Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 48

Vikan - 23.06.1988, Page 48
Pétur Steinn skrifar: POPP Stórstjömur A M argar stórstjörnur hafa undanfarnar vikur og mánuði verið á tónleikaferða- lögum um Evrópu. Má þar nefna m.a. Whitney Houston, Michael Jackson, George Michael og Bruce Springsteen. George Michael er á sínu fyrsta tónleikaferðalagi eftir að Wham hættu og sagði hann áður en hann lagði af stað að þetta yrði kynþokkafyllsta tón- leikaferð sem farin hefði verið. Hann hefur nú ferðast um Frakkland, Holland og víðar og eitt er víst að hann er talinn standa undir þessum yfirlýs- ingum. Tónleikarnir byrja á laginu „I Want Your Sex“ úr kvikmyndinni Beverly Hills Cop 2 (Eddy Murphy). Síðan kemur hvert lagið á fetur öðru og fer söngvarinn aðstoð við- staddra þegar kemur að laginu „Faith“. Hann segir það þægi- lega tilfinningu að heyra mörg þúsund taka undir og syngja textann óaðfinnanlega, þó ffamburðurinn sé stundum ekki alveg upp á 10. Hina venjulegu dagskrá end- ar George Michael með laginu „Careless Whisper", en eftir uppklapp færist fyrst veruleg- ur hiti í leikinn. Þá fer hann um sviðið á magnþrunginn hátt og er í stöðugri snertingu við eina söngkonuna (Lynn Marby) og á stundum velta áhorfendur fyrir sér siðgæð- inu. Allir virðast þó skemmta sér hið besta og telja sig fá það fyrir peningana sem við var búist. Michael Jackson hefúr verið á ferðalagi um Evrópu og hef- ur alls staðar verið uppselt og stöðugt er verið að bæta við XÍÝTT Nokkrar nýjar hljóm- sveitir hafa komist inn á íslenska list- ann að undanförnu sem ekki hafa áður komist á blað poppsögunnar. Má þar nefna Fairground Attraction og S-Express sem dæmi. En gamalreyndir popparar á borð við Prince og A-ha eru einnig til staðar. Prince hefur sætt gagnrýni fyrir að vera nakinn á framhlið plötuumslagsins. Af þessum sökum hafa siðprúðir plötusalar í Bandaríkjunum ekki tekið plötuna til sölu. Deus með Sykurmolunum féll af toppnum 4. júní og Prefab Sprout náðu toppsæt- inu með laginu The King of Rock’n’roll. Altalað var að þetta lag væri samið með Elvis Presley í huga en svo var þó ekki. Þetta gæti verið hvaða rokkstjarna sem er eða jafhvel blanda af mörgum. Fairground Attraction Fairground Attraction er ung hljómsveit sem hefur notið mikilla vinsælda fyrir lagið Perfect. Hún saman- stendur af Roy Dodds, Eddie Reader, Simon Edwards og Mark E. Nevin, en sá síðast nefhdi samdi lagið Perfect. Þegar Nevin spilaði lagið fyrir hljómsveitarmeðlimina í 46 VIKAN fyrsta skipti fannst honum þetta heldur hallærislegt lag, en aðrir meðlimir sveitarinnar voru honum þar ekki sammála. Það varð úr að gefa lagið út og komst það í efsta sæti breska listans. Söngkonan Eddie Reader hefur getið sér gott orð fyrir að syngja bakraddir hjá Alison Moyet og Eurythmics. Þegar hún var spurð á dögunum hvernig lag Perfect væri svar- aði hún að þetta væri „Boomba- doomba-doom-slap-back-rock- a-billy.“ Ekki minnist ég þess að hafa séð þessa skilgreiningu á tónlistarstefnu eða öðru, en þetta er kannski ekki verri lýs- ing á lagi en hver önnur. Ann- ars er Eddie Reader ekki mikið fyrir að sýnast, hún segist til dæmis frekar fara í byggingar- vöruverslun til að kaupa skrúf- járn heldur en að fara í tísku- vöruverslun að máta eða kaupa föt. Það verður gaman að fylgj- ast með Fairground Attraction á næstu misserum. S-Express S-Express er aðallega einn maður, Mark Moore. Hann hefur starfað sem plötusnúður á virtum næturklúbbum í London. Hip-hop tískan er allsráð- andi í danshúsum heimsins og hafa nokkrir plötusnúðar tekið þátt í tilbúningi laga sem tilval- in eru til dansiðkunar. Frægust þessara laga eru Pump up the Volume og Bomp the Bass. S- Söngkona Fairground Attraction segir lag hljómsveitarinnar vera „Boomba-doomba-doom-slap-back-rock-a-billy“!!! áferð aukatónleikum. Báðar frjálsu útvarpsstöðvarnar íslensku hafa tekið frá miða á tónleika með honum, en þó ekki á þá sömu. George Michael á sviði ásamt Lynn Marby. Express nota mikið „samplera" eins og áðurnefhd lög og kfydda síðan með stefum héð- an og þaðan. Upphaflega var lagið gefið út á smáskífu í næt- urklúbbnum þar sem Mark vann og líkaði fólki vel. Þegar svo ákveðið var að gefa lagið út á almennum markaði kom babb í bátinn sem engan hafði órað fyrir — lagið varð feiki- vinsælt. Nú kom upp það vandamál að nokkrir meðlim- irnir gátu ekki skuldbundið sig til að koma ffam og eyða öll- um sínum tíma í kynningu og hljómleikaferðalög því þeir voru uppteknir við vinnu á öðrum stöðum. Mark þurfti því að hefjast handa við að finna nýtt fólk. Hann, ásamt Michelle, fúndu Chilo Farlo, sem starfaði sem söngkona og dansari á næturklúbbum, og Lindu „Love“, sem hefúr starf- að sem fýrirsæta. Þau hyggja nú á gerð nýrrar plötu en Mark segir að menn þurfi ekki að vera tónlistar- menn til að geta búið til lög af þessu tagi. Þetta er tónlistar- bylgja likt og pönkið var á sín- um tíma. Menn þurfa þó að hafa vissa grunnþekkingu og hana hefúr Mark úr plötu- snúðsstarfinu. Þess má geta að einn ís- lenskur plötusnúður (Big Foot) hefúr unnið að lagi í þessum anda ásamt nokkrum öðrum. Þá er ekkert annað eftir en að kaupa sér gott segulband og dusta rykið af gömlu plötun- um.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.