Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 47

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 47
Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 ■ Akureyri ■ Sími 96-26776 Klassapíur Þættirnir um kiassapíurn- ar slógu í gegn fyrir réttum tveimur árum öllum að óvör- um. Ekki var samband fjögurra miðaldra kvenna sem efni í grínþætti talið líklegt til vinsælda, en með sérlega skemmtilegri persónusköpun og réttuni leikkonum í hlutverkum tókst framleiðendunum að koma þeim á toppinn. Eins og fyrr sagði náði vel- gengnin hámarki síðasta sumar þegar þættirnir rökuðu að sér Emmy verðlaunum, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn, Rue McClanahan fyrir aðalkvenhlut- verk og þættirnir í heild sem bestu grínþættir ársins. Eftir sátu með sárt ennið aðstandendur þátta eins og Fyrirmyndarfaðir, Staupasteinn og Fjölskyldubönd. í haust kom svo bakslag í segl- in þegar bera fór á óánægju leik- kvennanna með handrit þátt- anna. Allt i einu tóku þær upp á því að neita að fara með línur fyrir heimilið á vinnustað og gripahúsið Útsölustaöir í Reykjavík: GÚMMÍMOTTUR HESTAMAÐURINN Ármúla 38 Fúlar píur. Frá vinstri: Bea Arthur, Rue Mcdanahan, Betty White og Estelle Getty segja handritin vera hroðaleg. sem voru f handritinu eða þá að þær skiptust á línum handrita- höfundunum til mikillar gremju. Upp úr sauð svo loks f des- ember þegar leikkonurnar fjórar ruku út í miðri töku og neituðu að snúa aftur fyrr en búið væri að laga handritic til eftir óskum þeirra. Á meðan sátu áhorfend- urnir sem voru viðstaddir tökuna furðu losnir og vissu ekki hvernig á þessu stóð. Á fundi starfsmanna kom í Ijós að handritahöfundarnir krefjast þess að leikkonurnar fari í einu og öllu eftir því sem stendur í handritinu en leikkonurnar eru ekki aldeilis á því. Þær halda því fram að línurnar sem þeim séu fengnar til að fara með henti oft ekki persónunni og krefjast þess að þeim sé breytt. Að þeirra sögn eru það nefnilega þær sem þurfa að skapa heildstæðar persónur úr hlutverkum sínum þó að hand- ritahöfundarnir semji samtölin. Þar af leiðandi sé það þeirra að standa vörð um persónurnar sínar. Handritahöfundarnir hafa aftur á móti hótað því að fari þær ekki eftir handritinu muni þeir leita til stéttarfélags síns, en þar sem stéttarfélögin eru óhemju sterk f sjónvarps- og kvikmyndaheimin- um þar vestra gæti það orðið til þess að framleiðsla þáttanna stöðvist. Framleiðendurnir eru svo á milli steins og sleggju og vilja hvorugan aðilann styggja því báðir hafa hótað útgöngu fái þeir ekki sínu framgengt. Víst er að málið er komið í ógöngur sem vandratað er úr á meðan hvorug- ur aðilinn vill gefa nokkuð eftir. Víst er að sjónarsviptir verður að þáttunum þar sem þeir eru frísklegri í umfjöllun sinni um mörg feimnismál en flest annað sem boðið er upp á á skjánum. Fjórmenningarnir tala hispurs- laust um ýmis vandamál kvenna á miðjum aldri, samskipti þeirra innbyrðis og eru ófeimnar við að kveða niður ýmsa fordóma fólks gagnvart efri árunum. Til dæmis er þeim þakkað að miklu leyti nýtt viðhorf almenn- ings gagnvart kynlífi miðaldra fólks en fyrir tíð þáttanna var varla ýjað að því í bandarísku sjónvarpi að fólk yfir þrítugt ætti sér nokkurt kynlíf. Ennfremur fjalla þær mikið um viðkvæm mál eins og ástvinamissi, skilnað og breytingaskeið kvenna á góðlát- legan hátt sem eykur skilning áhorfenda á þeim. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.