Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 53

Vikan - 23.06.1988, Page 53
HÁR FÍNAR FLÉTTUR Hefurðu prófað að flétta hórið eins og sýnt er hérna ó myndunum? Ef ekki, þó er bara að prófa! Þaö getur veriö gott að taka sítt hár frá andlitinu og hálsinum þegar heitt er í veðri og hér eru þrjár frábærar og auðveldar greiðslur, sem henta ungu stúlkunum sérstak- lega vel. Veldu þér eina í dag-og aðraámorgun! Geislabaugurinn Með greiðslu eins og þá er mynd eitt sýnir virkarðu mjúk og sakleysisleg, jafnvel þó þú hafir ýmislegt í huga! Beygðu þig fram þannig að hárið falli yfir höfuðið og burstaðu hárið lauslega til hliðar - og fléttaðu síðan laust. Dragðu nokkra hárlokka fram og úðaðu örlitlu af hárlakki yfir. Frjálsleg Skiptu toppnum frá vinstri, al- veg aftur á hvirfil. Togaðu hárið sem er ofan á höfðinu hægra megin aftur og yfir á vinsti hlið, fléttaðu síðan í hliðarfléttu. Taktu saman hár- ið á vinstri hliðinni og aftan á og fléttaðu það í aðra fléttu, beint fyrir neðan fyrstu flétt- una. Þá skaltu binda langa slæðu um höfuðið, eins og á myndinni. Bintu þá flétturnar tvær saman með efnisbút og minni búta um endann á hvorri fléttu og pínulitla búta um nokkra hárlokka úr toppnum. Sparigreiðsla Safnaðu hárinu saman uppi á höfðinu og dragðu það síð- an til annarrar hliðarinnar. Þegar þú byrjar að flétta skaltu snúa upp á hárið laus- lega innávið, meðfram hárlín- unni, þannig að jöfn bylgja myndist frá eyra að byrjuninni á fléttunni. Láttu fléttuna vera nokkuð framarlega. VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.