Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 35

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 35
Smásaga eftir Halla Teits Jósep í Túni fór variega niður grýtta og bratta brekkuna og studdist við göngustaf sinn. Þetta var hans daglega ferð. Hánn kom ævinlega eftir hádegislúrinn sinn niður hjá Möti, en hann bjó í hoitinu fyrir ofan bæinn. Hann haltraði íramhjá símstöðinni, fór fyrir Itornið á Heklu, tvilyftu tvímáiuðu inisi sem hafði gegnt margþættu híutverki í tilveru okkar í þessu iitla sjávarplássi. Hann fór fram á kampinn og litaðist þar um skarnma stund en hélt svo áfram niður á bryggjuna. Það voru nokkrir aldraðir menn á I.unda- vogi sem fóru svipaða riitu daglega. Þeir voru vörður dagsins í okkar augum ogsann- arlega skiptu þeir ntáli í daglegu lífi okkar. Hæg ferð þeirra úr ýmsurn áttum í plássinu var eins og ferð sandkornanna í stundaglasi, hvert þeirra átti sér sinn stað og stund. hað snérist ailt um höfitina. Það var langt síðan kaupfélagsbúðin lagðist af sem sam- komustaður okkar. Nú hittumst við ncðst á gömlu bryggjunni við suðurenda bryggju- hússins og stóðum þar í skjóli fyrir norðan- og norðaustannæðingnum og ef hann var á vestan fórum við inn í bryggjuhúsið. Skammt ofan við bryggjuna stóð kaup- félagshúsið sem hafði líka verið íbúðarhús faktora staðarins í fyrri tíð. Það var gamalt timburliús með bárujárnsklæðningu og aðeins ofar var búðarlanginn sem var löng tvílyft vörugeymsla ævinlega kölluð Lang- inn og var helmingi eldri en versiunarhúsið. Begga litla skaust eftir mölinni niður kampitin og inn í búðina. Hún var vinnu- kona á heimili Hailbergs kennara. Það var erfitt að geta sér til um aldur Beggu litlu, hún gat verið hvar sem var á miili fimmtugs og sjötugs. Pínulítil, örsnör í hreyfingum með þunnt hárið í einum mjóum tíkar- spena. Hún var tannlaus í báðum gómum og innfallið andlitið samanherpt og hrukkótt og fætumir hringlaga. Hallbergur kennari og María konan hans og tveir synir þeirra bjuggu í Skor, vönduðu steinhúsi sem stóð í litlu verpi undir kletta- beltinu sem hringaði sig um meginbyggð- ina. Þar fyrir ofan var holtið, þar sem faein gömui býli voru og nýja hverfið. Hallbergur kom að sunnan, iærður kenn- ari og reyndar lærður söngvari líka. Hann hafði stundað söngnám í Reykjavík og síðar í Kaupmannahöfn þegar hann ungur maður fór þangað til náms í tréskurði enda hafði hann frábærlega listrænt handbragð. Jafii- framt tréskurðarnámihu lærði hann söng en fátækt hamlaðí þvt að hann héldi áfram söngnáminu en hann söng mikið í plássinu okkar. Hann var sjálfsagður forsöngvari og kórstjóri hvenær sem á þurfti að halda. Hann hafði djúpa og sterka rödd sem var ai- veg í samræmi við stóran og kraftalegan skrokkinn. Upphaflega var hann fenginn til þess að framkvæma endurbætur á gömlu trébryggj- unni. Hann hafði þá um skeið unnið við ýmsar smíöar á sutnrin og þá einna helst við bryggjusmíði. Hann hafði gott orð á sér fyrir haéfni og vandvirkni. Það varð svo að ráði um haustið að hann tæki að sér kennslu viö barnaskólann í forföllum Björgvins kennara sem hafði fengið berkla og var lagðúr inn á Vífilsstaði og lá þar í rúmt ár áður en hann kom austur aftur. Þá var orðin íúll þörf fyrir tvo kennara og hafði reyndar verið lengi. Þeir tveir héldu áfram kennslunni næstu árin eða þar til Þóra t Miðhúsi bættist við. Fyrst eftir að Hallbergur kom á Lundavog var talað um að eitthvað væri á milli hans og Möggu Ármanns, en hvað svo sem því olli v;trð ekkert úr því og hann kynntist Maríu ljósmóður skömmu eftir að hann hóf kennsluna. Hún var ung og myndarleg stúlka, smávaxin, bráðrösk og alveg ótrú- lega hjólbeinótt þannig að lá við bæklun án þess þó að það háði henni neitt þvt' hún fór ekki hægar um en hinar ungu stúlkurnar. Þau giftu sig og eignuðust tvo syni sem þau settu báða til mennta í menntaskóla fyrir sunnan. María var Ijósmóðir okkar og hafði verið ftá unga aldri. í fyrstunni fylgdist hún með og aðstoðaði móður sína, sem þá var ljós- móðir, en nam síðan Ijósmóðurfræði fýrir sunnan og tók við af móður sinni, sem lést á miðjum aldri. Elías gamli faðir Maríu var enn á lífi orð- inn háaldraður og hafði verið öryrki í nær tuttugu ár eða allt frá því hann fékk heila- blóðfall við vinnu sína í fiskverkunarhúsinu einn góðviðrisdag; hneig niður sem dauður væri og lamaðist verulega og varð nær alveg mállaus. Þegar hann komst á fætur á ný eftir langa legu smáhjarnaði hann við uns hann gat komist á ferðina, drattaðist um og dró á eftir sér fótinn, gaf frá sér ömurleg hljóð sem áttu að heita tal og brosti skörðóttum tönnum í sífellu. Hann var á sinni hægu ferð alla daga, jafht vetur sem sumar, heimsótti heimilin í þorpinu í óskipulegri röð en eng- inn amaðist þó við honutn. Hann hafði jú verið duglegur og góður verkmaður á sinni tíð hann Elías en orðið fyrir þessu ömurlega áfalli, var lifandi dauður í samfélaginu. Kon- an hans hét Sigríður og hugsaði um hann t 15 ár en þá féll hún frá mjög skyndilega. Það varð ekki séð að gamli maðurinn skildi þetta áfall sitt, að missa svona skyndilega at- hvarfið. María tók við honum og hann átti heimili þar æ síðan. Það var ekki af þvt að hún vildi hafa hann. Síður en svo, en um annað var ekki að ræða, hún gat hvergi ann- ars staðar komið honum fyrir. Við horfðum á Beggu litlu þar sem hún tiplaði niður brekkuna fyrir framan kaup- félagið og skaust léttstíg upp tröppumar og hvarf inn í búðina. Við vorum hugsi stutta stund en þá sagði Pétur pakk einmitt það sem við vorum flest að hugsa: - Hún er létt á sér kerlingin - enda léttbyggð! Pétur Pétursson eða Pétur pakk eins og hann var venjulega nefndur var pakkhús- stjóri kaupfélagsins, miðaldra maður með mikið svart hár og fíngert yfirvararskegg, ávallt klæddur jakkafötum þótt svo það væri ákaflega óþægilegt vegna þess að vinnan hans var ekki alltaf svo hreinleg. Pétur var snyrtimenni mikið og gætti þess vandlega að óhreinka ekki fötin sín og stöku sinnum fór hann í samfesting, en úr jakkanum fór hann aldrei heldur tróð sér í samfestinginn utan yfir jakkann og stóð svo gjarnan kóf- sveittur að verkinu og átti það til að hamast meira en aðrir, sérstaklega ef það var erfitt og einhverjir horfðu á. Pétur í pakkhúsinu var af gamalgrónum ættum t Lundavogi og nágrannasveitunum. Hann hafði starfað í pakkhúsinu ffá ungl- ingsárunum. Staður hans á þessu annríkis- svæði, höfninni og næsta nágrenni, var í dyr- um pakkhússins á hellunni ofan við brattar tröppurnar. Þama hafði hann góða yfirsýn yfir það sem var að gerast, sá vel niður á bryggjuna og ef rnenn vildu ræða við hann þá stóðu þeir fyrir neðan tröppurnar og litu upp til hans en færðu sig stðan upp tröpp- urnar ef tilefiii gafet til. - Mér er það minnisstætt þegar Begga kom í plássið, sagði Axel sonur Gunnars gjaldkera okkur eitt sinn. Ég hef þá verið á áttunda árinu og Jói, sem var yngri sonur þeirra Hallbergs og Maríu, ekki nema fimm ára. Ég kom heim til þeirra og bankaði á úti- dyrnar eins og ég var vanur. Þetta var vor- morgun í góðu veðri. Þegar hurðin laukst upp birtist mér þessi fúrðulega kona. Hún var rétt á hæð við mig og ég hef nú aldrei hávaxinn verið en andlit hennar var gamalt. Hún var þá orðin aiveg eins í útliti og hún var alla tíð síðan til síns dánardægurs. And- litið var hmkkótt og innfallið því hún var orðin tannlaus og ekki hafði þótt ástæða til þess að hún fengi gervitennur. Mér brá verulega og varð hálfsmeykur en hún spurði mig hvað ég vildi. Ég spurði eftir Jóa og þá snéri hún inn aftur að sækja hann og baksvipurinn á henni var alveg óborganleg- ur. Ég hafði aldrei séð svona hjólbeinótta manneskju nema ef vera skyldi Maríu ljós- móður. Það var eins og fæturnir, sem stóðu niður undan pilsfaldinum, kæmu úr sitt- hvorri áítinni. - Ég get varla sagt að ég hafi nokkum- tíma kynnst henni neitt að ráði, hélt Axel áfram. Hún var alla tið afskiptalaus gagnvart umhverfinu, sinnti sínum störfúm svo vel sem hún gat og var á þeytingi allan daginn langt ffam á kvöld nema svosem klukku- stund um miðjan daginn, þegar hún lagði sig og sofnaði í litlu kytmnni sinni t kjallara hússins. Hún kynntist lítið fólkinu í plássinu og hún tók aldrei þátt t bæjarslúðrinu og lagði ekki illt til nokkurs manns. Ef hún gat ekki sagt éitthvað gott um fólk þá þagði hún. Það mátti segja að Begga tæki við heimil- inu fljótlega eftir að hún kom. Umdæmið sem María ljósmóðir þjónaði var stórt og illt yfirferðar og allar ferðir tafsamar og erfiðar því y'fir stór vötn var að fara og einhver varð að vera heima að gæta bús og barna. Svo var það líka hitt að Martu var ekki gefinn neinn sérstakur húsmóðurhæfileiki. Það var nokk- uð augljóst að hún hafði takmarkaðan áhuga fyrir heimilisstörfúm svo ekki sé meira sagt. 34 VIKAN En hún var mikil dugnaðarkona og gerði það sem henni bar að gera en þótti ágætt að hafa Bcggu litlu til þess að annast matar- gerð, þjónustu og þrif. Þetta allt gerði Begga með mestu ágætum svo heimilið var hreint og fágað svo sem það hafði reyndar líka verið þegar María sá um það eln. En hvemig stóð á því að Begga kom til Haiibergs og Maríu? Jú, hún var arfúr eftir foreldra Hallbergs. Hann var bóndasonur vestan af Ströndum og þar hafði Begga verið frá bamæsku hjá foreldrum hans, sem tóku hana að sér þá smábam, en foreldrar hennar vom bláfátæk með barnahóp. Foreldrar Hallbergs vom gildir bændur. Þau áttu sjö böm en hvemig sem á því stóð hafði alltaf verið um það talað að Begga myndi flytja til Hallbergs þegar þar að kæmi. Sjálfeagt var það vegna þess að hann virtist alla tíð vera í mestu uppáhaidi hjá henni af börnunum. Þegar foreidrar Hallbergs vom bæði fallin frá var ekki hikað vlð að senda hana til hans og Begga lét sér það vel líka. Hcimili Hallbergs var um margt nokkuð sérstætt. Hann komst mjög vel af þar sem hann hafði fasta vlnnu við kennsluna allt árið og þar að auki mikla vinnú við smíðar. Honum féll helst aldrei verk úr hendi. Svo bættust Ijósmóðurlaun Maríu við hans og heimilíð var ekki stórt, aðeins drengimir tveir, Begga og þau hjónin. Samt ríkti þar al- veg óvenjulega mikiil sparnaður á öllum sviðum. Matur var svo strangt skammtaður að drengimir vom sísoltnir. Sveinn smiður, sem hafði unnið mikið við smíðar með Hallbimi í gegnum árin, hafði tiltæka skýringu á þessari fádæma sparsemi Hallbergs. Þegar Hallbergur var ungur mað- ur við kennaranám og stðar bæði smíðanám og söngnám erlendis hafði hann orðið að kosta sig sjálfúr að öllu leyti. Þótt svo að for- eldrar hans kæmust mjög vel af og byggju rausnarbúi lögðu þau þó ekkert til náms hans ffemur en hinna bamanna. Heimili þeirra var stórt og þurfti á öllu sínu að halda og bömin urðu sjálf að kosta þá menntun sem hugur þeirra stóð til. Þá varð Hallberg- ur að horfa í hvern eyri sem hann aflaði og þetta hafði svo fylgt honum æ stðan. Begga litia fékk aldrei nein laun hjá Hali- bergi öll árin stn þar. — Hafðirðu þá aldrei neina peninga handa á miili? spurðl ég Beggu litlu eitt sinn þcgar við sátum á stórri steinhellu sem var í garðinum heima hjá þeim. Hún var þá orðin svo sjóndöpur að hún rétt greindi mun dags og nætur. - Jú, ég átti oftast einhverja smáaura. Ég vann mér stundum fyrir dálitlum pening- um. Oft gætti ég bama, það kom fyrir að ég fór í flsk og svo tók ég einstaka sinnum þvotta og hrelngemingar. Þetta fékk ég ævinlega borgað, kannski ekki mikið en þó alltaf eitthvað. - Safnaðirðu þessum peningum? - Nei, ég keypti bækur fyrir þá. Það var ekki um annað að ræða heldur en nota þá strax. Það var ekki að vita hvað hefði orðið um þá ef hann Halibergur hefði vitað af þeim lausum hjá mér. - Hefði hann tekið þá af þér? - Kannski ekki, en það reyndi aldrei á það. - En hvers vegna keyptirðu bækur? - Til að lesa þær, drengur, hvað annað heldurðu? - Og lastu þær? - Ég ætlaði að lesa þær þegar ég hefði tíma, þegar ég væri orðin gömul. - Og lastu þær? - Nei, þá var sjónin farin. - En þú átt hækumar ennþá. - Já, og læt þær aldrei frá mér. Það má kannski spyrja hvað blindum skat bók, en þetta eru minar bækur og svo er lesið úr þeim fyrir mig, þú sjálfúr til dæmis og hann Arnar og stundum hann Guðmundur hérna í Móti þegar hann færir mér flatbrauð með hangikjöti. - Hvar fékkstu bækumar? - Auðvitað hjá honum Jens skóara, hvar hefði ég svosem átt að fá þær annars staðar. Jens skóari bjó í Herpi en það var mjög lítið hús sem hann hafði holað niður á smá- skika milli tveggja lóða. Menn höfðu strax geflð húsinu nafnið Herpi vegna þess hversu mjög herpti að því með pláss og hússins hans Hallbergs. Hún hafði safnað þessum bókum í gegnum árin til þess að lesa þær þegar hún hefði tíma. En það var bara aldrei tími fyrr en hún hætti að sjá til að lesa. Hennar veraldlega góss fyrir utan bæk- urnar var ekki annað en dúnsæng og svæfill sem hún hafði í farangri sínum að vestan. Fatnað áttí hún rétt til skiptanna svo hún gæti þvegið af sér. Daglega klæddist hún dökkum hálfeíðum kjól með stóra svuntu með vasa sem hún geymdi lyklana sína í og í þunnri slitinni golftreyju þegar hún fór í búðina en kápu átti hún ekki lengi vel og reyndar ekki fyrr en Sveina á Hamri, kona Gunnars gjaldkera í kaupfélaginu, gaf henni kápu til að klæðast t þegar hún þurfl eitt- hvað út fyrir. - Þetta var gömul kápa af henni mömmu heitinni, sagði Sveina. Eg tók hana alla upp og minnkaði einhver ósköp og þó var hún mamma sáluga ekki hávaxin kona. En kápan för ekki illa á henni Beggu litlu eftir lagfær- inguna. lært skóviðgerðir austur á Núpsfirði. Hann var ekki vel Minn til erfiðisvlnnu vegna bæklunar, hann var með klumbufót og hafði Jens komst sæmilega vel af og ekki síst eftir að hann fór að selja bæði nýjar og gamlar bækur, Og þama stóðu þessir þrír kassar af bók- um til lítils gagns. Þetta var afrakstur ævi- starfe þessarar smávöxnu konu sem hafði unnið hörðum höndum allt sitt líf. Hvað myndi svo verða um þessar bækur þegar hún félli frá? Það voru áreiðanlega ekki margir sem veltu vöngum yfir því, þetta var ekki sá auður að máli sklpti. - Hver á svo að fá bækumar, Begga? spurði ég. - Hver ætli svosem vilji þær! Vilja nokkr- ir bækur nú til dags? Það eru allir að horfa á sjónvarpið! - Eitthvað verður nú að gera við þær. - Mér þætti ekki verra að telpumar hans Arnars fengju þær, sagði hún. Ævintýrin skc helst í bókunum og það er ekki alitaf svo miklð umleikis hjá kvenfólkinu þó það fari sjálfeagt batnandi. Bækurnar eiga alténd sinn eigin heim. - Fórstu ekki að lesa bækurnar þegar þú fannst að sjónin fór að dofha? - Það var ekki tími þá, sagði hún heldur önugiega. Heimilið þurfti síns með. - En kvöldin? Hún svaraði þessu ekki. Það var svo aug- ljóst að kvöldin væm til svefhs og hvíldar. Þrír pappakassar fúlllr af bókum stóðu á gólfinu í herbergiskytrunni hennar í kjallara var ævinlega snyrtilega klædd og hrein og rytjulegt hárið vel greitt í eina mjóa og rýra fléttu. Hendur hennar vom krepptar, bakið bogið og hún var mjög hjól- beinótt eins og María. í snjó og krapa notaði hún gamla gúmmískó af strákunum, slitna og götótta; hún átti ekki vaðstígvél, en inni- skó úr skinni fyrir þurrt veður. Eitt sinn spurði ég Amar í Mörk um kynni hans af Beggu litlu. Arnar kom á sínum tíma frá Reykjavík að Firði til Steindórs og Amalíu. Það hafði verið eitthvert reiðileysi á honum og hann átti að vera í Firði árlangt, en það fór svo að hann staðfestist þar frá fimmtán ára aldri uns hann fór að vinna fyrir sér á Lundavogi, rétt undir tvítugu. Ilann bjó fyrstu árin í verbúðinni en flutti svo í herbergi hjá Gunnari og Sveinu og síðar kvæntist hann Jóhönnu dóttur þeirra og byggði hús við hliðina á tengdaforeldmn- um. Þetta hús nefndi hann Mörk og það varð réttnefiii því þau hjónin vom ákaflega samtaka í að rækta garðinn sinn og þar varð með tímanum mikill trjá- og blómagróður. Amar stundaði sjómennskuna af Hfi og sál og átti um árabil trillu en keypti síðar stærri bát og rak ábatasama útgerð. - Hún var einmana sál, anga kerlingin, sagði hann. Ég kynntist henni aldrei mikið. Það var ekki hægt. Hún hleypti engum að sér og reyndi ffemur en hitt að láta svo sem hún væri ekki almennileg, væri jafnvel van- gefin. Én það var nú síður en svo að hún væri það og hana langaði þessi ósköp að vita meira en það var bara enginn tími til þess. Hún var alltaf að allan daginn frá morgni langt fram á kvöld. Hann Eltas var henni ákaflega erfiður. Hann var svoddan aumingi og hún svona skelfing smávaxin. Þegar hann var verstur var hann rétt eins og bleyjubam, anga karlinn. - Var farið illa með hana hjá Hallbergi? - Nei, það held ég alls ekki. Hún vildi þetta sjálf, viidi gera allt sjálf. Allir á heimil- inu treystu á hana og þannig held ég að hún hafl viljað hafa það. Ég man að Björg í Móti kallaði hana alltaf fáráð en hún þekkti Beggu ekki svo vel. Hún var oft svöng. Það sagði hún mér sjálf. Hallbergur skammtaði naumt VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.