Vikan


Vikan - 23.06.1988, Síða 44

Vikan - 23.06.1988, Síða 44
Unglingarnir tala eigin mállýsku sem þeir fullorðnu skilja ekki. Hér mótmæla þeir fyrir framan þingið. Örvœntingarfull uppreisn spœnskra ungmenna u - eftir Aitor Yraola, lektor í spænsku í Háskóla íslands íslendingar flykkjast í sólarlandaferðir til Spánar sér til ánægju og afslöppunar - og gera sér fæstir grein fyrir því að stærstur hluti spænskrar æsku er ákaflega óánægður með þær aðstæður sem þeim er boðið upp á: Enga atvinnu að fá, menntun er of dýr og framtíðin nánast vonlaus. Því hafa þau gripið til örþrifaráða: Ungmennauppreisnar. Aitor Yraola, sendikennari í spænsku við Háskóla íslands, segir hér frá uppreisninni og aðdraganda hennar. Brotinn verslunar- gluggi, símaklefi £ rúst, götur þaktar glerbrotum eru ekki sjáldgæf sjón um helgar í miðbæ Reykjavíkur. Ungir fs- lendingar mótmæla af ofsa og láta þannig í ljós vanlíðan sína í samfélagi allsnægta. En þrátt fyrir þessi ungæðislegu merki um mótþróa hefur íslensk æska enn ekki tekist á við raunverulega andstæðinga sína: Aukna ánetjan fíkniefna, óljósa framtíðarsýn og vissu um atvinnuleysi — vandamál sem koma við sögu hjá drjúg- um hluta vestrænnar æsku. Á síðasta ári flykktust þús- undir spænskra ungmenna á aldrinum 14 til 20 ára til mót- mæla gegn sósíalistastjórninni og í raun gegn samfélaginu í sérstæðustu ungmennaupp- reisn í Evrópu á síðari árum. Örvæntingarfullir unglingar, allt niður i tryllt böm, vantrú- uð á komandi tíma, dæmd til atvinnuleysis, kröfðust réttar síns til sæmandi framtíðar. J 42 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.