Vikan - 23.06.1988, Page 33
Grillaðir bananar
Bananarnir settir á grilliö þegar búiö er
aö fjarlægja kjötið og þeir látnir grillast á
meöan borðað er. Snúa þeim viö einu
sinni. Þeir eiga aö vera kolsvartir og farnir
að rifna aöeins þegar þeir eru tilbúnir.
Bananarnir eru borðaðir beint upp úr
hýöinu og ef vill má hella út á dálitlu af
rommi, eða einhverjum öðrum sterkum
drykk, t.d. súkkulaðilíkjör eins og Kahlúa.
Til þess að gera þennan Ijúffenga eftirrétt
enn „syndsamlegri" má setja þeyttan
rjóma eða ís út á allt saman . . .
NOKKRAR
GRILL-
SÓSUR
Bjórsósa
1 bolli bjór
1/2 tsk. salt
1 bolli tómatsósa
1/3 bolli púðursykur
2 sítrónusneiðar
3 msk. Worchesterhire-sósa
1 tsk. sinnep
1 tsk. paprika
1/2 tsk. chiliduft
1 laukur, saxaöur
Öllu blandað saman.sett yfir kjöt, fisk
og kjúklinga sem fara eiga á grillið.
Kaliforníusósa
2 laukar, sneiddir
3/4 bolll tómstsósa
3/4 bolli vatn
3 tsk. edik
2 msk. Worchestershiresósa
1 tsk. salt
1 tsk. paprika
1/4 tsk. kanill
1 tsk. pipar
1/8 tsk. negull
Öllu blandað saman og þá er grillsós-
an tilbúin.
Svínakjötssósa
2 msk. sojasósa
2 msk. sherry
1/4 tsk. engifer
2 msk. hunang
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. sinnep
1 tsk. hvítlauksduft
Öllu blandað saman og kjötið sem á að
grilla er látið liggja í sósunni í 1-2 tíma
áður en það er eldað.
Fljótleg grillsósa
1 bolli chilisósa
3/4 bolli vatn
2 tsk. chiliduft
2 tsk. Worchestershiresósa
1/4 bolli púðursykur
2 msk. sinnepsduft
1 tsk. salt
1/8 tsk. pipar
Allt sett í pott og soðið í 5 mínútur og
þá er grillsósan tilbúin.
Ráð: Auðvelt, fljótlegt og gott er að þrífa
grillristina með hálfum lauk. Margir grill-
framleiðendur mæla með því að ristin sé
ekki hreinsuð strax að notkun lokinni
heldur sé hún látin standa fram að næstu
notkun og hreinsuð þá. Lauknum er
strokið eftir ristinni og þá losnar allt hart
og viöbrennt auðvedlega af og ekki sakar
laukbragðið.
VIKAN 33