Vikan - 04.02.1988, Síða 19
Kóngsríki fyrir hest
Hestamennskan kostar sitt,
rétt eins og annað tómstunda-
gaman, sem menn taka sér fyr-
ir hendur. Góður hestur getur
kostað frá 100 þúsundum og
uppúr. Verðlaunaður, ungur
gæðingur fæst kannski ekki fyr-
ir minna en hálfa milljón. En
reyndar er flest til í hrossavið-
skiptum. Glöggir menn sjá sér
út snilldarhest fyrir fimmtíu
þúsund og svo þarf margt að
taka með í reikninginn, hæfi-
leika hestsins, aldur hans,
tamninguna sem hann hefur
fengið og trúlega ætternið líka.
En þótt hestur sé fenginn vant-
ar margt: Hnakkur kostar tugi
þúsunda eigi hann að vera vand-
aður. Beisli líka — og síðast en
ekki síst hesthúspláss. Gott
hesthús kostar núorðið eins og
lítil íbúð í blokk, gatnagerðar-
gjöldin hjá Reykjavíkurborg
eru komin í 50 þúsund á bás í
nýju lóðaúthlutuninni. Mark-
aðsverð á einum bás fer trú-
lega að nálgast 200 þúsund.
En sá sem er ánetjaður hest-
um og hestamennsku verður
að leysa þessi mál einhvern
veginn — „hrossasótt" er eng-
inn venjuleg sótt heldur
ástríða sem hefur haft örlaga-
rík áhrif á líf fólks. Ríkharður
þriðji bauð kóngsríki sitt fyrir
hest. Eiginlega hefur margur
fórnað meiru.
Kennarinn liðkar klárana
!
/S VERSLUN ARDEILD
%>SAMBANDSINS
JH
nffhiíi
estavorur
IKAUPFÉIAGINU
Dörte Kolkmeyer (kölluð
Dóra upp á íslensku) var að
liðka reiðskólahrossin þegar
Vikuna bar að garði í nýju Reið-
höllina. Úti var kalt og jörðin
snæviþakin, reyndar ffost og
kuldi. Inni í Reiðhöllinni var
hins vegar hlýtt og notalegt og
Dörte unir sér tímunum saman,
berbakt á reiðskólahestunum.
„Við erum að byrja námskeið,"
sagði hún. „Það þarf að hreinsa í
þeim ganginn, sumum, þeir eru
svo skeiðbundnir."
Þúsundir „PAKISTAN“ - hnakka eru nú þegar í notkun
hér á landi. Það segir meira um verð og gæði en mörg orð.
Fjölbreytt vöruúrval fyrir hestinn og hestamanninn fæst
í kaupfélaginu og verðlag er óvíða hagstæðara.
VIKAN 19