Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 40

Vikan - 23.06.1988, Page 40
Örvœntingarfull barótta Cher og Michael Jackson við tímann og húðlitinrygf Hver heimsóknin ó fœtur annarri til lýtalœkna og miklum fjórmunum eytt til að breyta útlitinu. Þessar tvœr stjörnur hafa getað lótið gera allt sem þeim datt í hug: • Lagfœra varir og augu • Fjarlœgja rifbein • Umbreyta brjóski • Breyta litarhcetti • Stœkka brjóst æði eru á toppnum núna. Þau eiga vísan aðdáendahóp um all- an heim sem telur hundruð milljóna. Þau eru stjörnur dagsins. Cher hin fagra fyrir kvikmyndirnar sem hún hefúr leikið í, kjólana sína, plöturnar og hina töfrandi æsku sína. Ótrúlegt að hún sé nýorðin 42 ára. Michael Jackson er stjarna vegna lag- anna sinna, dansanna, mynd- bandanna og ekki síst vegna nýútkominnar sjálfsævisögu sinnar, sem var undirbúin og fýlgt eftir af ekki ómerkari manneskju en sjálfri Jacque- line Kennedy Onassis. Bæði Cher og Michael eiga mikilli velgengni að fagna nú og hafa lagt meira en lítið af mörkum til að nýta sér það til fúllnustu. Á undanförnum árum hafa bæði gengist undir nokkrar lýtalæknisaðgerðir í þeim tilgangi að breyta nátt- úrulegu útliti sínu. Cher Hún heitir Cherylin Sarkisian, en allir þekkja hana sem Cher sem tók við Óskarnum fyrir hlutverk sitt í myndinni Moon Struck. Hún er falleg, mjög falleg, enda hefur fagurt útlit þessar- ar 42 ára gömlu konu kostað hana um 2 milljónir íslenskra króna, en þær hafa farið í allt það nýjasta sem hægt er að framkvæma í lýtalækningum. Michael Jackson er hörundsdökkur og hefur öðlast heimsfrægð fyrir söng sinn. Þar sem frægð og frami er vís þá fer tími hans allur í það nú að breyta útliti sínu og hörundslit þannig að hann líti út fyrir að vera hvítur maður. Hann hefur eytt meiri pening- um í útlitsbreytingu sína en Cher, enda meiri og erfiðari breytingar sem hann hefur látið fram- kvæma en hún. Allt fyrir frægðina! viðurkennir að hafa eytt um 50.000 dölum, sem eru meira en 2 milljónir íslenskra króna, fýrir hverja skurðaðgerðina á fætur annarri. Og Michael er ekkert að leyna því að á undanförnum árum hefúr hann eytt um 450.000 dölum, um 20 milljónum íslenskra króna, í ýmiss konar aðgerðir. Þegar við sjáum árangurinn þá finnst eflaust ýmsum að þetta hafi verið peninganna virði og að það hafl átt sinn þátt í vel- gengni þeirra. Að minnsta kosti vekur þetta forvitni margra og menn vilja vita meira um þessar stjörnur sem leggja svona mikið í sölurnar fyrir útlitið. Cher hefur gengið í gegnum 12 lýta- læknisaðgerðir á 19 árum. Jafúvel fyrrverandi eiginmaður henn- ar, Sonny, ætti erfitt með að þekkja hana fyrir sömu mann- eskjuna. Hún er þekkt um all- an heim sem Cher, þó nafn hennar sé Cherylin Sarkisian. Hún er þekkt sem atvinnu- manneskja og sem fremur al- varleg kona. Enginn efast um að fýrir hana sé það að vera nógu andlitsfríð og kroppfögur mjög mikilvægt. Hún skammast sín ekkert fyrir að játa að hún hafi eytt, þó hún kjósi heldur að segja fjárfcst, meira en tveim milljónum króna í lýtalækningar. „Ég var orðin svo þreytt á því að vera í kjólum sem héngu á mér eins og kartöflupokar svo ég ákvað að fela sjálfa mig í sérfræðinga- hendur. Þeim á ég, að mestu leyti, eilífa æsku mína að þakka, minn víðfræga vöxt og ótrúlegan lífskraft núna þegar Arið 1981 eyddi hún 95.000 krónum í að láta fjarlæga af húð sinni ör eftir unglinga- bólur. 1. aðgerð: Hún lét forma brjóstin árið 1969 fyrir 237 þús. krónur. 2. aðgerð: Eftir fæðingu sonar síns fannst henni brjóstin ekki nógu stinn svo hún lét lyfW þeim árið 1979 fyrir 233 þús. krónur. 3. aðgerð: Árið 1983 eyddi hún um 233 þús. krónum í að láta gera brjóstit fullkomin - eins og þau eru í dag. 38 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.