Vikan


Vikan - 18.02.1988, Page 4

Vikan - 18.02.1988, Page 4
Herra ísland krýndur TEXTI OG MYNDIR: ADOLF ERLINGSSON Það varð handagangur í öskjunni í JMJ þegar fata þurfti sjö glæsimenni á svipstundu. Hkki dugði minna en að afgreiða þrjá í einu. magninu sló út þá var biðinni bjargað með glensi og gríni eins og henni er einni lagið. „Erfitt að koma fram á sundskýlu“ — sagði Herra ísland eftir keppnina Fyrstur til að bera heiðurs- titilinn Herra ísland er Arnór Díegó, átján ára Reykvíkingur og nemi við fjölbrautaskólann í Breiðholti. Arnór er sonur Hjálmars Díegó Arnórssonar, flugumferðarstjóra og Önnu Kristjánsdóttur húsmóður. Arnór er þaulvanur sviðs- ffamkomu þar sem hann er einn af fremstu dönsurum landsins og dansar eitt stærsta hlutverkið í sýningunni Allt vitlaust í Broadway. Þar að auki hefur hann unnið við fyrirsætustörf og lék í mynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, í skugga hrafnsins. Vikan náði tali af Arnóri strax eftir að úrslitin lágu fyrir og hann var fyrst spurður að því hvort það hafi verið erfitt að taka þátt í keppninni. „Það var stórt skref að ákveða að taka þátt í keppninni. Það eru alltaf vissir fordómar sem mað- ur þarf að berjast gegn, en þetta var líka mjög gaman. í keppn- inni sjálfri fannst mér mjög erf- itt að koma fram á sundskýlu en restin var ekkert mál. Ég er það vanur því að koma fram að það hafði engin áhrif á mig.“ — Áttir þú von á því að sigra? „Nei, ég átti alls ekki von á því. Ég var frekar með í þessu til að hafa gaman af en ég er mjög stoltur yfir að hafa verið kosinn Herra Island og vona að mér takist að bera titilinn með sóma.“ - Hvernig líður svo sigurveg- aranum? „Alveg stórkostlega. Reyndar er þetta alveg ólýsanleg tilflnn- ing og það er varla að maður sé búinn að átta sig á þessu.“ — Hvað finnst þér svo um Amór Díegó, átján ára Reykvíkingur var kosinn Herra ísland með pompi og prakt síðasta laugardags- kvöld í skemmtistaðnum Zebra á Akureyri. Loftið var þrungið spennu þegar dóm- nefindin kom inn á gólfið eft- ir að hafa lokið störfum. Fyrst birti Gígja Birgisdóttir, ungfrú ísland árið 1986, niðurstöðumar úr kosningu á milli keppenda um vin- sælasta kappann. Þegar hún kunngerði úrslitin í þeirri kosningu bmtust út mikil fagnaðarlæti enda sigurveg- arinn heimamaður Hall- grímur Óskarsson. Eftir að Hallgrímur hafði tek- ið við verðlaununum sem fylgdu nafnbótinni vinsælasti keppandinn var stóra stundin runnin upp. Anna Margrét Jóns- dóttir, formaður dómnefndar og ungfrú ísland gekk yfir til Bryndísar Schram sem var kynn- ir og í sameiningu opinberuðu þær nafn sigurvegarans. Við glymjandi lófatak gestanna sem troðfýlltu Zebra, krýndi Anna Þó að herra ísland hafi þótt óþægilegt að koma fram á sundskýlu er ekki annað hægt að segja en að hann taki sig vel út. . . Margrét svo Arnór silfurslegn- um pípuhattinum sem fylgir nafnbótinni Herra ísland. Keppnin var með sama sniði og fegurðarsamkeppnir kvenna sem haldnar hafa verið hér árum saman. Keppendurnir sem voru sjö talsins komu fýrst frarn í sundskýlu og síðan í sam- kvæmisklæðnaði frá herrafata- versluninni JMJ á Akureyri. Þeir voru hver öðrum glæsilegri og að sögn Bryndísar hefði hún ekki viljað vera í sporum dóm- nefndarmanna þar sem erfitt væri að gera upp á milli þeirra. Hver og einn hefði sinn sérstaka sjarma og erfltt að sjá einn öðr- um fremri. Á milli var svo boðið upp á hárgreiðslu- og tískusýn- ingu til að stytta gestum biðina. Ráðherrafrúin Bryndís Schram sá til þess að aldrei var dauður punktur í dagskránni og kynnti allt sem fyrir augun bar með tilþrifum og grínaðist jafnt við keppendur sem áhorfendur. Þegar hún kynnti ísfirðinginn Stefán Pétursson lét hún þess getið að hann væri eini pabbinn í hópnum. Hún bætti því svo við að slíkt gengi ekki fyrir sig í feg- urðarsamkeppni kvenna, en þar væri náttúrlega líku til að jafna því að karlmennirnir leggja svo lítið til við framleiðsluna. Ekki stóð hún sig síður þegar raf- ■nsa ri ... '•*«»>. -iÆ-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.