í kollinum. „Ég ætla nú ekki að fara að fantasera með einhverjar óraunhæfar draumsýnir, svo ég byrja bara á smámálunum. Ég gæti vel hugsað mér að hér yrðu sett upp götuljós og að fyllt yrði upp í holurnar í götunum. Svo vildi ég gjaman að okkur tækist sem fyrst að greiða upp vatns- og rafmagnsreikning okkar til varnarmálaráðuneytisins og sýnt fram á að við eram borgun- armenn fyrir þeim hlutum eins og aðrir. Þannig verðum við líka óháðir yfirvöldum og þar með sjálfstæðari. Ég gæti sannarlega þegið að sjá alla glæpaflokka upprætta hér á staðnum og yfir- leitt öll stærstu vandamál leyst. Og þetta er ekki bara óskhyggja, með markvissu átaki væri hægt að komast áleiðis í þessa átt hér. En síðast og ekki síst vona ég að við fáum að búa hér áffam í friði og að dönsk yfirvöld sjái að sér og gefi okkur raunhæft tækiferi til að þróa þetta litla ríki okkar samkvæmt eigin uppskrift." Og svo tók Ole sér frí og labb- :;ði með okkur um þorpið, íbúð- arhverfið og græna svæðið — gamla, volduga hjólið beið síns tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.