Vikan - 23.06.1988, Page 16
„Verð bara að passa mig í partíum að fara ekki allt
í einu að tala eins og dreki eða furðuskepna!"
Þess vegna byrjaði ég á því, þegar við
vorum búin að koma okkur þægilega fyrir
og með pilsner í hönd, að spyrja hana
hvemig það væri að hafa leikfélag skírt í
höfúðið á sér.
„Mér þykir voðalega vænt um það. Mér
datt nú aldrei í hug að félagið yrði svona
langlíft. Þó að áhuginn væri mikill í
krökkunum á sínum tíma er alltaf erfitt að
fá nægilega endurnýjún á krökkum þannig
að maður bjóst alls ekki við þessu. Við
Þórir vomm fengin til að sjá um leiklistar-
námskeið fyrir æskulýðsheimilið Dyn-
heima og þar vom krakkarnir svo uppfullir
áhuga að þeir vildu stofna leikfélag. Áhug-
inn var meira að segja svo brennandi að
þau vildu halda áfram eftir veturinn, starfa
á fullu allt sumarið. Og auðvitað þykir mér
gaman að heyra það þegar Leikklúbburinn
Saga auglýsir sýningar. En ég hef því miður
ekki getað fýlgst með þeim almennilega.
Þó buðu þau okkur norður í fyrra þegar
þau héldu upp á tíu ára afmælið. Mér
fannst það dálítið skrýtið þegar krakkarnir
sögðu eftir sýninguna að þau vildu mjög
gjarnan fá að sjá þessa Sögu. Þetta vom lítil
börn þegar ég fór og mundu því ekkert
eftir mér.“
Lék fyrst
sjötuga kerlingua
— En nú hefúr þú aðallega verið í hlut-
verkum á léttari nótunum síðustu árin. Lít-
ur þú á þig aðallega sem gamanleikkonu?
„Nei, reyndar ekki. Þegar ég var á Akur-
eyri lék ég alls konar hlutverk; það hefúr
einhvern veginn æxlast þannig að ég hef
verið meira í gamanmálunum undanfarið.
Ég byrjaði ung í leikhúsinu á Akureyri, lék
þar mitt fyrsta hlutverk sextán ára, þá lék
ég sjötuga kerlingu. Ég var svo í þeim hópi
sem var fýrst fastráðinn þegar því var
breytt í atvinnuleikhús 1973, tók sem sagt
þátt í þeirri þróun þegar leikfélagið þróað-
ist úr áhugamannaleikhúsi í atvinnu-
leikhús. Við vomm átta fastráðin og þar af
var Arnar Jónsson sá eini með leikara-
menntun. Aðrir í hópnum vom Þórhildur
Þorleifsdóttir, Gestur E. Jónasson, Aðal-
steinn Bergdal, Þórhalla Þorsteinsdóttir,
Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson."
— Þú byrjaðir sextán ára, segirðu. Hvað
hafðirðu fengist við áður?
„Ég var í hljómsveitarbransanum. Taldi
mér trú um að ég væri söngkona og var í
nokkmm hljómsveitum sem spiluðu fyrir
dansi. Ég byrjaði fjórtán ára í hljómsveit
sem hét Ásar og svo var ég með Hljóm-
sveit Örvars Kristjánssonar og H.H. á
Hótel KEA. Ég hafði einhvern veginn svo
mikið að gera við að syngja og í leikhúsinu
að ég mátti ekkert vera að því að fara í
skóla eftir landsprófið. Með tímanum varð
leiklistardellan söngnum yfirsterkari og ég
lagði hann á hilluna. Árin áður en Leik-
félagið varð atvinnuleikhús vann ég líka
kaupfélaginu í hinum ýmsu deildum. Það
var gaman að fara alfarið yfir í leikhúsið.
Mér fannst þetta mjög spennandi á þess-
um tíma og mikið að gerast. Það er líka
geysilega mikill munur á því að vinna við
leikhús og að leika í tómstundum."
— Er það jafn gaman?
„Það fer eftir ýmsu. Það getur náttúrlega
verið leiðinlegt að vinna í áhugaleikhúsi ef
mórallinn er ekki góður. Það er alveg eins
í atvinnuleikhúsi. Mórallinn verður að
vera góður og fólk verður að hafa gaman af
því sem það er að gera.“
Svo fór mórallinn
niður á við
— Var mórallinn góður hjá LA á þessum
tíma?
„Þar kemurðu kannski að viðkvæmu
máli. En jú, jú. Mórallinn var mjög góður
til að byrja með. En svo fór hann niður á
við. Þetta var svo lítill hópur sem var alltaf
saman og í svona samstarfl eins og leiklist
Saga og Jörundur ásamt búningahönnuði
að gera „eftirlæti karlmanna" klára fyrir atriði
í fyrsta sjónvarpsþættinum „1 sumarskapi".
myndast alltaf einhver núningur. Núna er
meiri hreyfing á fólki þama fyrir norðan,
mikið af ungu fólki sem fer norður kannski
einn vetur og slíkt hleypir auðvitað nýju
blóði í starflð."
- Voru þetta góð ár sem þú áttir hjá LA?
„Þau voru það. Ég lék þar um það bil
sextíu hlutverk og var svo heppin að ég
festist ekki í neinu sérstöku hlutverki
þannig að ég fékk að spreyta mig á alls
konar karakterum. Annars má segja að
maður hafi verið ofverndaður þarna fyrir
norðan vegna þess að það var alltaf nóg
fyrir mig að gera. Þegar við fluttum svo
suður urðu það mikil viðbrigði að koma á
markaðinn hérna þar sem maður þarf helst
að harka stanslaust til að fá vinnu. Fyrir
norðan var ég ffekar í því að biðja um frí
frá stöku sýningu til að fá hvíld.“
— Hvenær kynntist þú Þóri?
„Það var þegar hann kom norður ’75 til
að starfa við LA.“
— Og varð það rómantík strax á fyrstu
æfingu?
Þessi spurning vekur auðsjáanlega
kátínu Sögu og hún missir út úr sér smá
hlátur eins og reyndar oft í viðtalinu. Svar-
ar svo: „Nei, en ég held að við ættum ekk-
ert að tala um það, ég held ekki.“
„Fjölskyldulífið verður
öðruvísi en hjá flestum“
— Nú er það svolítið algengt að leikhús-
fólk finni sér maka innan starfsstéttarinnar.
Heldurðu að það sé besta leiðin fyrir
leikara að finna sér annan leikara eða ein-
hvern sem þekkir vel til innan leikhússins?
„Leikhússtarfið er þess eðlis að skilning-
urinn verður að vera mjög mikill hjá mak-
anum. Vinnutíminn er afkáralegur, starfið
er mjög krefjandi og það gleypir mann al-
gerlega þegar maður er að undirbúa sýn-
ingu. Vissulega er það ekkert skilyrði að
makinn þekki til í leikhúsinu, en ég er á
því að hann þurfi að sýna mun meiri skiln-
ing og þolinmæði ef maður er í leiklistinni
en í flestu öðru. Ég hef unnið við önnur
störf og finn það vel hvað það er mikið
meira álag að vinna í leikhúsinu. Fjöl-
skyldulífið verður öðruvísi en hjá flestum,
en ég vil ekki meina að maður hafi minni
tíma fyrir fjölskylduna. Hann er bara á öðr-
um tíma.“
— Eftir að hafa búið í nokkur ár á Akur-
eyri fluttust þið suður. Varstu búin að fá
leið á Akureyri?
„Nei, ég ætlaði aldrei að flytja frá Akur-
eyri. Hafði aldrei hugsað mér það. Það er
af og frá. Ég veit ekki hvort maður ætti að
fara út í ástæðurnar fyrir flutningunum.
Jæja, mér fannst ég vera mjög vernduð á
Akureyri. Ég leit á alla sem vini mína og
kunningja og svo kom upp mjög skrýtið
mál sem ég hef ekki ennþá fengið skýringu
á. En það endaði með því að stjórn LA ósk-
aði ekki eftir starfskröftum mínum við
leikhúsið, enda þótt nýi leikhússtjórinn
óskaði eindregið eftir því. Og ég gat ekki
hugsað mér að búa áfram á Akureyri án
þess að starfa við leikhúsið. Það var búið
að vera svo stór hluti af lífi mínu. Þannig
að einn, tveir og tíu fluttum við suður.
Þetta bar mjög brátt að og þá var maður
kominn í harkið héma fyrir sunnan.
Þá fór ég í þriggja mánaða endurmennt-
un í Leiklistarskólanum og var það heppin
að ég fékk inni í Þjóðleikhúsinu fljótlega.
Þar lék ég og vann við ýmis störf baksviðs,
var hvíslari og þess háttar. Þórir fór aftur á
móti að leikstýra úti á landi. Ég gerði svo-
lítið af því líka, en steinhætti því svo. Mér
fannst það of erfitt. En ég er þakklát fyrir
það í dag að ég fór frá Akureyri. Hér hef ég
kynnst mörgu góðuu fólki og eignast
yndislega vini.“
— Er Þórir ennþá starfandi við leiklist-
ina?
„Það er eiginlega bara í hjáverkum nú-
orðið. Hann er rannsóknarlögreglumaður,
en við höfúm í sameiningu rekið Revíu-
leikhúsið undanfarin sex ár.“
— Rannsóknarlögreglumaður, leikari og
16 VIKAN