Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 46

Vikan - 23.06.1988, Page 46
Unglingur með slöngubyssu... Skot úr henni getur auðveldlega valdið miklum skaða. betri menntunar, fleiri styrkja, lífeyris til þeirra verst settu, lækkunar skólagjalda til há- skólanáms og hækkunar fjár- hagsáætlunar til menntamála. 17 ára menntaskólastúlka sagði í samtali við blaðamann: „Menntastefha stjórnarinnar er að gera út af við okkur námsmenn, við ætlum að breyta henni, því við eygjum enga útgönguleið að námi loknu.“ Unga fólkið vill öryggi, áhrif og peninga Hörð samkeppni um at- vinnu hefúr orðið þess vald- andi að mikilvægt er að hafa sem mest nám að baki eigi maður að vera gjaldgengur á vinnumarkaðnum. Því hafa ungmenni dagsins í dag einsett sér að endurskipuleggja nú- verandi menntakerfi í sam- ræmi við harðar kröfúr sam- félagsins. Félagsffæðingurinn Zárraga, sem er höfúndur bók- ar um atvinnu og atvinnuleysi ungs fólks, segir: „Þessi kyn- slóð er stödd í blindgötu, tæki- færin til að öðlast efnahagslegt sjálfstæði eru takmörkuð, en án þess blasir félagsleg útskúf- un við.“ Niðurstöður nýlegrar könnunar benda til þess að um helmingur unga fólksins sé hófdrykkjufólk á áfengi og að 50% af afbrotum unglinga megi skýra alfarið út frá at- vinnuleysi. í mörgum evrópskum borg- um verður vart aðgerða, stundum yfirgangs, ýmissa unglingahópa, svo sem pönk- ara, rokkara og skinheads, en þeir eru beinir arftakar hells angels, teddy boys og black panthers. Af öðrum toga eru hin fjölmennu mótmæli spænsks æskufólks, nánast barna, sem hefur hópast út á götur spænskra stórborga og eyðilagt ljósastaura, teppt um- ferð og mætt lögreglunni af áður óþekktri hörku; ekki í þeim tilgangi að krefjast frelsis, heldur öryggis, áhrifa og peninga. Ungmenni Spánar eru dæmi um mikilvægt æsku- fyrirbæri. Hér eru á ferðinni af- kvæmi velferðarinnar í Evr- ópu, sem neita því hlutskipi að vera fórnarlömb vonbrigða, dæmd til útskúfúnar, til að búa í foreldrahúsum til þrítugsald- urs eða að verða viðfangsefni geðlækninganna, hér er um að ræða þroskað ungt fólk, sem er sér skýrt meðvitandi um rétt sinn, eins og námsmaður nokkur fór beiskum orðum um í viðtali: „Neysluþjóðfélag velferðarinnar kremur þig, því það stefúir að því að eiga, ekki að vera, og sá sem ekki á er ekki og á sér því ekki við- reisnar von innan samfélags- ins.“ □ MICHAEL JACKSON: Lét tattóvera varir sínar fyrir nœr tvœr milljónir króna Frh. af bls. 41 Að mati Michael Jackson er Diana Ross fullkomin, þannig að hann er tilbúinn til að fórna öllu til þess að verða eins og hún. gerðir sem áttu að láta andlitið virka grennra, þá var Michael kominn á það stig að líkjast systur sinni, Janet, mjög mikið. Þörfln, sem þessi 29 ára gamli milljónamæringur hefur fyrir að láta sífellt vera að breyta sér er þáttur í hinni ör- væntingarfúllu leit hans að hinum fullkomna líkama. Virt- ur lýtalæknir sem skoðað hef- ur myndir af Michael sem teknar hafa verið síðustu ellefu árin, skýrir árangur hnífsins sem breytti Michael í hreint ótrúlega mannveru. Jerome Craft, læknir, segir að húð Michaels, sem var áður dökk og ójöfú, hafi verið gerð hvít- ari með sérstöku kremi sem hefur þessi áhrif. Nef hans, sem var áður breitt og flatt með stórum og nokkuð drúp- andi nefbroddi, sé nú beint. Hann segir að eftir nefaðgerð hafi læknarnir skilið eftir bil sem þeir ætluðu síðar að nota til að græða þar í bein svo það yrði enn beinna. í öðrum að- gerðum gerðu þeir nef hans mjórra og miklu óeðlilegra. Craft læknir bætir því við að enni Michaels hafi verið gert hærra, húðin þar sléttari og augnabrúnirnar hækkaðar. Til þess að gera andlitsdrættina finlegri og láta hann fá höku- skarð, þá var silikon sett í kinn- beinin, sem eru nú meira áber- andi, og fjarlægt var smávegis af fituvef úr kinnunum. Skurð- læknirinn segir að augun hafl einnig verið lagfærð og að nú sé hvítan áberandi, sem sé vegna þess að of mikið hafl verið tekið af neðri augn- hvörmum. Sumir segja að svarta línan umhverfis augun hafl verið tattóveruð þar, aðrir segja að varir hans hafl einnig verið tattóveraðar rauðar og að þetta hafi kostað 43.000 dollara, þannig að nú þurfi hann aldrei að eyða tímanum lengur í að leita að varalit. Sil- ikon var einnig sett í höku Michaels, sem var oddhvöss áður. Og samkvæmt Craft lækni þá hefur hökuskarðið verið myndað í silikonið. Frá árinu 1977 hefur Micha- el verið að vinna að sýnum innra manni. Hann gerðist jurtaæta og borðar eingöngu náttúrufæði. Hann vaknar við sólarupprás, fer í kalda sturtu og byrjar daginn á vítamín- og steinefriapillum. Þá gerir hann líkamsæfingar, dansar eftir eig- in tónlist í speglaklæddu her- bergi. Á efetu hæð húss síns í Encino nærist hann á ávöxt- um, hnetum, avocado, ávaxta- safa og ölkelduvatni. Jafúvel þó Pepsi Cola fyrirtækið hafl viljað borga honum 15 millj- ónir dollara fyrir, þá neitaði hann algjörlega að halda á pepsi-flösku í hendinni. Margir hafa reynt að útskýra undarlega hegðun Michaels Jackson og meðal þeirra er June Gatlin, sem er heimilis- læknir Jackson fljölskyldunnar og hefur fylgst með breyting- unum sem orðið hafa á útliti og hegðun Michaels. Hún seg- ir að þetta stafi allt af því hversu gagntekinn hann er af aðdáun sinni á Diönu Ross og að hann hafi alltaf langað til að líkjast henni. Samkvæmt því sem Galtin segir þá gerir Michael allt sem í hans valdi stendur til að vera líkamlega fúllkominn — og að hans mati er Diana fúllkomin, þannig að hann er fús til að fórna öllu til þess að verða eins og hún. Diana Ross viðurkennir að þau séu orðin lík Michael og hún, en að það sé vegna þess að hann hafi viljað syngja eins og hún. (Panorama/J.J.M.) 44 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.