Vikan


Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 44

Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 44
 Ragnar Lár: Raupað egnssad Asskotinn Pétur heitir maður og býr á Gautlöndum í Mývatns- sveit. Eins og fleiri í þeirri sveit er Pétur félagslyndur og vel liðinn sómamaður. Mörg skondin setning er eftir Pétri höfð enda mað- urinn fljóthuga og góður ambögusmiður. Eitt sinn var Pétur staddur í afmælis- veislu á Geiteyjarströnd. Þetta var að sumarlagi, nóttin björt og dögg á grasi. Að gömlum og góðum sveitarsið gengu karlar út til að létta á sér. Pétur verð- ur þess óðar var, að hann vöknar í fæturna, enda hafði hann gleymt að fara í skóna. Þá varð honum að orði: - Asskotinn, er ég ekki kominn út á fótunum! Áttatíu kíló kona... ísleifur Konráðsson var kaupmaður á Sauðárkróki. ísleifur var hagyrðingur góður og fljótur til. Eitt sinn kom lágvaxin og feitlagin kona í búðina til ísleifs. Þar á gólfinu stóð vigt með gamla laginu, eins og algengt var í verslunum á árum áður. '/irr/iTÍu /óúó • • • Konan, sem hét Kristín, kölluð Stína, spurði kaup- manninn hvort hann vildi nú ekki vera svo vænn að vigta sig. Það var auðsótt mál og sté konan á vigtina hans ísleifs en hann setti lóðin á til mótvægis. Þegar jafnvægið var fúndið varð honum að orði: Áttatíu kíló kona á kjötvog mína. Hefúrðu áður orðið svona ólétt Stína? Gudda og dansinn Við látum aðra snjalla vísu eftir ísleif fýlgja með. Þessi vísa er um stúlku sem hafði afar gaman af dansi en vísan skýrir sig sjálf: Af dansi lifað Gudda gat það getur ekki fjöldinn. Hún hafði vals í morgunmat en marzúrka á kvöldin. !i

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.