Vikan


Vikan - 23.06.1988, Qupperneq 45

Vikan - 23.06.1988, Qupperneq 45
Vopnaðir lögreglumenn mæta uppreisnarseggjunum. ^inn nemendanna I Madrid sem þátt tóku í óreiðunum. Það gæti komið sér illa að þekkjast... Juan Ramos, 22 ára, forsprakki námsmannahreyfingarinnar, fullyrti: „Við hinir ungu mæt- um vonlausri framtíð, hrika- legu ástandi í fjármálum heima fyrir og fullkominni ringulreið í menntamálum." Á 7. áratugnum komu fram á sjónarsviðið ungmennahreyf- ingar, andsnúnar ríkjandi menningu, fyrst í Berkeley og síðan í París, þar sem ungt fólk tók í fyrsta sinn að efast um grundvöll neyslusamfélagsins. Petta leiddi m.a. af sér hippa- hreyfinguna, sem leitaði þess andlega frelsis sem samfélagið neitaði þegnum sínum um og lauk með blómabyltingu. Frá því að þessu linnti hefúr ekki komið til svo fjölmennra mót- mælaaðgerða ungmenna sem jafhast geta á við þær spænsku. Þó að afleiðinga stúdenta- uppreisnarinnar frönsku í maí 1968 hafi ekki beinlínis gætt á Spáni, þá hafði mikill meiri- hluti spænskra háskólanema lýst sig andvíga Franco-stjórn- inni, allt frá 1956, og um leið tekið á sig að gegna mikilvægu hlutverki sem sterkt afl í stjórnarandstöðu. Ein leið til að mótmæla var í gegnum tón- ‘ listina og á þessum árum komu fram svokallaðir cantau- tores — ung tónskáld og túlk- endur — sem ekki einungis juku gildi dægurtónlistar, með því að gera hana þjóðlega, ÚTLÖND heldur öðluðust mörg lög þeirra einnig umtalsverða pólitíska þýðingu. Tala sína eigin mállýsku — pasota-mál Eftir dauða Francos hers- höfðingja og á fýrstu árum lýð- veldisins voru fagrar vonir margra ungmenna bundnar við það að hið nýja lýðveldi fæli í sér fyrirheitna landið, útópíuna. En raunin varð allt önnur, félagsleg vandamál hrönnuðust upp og færðu mótþróafullri kynslóð von- brigði, fíkniefni og félagslegt misrétti. Einmitt á árunum frá 1978 og ffam á þennan áratug varð til á Spáni hreyfing ung- menna, minnihlutahópur utan- garðsmanna, sem þróaði með sér eigin mállýsku, sem náði því að verða svo útbreidd að hún hafði áhrif á málfar hins al- menna Spánverja. Þessi hreyf- ing hóf óvirka andspyrnu, þ.e. að mótmæla með aðgerðar- leysi sínu, og áleit tilgang lífs- ins vera neyslu chocolate (hass) og áfengis. Þessi nei- kvæða mótmælaaðferð táknaði á sínum tíma vanmátt ung- mennanna andspænis heimi fúllorðinna. Hinn svokallaði pasotismo (dregið af spænsku sögninni pasar, desentenderse, þykjast ekki skilja, neita að taka þátt, á pasota-máli) var fýrirboði ungmennamótmæl- anna í dag. Ein og hálf milljón atvinnulausra unglinga f nýlegri skýrslu OECD er atvinnuleysi ungmenna skil- greint á eftirfarandi hátt: „Landlægt mein evrópsks efha- hagslífs og forgangsverkefhi til lausnar í öllum Evrópulönd- um.“ Á Spáni er helmingur allra atvinnuleysingja yngri en 24 ára (u.þ.b. 425.000), sem setur Spán í ótvírætt forystu- sæti hvað varðar atvinnuleysi unglinga í Evrópu og skýrir hvers vegna atvinnuleysið er aðaláhyggjuefni spænskra ung- menna. Of margir unglingar hafa alist upp í andrúmslofti vonleysis og grimmrar sam- keppni, og þeim virðast nú öll sund lokuð. í dag eru það hinir yngstu meðal ungs fólks, tán- ingarnir, innikróaðir í mót- sögninni milli efnahagskreppu samfélagsins annars vegar og almennrar eyðslu um efni frarn hins vegar, sem rísa upp gegn sósíalistastjórn og krefjast VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.