Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 4
I BYRJUN VIKUNNAR
Steinar Berg útgefandi ásamt Mezzoforte, þeim gunnlaugi, Eyþóri, Friðrik og Jóhanni.
Mezzof orte kemur sér upp
hljóðveri
Hljómsveitin Mezzoforte
hefúr látið gamlan draum
rætast með opnun síns eigin
hljóðvers I Súðavogi 7. Opn-
unarhátið var haldin með
pomp og prakt í lok síðustu
viku en hljóðverið hefur
nafnið M.F. Studio.
Margt góðra gesta var við
opnun hljóðversins, m.a. Jakob
Magnússon sem flutti snjalla
ræðu um leið og hann afhenti
strákunum í Mezzo forláta
klukku til þess að þeir gleymdu
sér ekki alveg við tónsmíðarnar.
Klukka þessi var rúmlega 7 er
Jakob afhenti hana enda var það
tillaga hans að hljóðverið héti
Stúdíó 7 og að botnlangi sá í
Súðavoginu sem hljóðverið
Eyþór tekur á móti klukkunni frá Jakobi.
stendur við yrði skírður upp á
nýtt og kallaður Stúdíóvogur.
Meðlimir Mezzoforte eru að
sjálfsögðu hæstánægðir með
þetta nýja hljóðver enda hefur
það verið lengi á dagskrá hjá
þeim að koma slíku upp. Hljóð-
verið verður opið fýrir aðra
tónlistarmenn og hafa nokkrir
slíkir ákveðið að notfæra sér
það.
Hljóðverið er 24 rása og hið
fullkomnasta að allri gerð en
það tók um þrjá mánuði eftir að
Mezzoforte fékk húsnæðið að
koma því í núverandi horf.
ÖRLAGARÍKT
MYNDBAND
Kennari einn í bænum Glas-
ford í Illinous, USA fór flatt um
daginn. Hann var svo elskulegur
að lána hópi foreldra nemenda
sinna myndband sem hann hélt
að hefði að geyma tiltekinn
körfuboltaleik. Þegar foreldra-
hópurinn kom saman til að
horfa á boltann kom í ljós að
kennaranum höfðu orðið á
mistök. Hann hafði lánað fólk-
inu mynd úr einkasafni sínu -
mynd af sjálfúm sér í villtum
leik með ástkonum sínum með
sængurfötin ein að skjóli. Kenn-
arinn var klagaður og honum
sagt upp starfi. Við höfum ekki
minnstu hugmynd um hvers
vegna. Og kennarinn er í öngum
sínum.
FERÐAMENN
f FANGELSI
Skammt undan strönd Júgósl-
avíu er eyja sem heitir GqIí
Otok. Þar hafa hingað til
verið geymdir afbrotamenn. Nú
þykir yfirvöldum orðið of dýrt
að vista þarna glæpon a og hafa
400 fangar verið fluttir til
meginlandsins. í staðinn eru
ferðaskrifstofur farnar að selja
mönnum aðgang að eins-
mannsklefum og skínandi sól á
Goli Otok...
VÉLMENNI
UNDIR ÁHRIFUM
Fyrir skömmu hófst svokallað
norrænt tækniár. Það var í Kaup-
mannahöfn sem öllu tilstandinu
var hrundið af stað með hana-
stéli og átti vélmenni eða róbóti
(beygist eins og ábóti) að ganga
um beina. Það tókst þó ekki bet-
ur en svo að vélmennið ruglað-
ist á öllum glösunum og allt fór
í bendu. Róbóti þessi hefur ver-
ið tekinn úr sambandi.
4 VIKAN