Vikan


Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 30

Vikan - 23.06.1988, Blaðsíða 30
Blásið til brottfarar. Eins og fyrr segir var Margrét eina kon- an sem var með í förinni. Hún og maður hennar, Steinar Gunnarsson, sigldu á Dög- un ásamt sonum þeirra Gunnari og Orra, en Orri var yngstur leiðangursmanna nítján ára. Hinar skúturnar voru Urta, Andrá og Paradís. Urtu sigldu þeir Haf- steinn Sæmundsson, Torfi Haraldsson og Nils Christian Nilsen. Andrá þeir Jón Skaftason, Jóhann Hallvarðsson og Þórir Hrafnsson. Paradís kemur frá Borgarflrði og áhöfnin meira og minna borgfirsk; fyrstan skal telja Bjarna Jóhannsen, Steve Rastric sem reyndar býr í Reykjavík, Ólaf Jennason og Böðvar Björgvinsson. Þessi sigling til Færeyja er fyrsta langa siglingin sem þessi hópur fer í saman, en flestir eru búnir að vera með siglingadellu í nokkur ár og hafa farið í margar styttri ferðir innanlands og um eyjar í heitum höfúm erlendis. Eiginkonur nokkurra leiðangursmanna voru mættar niðri á bryggju til að kveðja og sögðu þær að víst hefði þær langað með í siglinguna, en að þær væru ekki nógu vel „Ég vil fara með pabba!" snöktir litli snáð- inn en stóra systir huggar. Þetta eru börn Bjarna Jóhannsen á Paradís. þjálfaðar ennþá og vonuðust til að geta far- ið með. Hvaða þjálfun þarf til? „Ég þurfti ti 1 dæmis að fara á námskeið í notkun björgunarbáta," segir Margrét. Haldið úr Reykjavíkurhöfn. „Þetta er miklu meira en að báturinn sé blásinn upp og fólkið fari í hann. Nám- skeiðið fór fram í ískulda í febrúar í gamla varðskipinu Þór. Þaðan stökk ég í sjóinn ofan af efra efra þilfari, að vísu var ég í flot- galla en hann lak og ískaldur sjórinn komst alveg inn að mér. Þegar maður kemur inn í gúmmíbátinn þá er hann á hvolfi og það þarf að rétta hann við. Þetta er erfitt og sérstaklega fyrir þá sem þjást af innilokun- arkennd, eins o g t.d. Orri sonur minn. Ég sá að honum leið ansi illa, en honum tókst þetta eins og okkur öllum hinum.“ Þeir sem fara í siglingu eins og þessa þurfa sem sagt að vera afar vel þjálfaðir - vel sigldir — auk þess sem bátarnir verða að vera vel útbúnir. Á leiðinni ætluðu þeir að halda hópinn og vera eins nálægt hver öðrum og hægt væri. Talstöðvar eru í öll- um bátunum þannig að þeir geta haft sam- band sín á milli, auk þess er lóran og mið- unartæki í þeim flestum og sumir voru með sextanta. Margrét sagði að ferðina legðist bara vel í sig, en viðurkenndi þó að hún hefði verið nokkuð kvíðin dagana á undan. „Við Færeyjar eru víst ansi þungir og erfiðir straumar... en við erum búin að fá mjög gott kort yfir þá og eyjarnar," segir hún bara nokkuð íéttum rómi. Engan kvíða var að sjá á nokkrum leið- angursmanna, enda trúðu allir að veður- guðirnir yrðu þeim hliðhollir... sem væri eins gott, sögðu Gunnar og Orri, annars gætu þeir ekki borðað neitt af kræsingun- um sem mamma þeirra hafi verið búin að elda og setja í lit la frystinn í skápnum. „Ég veit nú ekki hvort maður geti nokkuð eldað," sagði Margrét og hefur kannski ekki þótt það neitt verra því að sögn er hún búin að reyna að vera að þjálfa karl- peninginn á heimilinu — og nú í bátnum — í að geta eldað sjálfir. Verði veðrið ekki það gott að þau geti borðað á leiðinni þá þurfa þau varla að örvænta því lítill fúgl færði þær fféttir frá Færeyjum að þarlendir vissu af komu þeirra og ætluðu að taka vel á móti, eins og þeirra er von og vísa, en í Færeyjum ætla ferðalangarnir að staldra við í eina viku og njóta dvalarinnar áður en lagt verður af stað aftur heim á leið. □ 30 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.