Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 44

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 44
 Ragnar Lár: Raupað egnssad Asskotinn Pétur heitir maður og býr á Gautlöndum í Mývatns- sveit. Eins og fleiri í þeirri sveit er Pétur félagslyndur og vel liðinn sómamaður. Mörg skondin setning er eftir Pétri höfð enda mað- urinn fljóthuga og góður ambögusmiður. Eitt sinn var Pétur staddur í afmælis- veislu á Geiteyjarströnd. Þetta var að sumarlagi, nóttin björt og dögg á grasi. Að gömlum og góðum sveitarsið gengu karlar út til að létta á sér. Pétur verð- ur þess óðar var, að hann vöknar í fæturna, enda hafði hann gleymt að fara í skóna. Þá varð honum að orði: - Asskotinn, er ég ekki kominn út á fótunum! Áttatíu kíló kona... ísleifur Konráðsson var kaupmaður á Sauðárkróki. ísleifur var hagyrðingur góður og fljótur til. Eitt sinn kom lágvaxin og feitlagin kona í búðina til ísleifs. Þar á gólfinu stóð vigt með gamla laginu, eins og algengt var í verslunum á árum áður. '/irr/iTÍu /óúó • • • Konan, sem hét Kristín, kölluð Stína, spurði kaup- manninn hvort hann vildi nú ekki vera svo vænn að vigta sig. Það var auðsótt mál og sté konan á vigtina hans ísleifs en hann setti lóðin á til mótvægis. Þegar jafnvægið var fúndið varð honum að orði: Áttatíu kíló kona á kjötvog mína. Hefúrðu áður orðið svona ólétt Stína? Gudda og dansinn Við látum aðra snjalla vísu eftir ísleif fýlgja með. Þessi vísa er um stúlku sem hafði afar gaman af dansi en vísan skýrir sig sjálf: Af dansi lifað Gudda gat það getur ekki fjöldinn. Hún hafði vals í morgunmat en marzúrka á kvöldin. !i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.