Vikan


Vikan - 23.06.1988, Qupperneq 43

Vikan - 23.06.1988, Qupperneq 43
ser a arinu. Þarna sést að húðin er orðin mun Ijósari, augun hafa breyst og hakan enn einu sinni. Nú minnir hann enn meir á mann af kyn- stofni hvítra. Andlit Michael Jackson hefur verid lagfœrt 25 sinnum að sem hefur skapað mest umtal varðandi líf og frægðarferil Michael Jackson eru hinar fjölmörgu aðgerðir sem hann hefur gengið í gegnum til að láta breyta útliti sínu. Árið 1979 leit hann út eins og hver annar amerískur krakki, svart- ur og dálítið þybbinn. Nú er hann orðinn nýr, latneskur Ru- dolph Valentino. Það sem hann hefúr gert til að breyta útliti sínu hefúr gengið fram af jafhvel einlægustu aðdáendum, Howard Bellin, einn af fræg- ustu sérfræðingum Bandaríkj- anna í lýtalækningum, skrifaði nýverið grein sem birtist í New York Daily News þar sem hann kryfur til mergjar nýtt út- lit Michael Jakcson, þar segir hann m.a.: „Ég held hann hafi farið í þrjár aðgerðir til að láta laga á sér nefið, látið skrapa á sér húðina, farið í tvær höku- aðgerðir, látið bæta við kinn- beinin, látið þynna efri vörina og eina aðgerð til að láta lag- færa kinnarnar." En Bellin gagnrýnir sumar aðgerðirnar, t.d. augnaðgerð- irnar, og segir um þær: „Það hefúr verið tekið of mikið af neðri augnhvörmunum, sem fer honum ekki vel.“ Hvað nef- inu viðvíkur þá segir hann að þar hafi þeir ekki gert neinar stórbreytingar, en þegar born- ar séu saman myndir sem teknar voru af Michael árið 1979, þar sem hann virkar vin- gjarnlegur og dálítið feitlaginn krakki, við myndir sem teknar hafa verið af honum nýlega; við magurt, leyndardómsfúllt, kvenlegt og næstum latneskt andlitið, þá verði að viður- kenna að breytingin er stór- kostleg. Ástæðan fyrir því að eytt er miklum fjárfúlgum í lýtalækn- ingar er sú að með þeim verð- ur útlit hans þannig að það höfðar til fólks af öllum kyn- stofnum. Lög hans eru keypt af hvítum jafnt sem svörtum. Af þeim 400 milljónum eintaka af plötu hans Thriller sem selst hafa, þá seldust 40 milljónir í Evrópu. í Japan, þar sem hver vestrænn söngvari getur talið sig mjög lánsaman að selja 200.000 eintök, sló Michael öll met með því að selja 1,5 milljón eintök af Thriller. Þó stærsti hluti aðdáenda- hóps hans séu unglingar þá á hans sér þó aðdáendahóp meðal hinna fúllorðnu. Feðr- um unglinganna finnst engin ógn stafa af nýja útlitinu; and- litsdrættirnir eru reglulegir og ekki kynæsandi, svo lifir hann mjög kyrrlátu lífi. Að vissu marki hefur Michael tekist að vinna á móti kynþáttafordóm- um, hann er orðinn alþjóðleg- ur. Það hafa ekki bara verið peningarnir sem fengu Micha- el til að ganga í gegnum allar þær breytingar sem hann hef- ur gert. Því jafnvel í höndum fásrustu skurðlækna þá er alltaf einhver hætta á að menn deyi í aðgerðinni. Því meiri sem að- gerðin er því meiri er áhættan. Minnstu mistök geta orðið til þess að eyðileggja gjörsamlega þetta þekktasta andlit popp- heimsins í dag. Það hljóta að liggja sterkari ástæður en hé- gómleiki og löngun til að selja plötur sínar að baki, þegar jafn þekkt stjarna ákveður að gang- ast undir skurðaðgerðir af þessu tagi. Ástæðan hjá Micha- el var óstöðvandi löngun í að breytast — og hann vildi ekki sættast á minni háttar breyt- ingu; hann vildi breytast ffá toppi til táar. Umbreyting líkama og sálar. Hann fórnaði höfðinu á altari ímyndunaraflsins, og þar með öllum andlitsdráttum sínum. Þegar hann horfir á sjálfan sig í speglinum þá sér hann ekki Michael Jackson lengur — feit- laginn, svartan söngvara frá Gary - heldur óákveðna karl- veru á óræðum aldri og af óræðum kynstofhi. Það sem gerðist var að Michael fór í 12 skurðaðgerðir til að verða myndarlegur drengur og eyddi í þær 250.000 dollurum. Eftir þrjár nefaðgerðir, marg- víslegar aðgerðir til að gera húðina hvítari, tvær hökuað- Frh. á bls. 44 VIKAN 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.