Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 9

Vikan - 23.06.1988, Page 9
Málhildur: - Einn daginn heyrðum við kennarann segja: „Jæja, krakkar, ef þið eruð ekki dugleg að læra þá lendið þið bara í fiski.“ Það hefur komið fram í umræðunni um verkalýðshreyfinguna að það ættu frekar að vera vinnustaðafélög, eitt verkalýðsfélag fýrir hvem vinnustað. Mynduð þið telja ykkar hag betur borgið með því fyrirkomulagi? Hólmfríður: „Það held ég ekki. Við erum of fá til þess. Og ef þessi fiskiðnaður er allur á hausnum þá get ég ekki séð að við hefðum neinar samningaleiðir ein á báti. Ég held að verkalýðshreyfingin sé sterkust á meðan hún stendur saman. Það hlýtur að vera. En þá verður forystan líka að standa saman og vera sterk. En verka- iýðshreyfingin er það bara ekki og foryst- an er það alls ekki. Þeir hafa bara engan áhuga á þessu, hlýtur að vera.“ „Þekkja kannski ekki þorsk frá ýsu .. Málhildur: „Það er líka áríðandi að þeir sem veljast í verkalýðsforystuna vinni eða þekki störfin sem verið er að semja um. En yfirieitt eru það einhverjir ffæðingar úti í bæ sem eru í þessum samningum og hafa ekki einu sinni hundsvit á því hvað snýr ffam og hvað aftur á fiski, þekkja kannski ekki þorsk frá ýsu og eiga svo engra hags- muna að gæta sjálfir. Þetta þarf að vera fólk sem þorir að berjast með kjafti og klóm fyrir kaupi og kjörum." Ágústa: „Ég get tekið undir flest af þessu og vil leggja áherslu á það að fólkið sem velst til að vera í forsvari á bara að vera í þessu en ekki í alls konar nefhdum og öllu mögulegu öðru. Er ekki Þröstur Ólafsson hjá Dagsbrún líka í stjórn Hólmfríður: - Þegar maður er kallaður inn til verkstjórans, ég tala nú ekki um forstjórans, þá fær maður bara hjartslátt - hvað á nú að gerast? Granda? Og er ekki Ragna Bergmann vara- maður í stjórn Granda ásamt stjórnarstörf- um í verkalýðshreyfingunni? Ég skil þetta ekki alveg. Eru þau að vinna fyrir okkur eða fyrir fyrirtækið? Hvernig geta þau ver- ið beggja megin við samningaborðið? Þetta hef ég aldrei getað skilið." Eruð þið ánægðar með ykkar hlut- skipti? Eruð þið ánægðar með að vinna í fiskiðnaði eða vilduð þið starfa við eitthvað annað? Hvernig er að vera fiskvinnslukona í dag? Hólmfríður: „Stárfið er í sjálfu sér ágætt. Maður væri ekki búinn að vinna í þessu í mörg ár ef manni líkaði það ekki. Þetta er eins og öll önnur störf, maður get- ur fengið leið á því tíma og tíma. Þetta er ágætt starf en illa launað. Annars er þetta núna talið það neðsta í þjóðfélaginu, sem það var ekld í gamla daga. Þá fór maður í fiskvinnu til að fá pening á stuttum tíma. Þetta er bara búið í dag.“ Þú segir það neðsta í þjóðfélaginu. Þetta segir verslunarfólkið líka. Hólmfiríður: ,Já, ég er alveg sammála því að verslunarfólk er líka mjög neðar- lega. Konur við versiunarstörf eru áreiðan- lega ekki sælar af sínum launum. Verkafólk í dag er bara láglaunafólk og hefur hvergi neitt upp úr sér, sama hvar er.“ Ágústa: „Mér finnst þetta ágætt starf í sjálfu sér. Maður byrjaði nú í þessu vegna þess að maður hafði möguleika til þess að hafa dálítíð fyrir það. Maður hafði líka oft- ast möguieika á að vinna nokkuð lengri vinnudag og hafa talsvert fyrir það. Svo kom bónusinn til og maður lagði meira á sig en áður og herti svolítið á sér til að hafa meira kaup, en það er alltaf að lækka hlutfallslega. En mér líkar starfið alltaf vel. Mér hvorki leiðist né líkar illa. Mér finnst starfið ágætt. Ég held til dæmis ekki að ég vildi frekar vinna í verslun og bíða eftir viðskiptavinum. Mér finnst betra að vinna svona og halda áfram og vera búin klukkan 4. Það er plúsinn við þetta.“ „Engin vosbúð eða slor“ Þetta hefur nú breyst með árunum. Þessi störf eru rnikhi hreinlegri og vinnuaðstaðan er betri, er það ekki? Ágústa: „Þetta eru engin óþrif í dag og frystihúsið hérna er hreinsað rækilega á hverju einasta kvöldi og maður kemur hérna á morgnana inn í tandurhreint hús og vel upphitað. Það er ekkert að því og maður vinnur í hreinum slopp og einum bol. Maður vinnur ekki í tveimur eða þremur lopapeysum eins og í gamla daga. Engin vosbúð eða slor.“ Málhildur: „Ég væri nú ekki í þessu húsi ef ég kynni ekki vel við vinnuna. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í fiski. Og ég kann vel við mig á þessum vinnustað. Það er gott að vinna hérna; góðir vinnufélagar, verkstjórar ágætir en kaupið mætti vera hærra. Það mætti hossast upp. Á hreinni ís- lensku mætti bónusinn fara til helvítis íyrir mér, því þetta bónuskerfi er mannskemm- andi. Ég byrjaði að vinna í fiski fyrir svo mörgum árum að ég man varla hversu lengi. Byrjaði úti á Nesi að breiða saltfisk og er búin að vera viðloðandi þetta af og til. En ég myndi vilja sjá kaupið hærra. Þetta er mjög þrifalegt og ekki sú vosbúð og kuldi sem margir halda. Ég myndi líka vilja koma því að hér að hugsunarháttur- inn gagnvart fiskverkunarfólki þarf að breytast. Það eru margir í dag sem iíta nið- ur á þá sem vinna í fiski. Ég get sagt þér dæmi um það. Það var komið með skóla- krakka út í gömlu Bæjarútgerðina til að skoða. Þetta voru svona 7 til 8 ára krakkar. Einn daginn heyrðum við kennarann segja við krakkana: ,Jæja, krakkar, ef þið eruð ekki dugleg að læra þá lendið þið bara í fiski.“ Það er eins og að „bara í fiski“ sé eitthvað það aumkunarverðasta sem hugs- ast getur. En það skal haft í huga að þessi fiskvinna er bara talsvert ábyrgðarstarf. Það ætti líka að hafa í huga að 75-80% af tekjum þjóðarinnar fást af fiskafurðum til útflutnings. Þetta hefði kennarinn að sjálf- sögðu átt að vita og ég held að fólk ætti ffekar að líta upp til okkar en niður á okkur. Ég fúllyrði að það ætti að byrja á því í skólunum að kynna börnunum á hverju þjóðin byggir tilveru sína. Tilveran byggist á fiski. Ef fiskurinn væri ekki til staðar þá værum við ekki hérna. Mér finnst ekki hægt annað í lokin en að benda á launamisréttið í þessari atvinnu- grein. Þegar við erum að puða fyrir kannski 50 þúsund krónur á mánuði þá hefúr verið staðfest að forstjórinn hérna hjá Granda er með 250 þúsund á mánuði, framleiðslustjórinn er með 180 þúsund á mánuði og útgerðarstjóri og fjármálastjóri einnig með það sama. Næstu stjórar þar fyrir neðan eru með 140 þúsund á mán- uði. Stjórnarmenn fyrirtækisins fá 130— Frh. á bls. 13 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.