Vikan - 23.06.1988, Side 45
Vopnaðir lögreglumenn mæta uppreisnarseggjunum.
^inn nemendanna I Madrid sem þátt tóku í óreiðunum. Það gæti
komið sér illa að þekkjast...
Juan Ramos, 22 ára, forsprakki
námsmannahreyfingarinnar,
fullyrti: „Við hinir ungu mæt-
um vonlausri framtíð, hrika-
legu ástandi í fjármálum heima
fyrir og fullkominni ringulreið
í menntamálum."
Á 7. áratugnum komu fram á
sjónarsviðið ungmennahreyf-
ingar, andsnúnar ríkjandi
menningu, fyrst í Berkeley og
síðan í París, þar sem ungt fólk
tók í fyrsta sinn að efast um
grundvöll neyslusamfélagsins.
Petta leiddi m.a. af sér hippa-
hreyfinguna, sem leitaði þess
andlega frelsis sem samfélagið
neitaði þegnum sínum um og
lauk með blómabyltingu. Frá
því að þessu linnti hefúr ekki
komið til svo fjölmennra mót-
mælaaðgerða ungmenna sem
jafhast geta á við þær spænsku.
Þó að afleiðinga stúdenta-
uppreisnarinnar frönsku í maí
1968 hafi ekki beinlínis gætt á
Spáni, þá hafði mikill meiri-
hluti spænskra háskólanema
lýst sig andvíga Franco-stjórn-
inni, allt frá 1956, og um leið
tekið á sig að gegna mikilvægu
hlutverki sem sterkt afl í
stjórnarandstöðu. Ein leið til
að mótmæla var í gegnum tón- ‘
listina og á þessum árum
komu fram svokallaðir cantau-
tores — ung tónskáld og túlk-
endur — sem ekki einungis
juku gildi dægurtónlistar, með
því að gera hana þjóðlega,
ÚTLÖND
heldur öðluðust mörg lög
þeirra einnig umtalsverða
pólitíska þýðingu.
Tala sína eigin
mállýsku
— pasota-mál
Eftir dauða Francos hers-
höfðingja og á fýrstu árum lýð-
veldisins voru fagrar vonir
margra ungmenna bundnar
við það að hið nýja lýðveldi
fæli í sér fyrirheitna landið,
útópíuna. En raunin varð allt
önnur, félagsleg vandamál
hrönnuðust upp og færðu
mótþróafullri kynslóð von-
brigði, fíkniefni og félagslegt
misrétti. Einmitt á árunum frá
1978 og ffam á þennan áratug
varð til á Spáni hreyfing ung-
menna, minnihlutahópur utan-
garðsmanna, sem þróaði með
sér eigin mállýsku, sem náði
því að verða svo útbreidd að
hún hafði áhrif á málfar hins al-
menna Spánverja. Þessi hreyf-
ing hóf óvirka andspyrnu, þ.e.
að mótmæla með aðgerðar-
leysi sínu, og áleit tilgang lífs-
ins vera neyslu chocolate
(hass) og áfengis. Þessi nei-
kvæða mótmælaaðferð táknaði
á sínum tíma vanmátt ung-
mennanna andspænis heimi
fúllorðinna. Hinn svokallaði
pasotismo (dregið af spænsku
sögninni pasar, desentenderse,
þykjast ekki skilja, neita að
taka þátt, á pasota-máli) var
fýrirboði ungmennamótmæl-
anna í dag.
Ein og hálf milljón
atvinnulausra
unglinga
f nýlegri skýrslu OECD er
atvinnuleysi ungmenna skil-
greint á eftirfarandi hátt:
„Landlægt mein evrópsks efha-
hagslífs og forgangsverkefhi til
lausnar í öllum Evrópulönd-
um.“ Á Spáni er helmingur
allra atvinnuleysingja yngri en
24 ára (u.þ.b. 425.000), sem
setur Spán í ótvírætt forystu-
sæti hvað varðar atvinnuleysi
unglinga í Evrópu og skýrir
hvers vegna atvinnuleysið er
aðaláhyggjuefni spænskra ung-
menna. Of margir unglingar
hafa alist upp í andrúmslofti
vonleysis og grimmrar sam-
keppni, og þeim virðast nú öll
sund lokuð. í dag eru það hinir
yngstu meðal ungs fólks, tán-
ingarnir, innikróaðir í mót-
sögninni milli efnahagskreppu
samfélagsins annars vegar og
almennrar eyðslu um efni frarn
hins vegar, sem rísa upp gegn
sósíalistastjórn og krefjast
VIKAN 43