Vikan - 23.06.1988, Page 17
leikstjóri. Nú eru þetta allt mjög krefjandi
störf. Færð þú eitthvert pláss hjá honum?
Enn brýst hláturinn fram hjá Sögu og
svo segir hún: „Ég tek það bara.“
„Erum alltaf
að stofna eitthvað“
— Nú, þú varst í Þjóðleikhúsinu í nokk-
ur ár, ekki satt?
,Jú, ein sex ár, en þá vorum við bæði
byrjuð með Revíuleikhúsið og svo var ég
komin út í skemmtibransann. Revíu-
leikhúsið hét upphaflega Garðaleikhúsið.
Við stofnuðum það hér, við erum alltaf að
stofha eitthvað." Stuttur hlátur fylgir þess-
um orðum. „Stofhuðum hérna Leikfélag
Garðabæjar, en það gekk erfxðlega. Þetta
er mikill svefhbær og Reykjavík er óþægi-
lega nálæg. Við vorum hér með höfunda-
kynningar, en það gekk ekkert, svo við
ákváðum að láta starflð í hendur ungling-
anna. Við vorum kannski að vonast til að
það sama gerðist og á Akureyri, að þau
myndu drífa þetta áfram. Því miður gerðist
það nú ekki, en þá fórum við af stað með
Garðaleikhúsið og það var atvinnuleikhús.
Síðan breyttum við nafninu í Revíu-
leikhúsið."
— Og það hefur starfað óslitið síðan?
,Já, það má segja það. Við höfum sett
upp sýningu á hverju ári, en það verður að
segjast eins og er að það er mjög erfltt að
halda úti leikhúsi hér. Ekki síst þegar mað-
ur hefur ekkert fast aðsetur. Við höfum æft
við flest skiiyrði sem hægt er að hugsa sér.
í ails konar skúrum og mismunandi hent-
ugum sölum. Einu sinni æfðum við í fok-
heldu húsi. Allir voru með húfur, vettlinga
og trefla á æflngum því það var svo kalt
þar. Það er ægiiegt að vera á þessu sífelida
flakki, enda er svona að því komið að mað-
ur gefist upp á þessu."
— Hvernig stóð á því að þið ákváðuð að
stofna þetta leikhús, og hversvegna Revíu-
leikhúsið?
„Það var nú upphaflega ætlunin að
endurvekja gömlu revíuna til lífsins, en
það form gengur bara ekki í dag. Við höf-
um mest sett upp barnaleikrit undanfarin
ár, t.d. Sætabrauðskarlinn sem við sýndum
í vetur við góða aðsókn, Litla Kláus og
Stóra Kláus og fleiri leikrit."
„Var eiginlega allt
Jöra að kenna“
— En af hverju fórstu út í skemmti-
bransann? Var það gamli söngkonufiðring-
urinn?
„Nei, það var eiginlega allt saman Jöra
að kenna. Þá var hann með Þórskabarett-
inn og Laddi með honum og Júlli Brjáns.
heir vildu bæta við kvenmanni og höfðu
samband við mig. Ég hafði að vísu alltaf
verið svolítið viðloðandi þetta fyrir
norðan, hafði verið eitthvað að vesenast í
þessu. En þarna fór ég í fyrsta skipti af stað
í þessu af krafti. Þessi bransi getur verið
nijög skemmtilegur, en hann getur líka
verið hræðilegur. Það versta sem maður
•endir í er að vera í lélegu skemmtiatriði.
Ég hef í heildina verið heppin með
skemmtiatriði, en maður hefur þó gert al-
veg voðaleg mistök. En maður Iærir ekkert
síður af þeim. Svo var ég í þrjú, fjögur ár
með Stjúpsystrum, eða Stupid Sisters. Það
var nú meira í gamni en alvöru sem við
fórum af stað með það. Við vorum alltaf að
tala um að strákarnir einokuðu bransann,
eintómir karlmenn í skemmtibransanum.
Þannig að ég, Guðrún Þórðardóttir og
Guðrún Alfreðs drifum bara í þessu. Við
skemmtum mjög mikið, gerðum sjón-
varpsþátt og fleira. það var mjög skemmti-
legur og góður tími.“
„Aldrei nennt að
sitja og bíða“
— Þú stofnar frekar leikfélag en að sitja
aðgerðarlaus?
Þetta finnst Sögu mjög fýndið og segir:
,Já, ég hef aldrei nennt að sitja og bíða. Og
ég er búin að gera óskaplega margt. Ég er
búin að gera sjónvarpsþætti og útvarps-
þætti, leika, leikstýra, kenna, búin að vera
að göslast í óskaplega mörgu."
— En synirnir? Sýna þeir leiklistinni
áhuga?
Hárið lagað fyrir sjónvarpsútsendingu. „Er
allavega ekki ennþá farin að vakna upp á
næturnar eftir martraðir um tæknileg
mistök," segir Saga.
„Tveir þeir eldri hafa unnið með okkur
í Revíuleikhúsinu á ljósunum , verið sviðs-
menn og jafnvel leikið aðeins. Annars eru
þeir ekkert voðalega hrifnir af þessu. Þeir
eru eiginlega píndir í þetta. Það vantar allt-
af ódýran starfskraft. En þeir hafa ekki sýnt
neinn áhuga á því að fara í leiklistarnám. Sá
eldri var að ljúka stúdentsprófi og sá yngri
er í MR. Hann hefur ekkert komið nálægt
leiklistinni þar, en kannski kippir honum
þó eitthvað í kynið vegna þess að hann er
í hljómsveitarbrasi. Spilar á trommur.“
— En við hvað vinnurðu þessa dagana
fyrir utan þættina í sumarskapi?
„Ég er í föstu starfi á Stöð 2 við að lesa
inn á barnaefni. Það er mjög gaman að því.
Það er áhugavert að vita hvað maður getur
beitt röddinni á mismunandi hátt. Þar leik
ég nornir og fola og dreka og allt mögu-
legt.“ Röddin í Sögu verður allt í einu syk-
ursæt og hún fer með nokkrar setningar úr
litla folanum mér til mikillar skemmtunar.
„Ég sé semsé um það að bjarga svefnfriðn-
um fýrir foreldra um helgar. Ég er barn-
apían ásamt öðrum.“
— Lestu margar raddir?
,Já. Ég var einmitt að segja það um dag-
inn að ég væri líkleg komin með um 140
raddir! Ég verð bara að passa mig þegar ég
er í partíum að fara ekki allt í einu að tala
eins og einhver dreki eða fúrðuskepna! En
mér finnst að setja eigi tal við allt barna-
efni. Textunin er svo takmörkuð vegna
þess að það kemst svo lítill texti fyrir
þannig að orðaforðinn verður ekki nógu
auðugur. Mér finnst það einmitt vera að
hjá börnum í dag; þau hafa ekki nógan
orðaforða."
— En var það út af kynnum þínum við
Jörund eða vegna starfs þíns á Stöðinni
sem þú varst fengin til að vera kynnir í
þáttunum í sumar?
„Ég held nú að það hafi verið hvorugt.
Ætli það hafi ekki verið vegna þess að ég
hef reynslu úr skemmtibransanum og er
leikkona. Fyrir utan það, að það er bjart-
sýnisfólk sem vinnur á Stöð 2. Við byggj-
um þættina upp þannig að hver þáttur hef-
ur sitt þema. Sá fýrsti tileinkaður sjómönn-
um í tilefni sjómannadagsins, listamenn
með sinn þátt í kringum Listahátíð, fjall-
konan fýrir sautjánda júní og svo ffamveg-
is. Við fáum alls konar fólk í heimsókn,
spjöllum við það og sprellum kannski
smávegis. Svo er Flosi í hverjum þætti.“
— Á hann að sjá um neðanbeltishúmor-
inn í þáttunum?
,Ja, Jöri vill helst gera það, hann bara
fær það ekki. En það verður gaman að sjá
hvernig þættirnir takast. Það er alltaf
spennandi að prófa eitthvað nýtt. Þó að ég
hafi verið með í sjónvarpsþáttum áður hef
ég ekki verið með í svona þætti og ekki í
beinni útsendingu með fólk í salnum. Ann-
ars erum við með svo harðan útsendingar-
stjóra, hana Maríönnu Friðjóns, að ég er
ekkert við stór rnistök."
— Þú vaknar ekki upp á næturnar eftir
martraðir um tæknileg mistök eða annað
allsherjarklúður?
„Nei, að minnsta kosti ekki ennþá.“
- Hvað er það versta sem þú getur
hugsað þér að gæti gerst?
„Ég veit það ekki. Það getur svo margt
gerst. Kannski að Jöri missti niður um sig.“
— Væri ekki ennþá verra ef þú misstir
niður um þig?
„Satt segirðu. Það væri auðvitað mun
verra.“
Þegar hér var komið í viðtalinu var
klukkan orðin það margt að mér var varla
stætt á því að kvelja Sögu lengur þannig að
ég dembdi lokaspurningunni á hana:
— Áttu þér eitthvert draumahlutverk?
„Nei, veistu það er svo skrýtið. Ég held
að það sé ekkert hlutverk sem ég geng
með í maganum."
Að þessum orðum mæltum sá ég mitt
óvænna tímans vegna og kvaddi þessa
gamansömu og heillandi leikkonu sem á
eftir að gleðja og vafalaust heilla marga á
skjánum í sumar.
VIKAN 17