Vikan


Vikan - 23.06.1988, Qupperneq 56

Vikan - 23.06.1988, Qupperneq 56
Ekki er öll vitleysan eins... HEYRT Á BIÐSTOFUM: Plöntuvitlaus Þú hefúr án efa heyrt um fólk sem talar við plönturnar sínar. Það er ekki nóg með að systir mín tali við gúmmí- plöntuna sína. Hún ofdekrar hana. Einu sinni var ég að hjálpa henni að laga til og var að þurrka af. Ég færði plönt- una aðeins til. „Settu hana undireins aftur á sinn stað!“ Sagði systir mín. „Hún sér ekki sjónvarpið ef þú færir hana.“ Já-kona Ég er orðin 86 ára og er nýfarin að nota heyrnartæki. Ég vildi ekki að hárgreiðslu- konan mín vissi af þessu svo ég faldi tækið í veskinu mínu og sagði „já“ við öllu sem hún spurði mig — og kom heim með fallegasta háralit sem ég hef nokkurn tíma ver- ið með ! Opinbert leyndarmál Þvottavélin okkar getur gert næstum allt: þvegið lítið í einu, mikið í einu, marglitt og suðuþvott. Það er meira að segja læsing á hurðinni svo enginn getur opnað hana á meðan verið er að þvo. Takkinn verður að hafa ferst alla leið út á enda pró- grammsins til að hurðin opnist. Til allrar óhamingju höfðu framleiðendur vélar- innar sett leiðbeiningarnar, sem segja okkur allt þetta, inn í þvottahólfið! Þannig að eina leiðin til að nálgast leið- beiningarnar sem sögðu til um það hvernig opna ætti hurðina var að opna hurðina. Nú ef þú ert að spekúlera í því hvernig ég fór að þá þvingaði ég hana upp með hníf! Frh. af bls. 52 þegar eru sestir veltist um af hlátri. Það var með ólíkindum hvað hann náði þeim vel sem hann hermdi eftir, hvort sem það voru stórir eða litlir, karlar eða konur. „Ég reyni að velja fólk úr sem er eitthvað öðruvísi og helst þannig ásýndar að það berji mig ekki í köku, ef það uppgötvar að ég er að gera grín að því! Ef fólk er skrítið í vaxtarlagi eða göngulagi reyni ég að líkja eftir því. Stundum líkar mönnum þetta illa og þeir snúa sér sótrauðir við, en þá hleyp ég bara í burtu eins og fætur toga. Það er hlegið að því líka, en ég reyni að sjá mann- gerðirnar út fýrirfram.“ „Góður látbragðsleikari kann 10.000 stellingar“ Dane byrjaði sem galdrakarl og ferðað- ist um þver og endilöng Bandaríkin áður en hann fór út í látbragðsleikinn. „Það var ekkert grín að vera galdrakarl. Ég lét oft fólk hverfa og fann það svo ekki aftur...“ segir Dane brosandi. „Nei, svona í alvöru þá voru svo margir í þessari galdra- mennsku að ég gafst upp. Þegar ég var í þessu var þetta þjóðaríþrótt. 3000 manns höfðu atvinnu af göldrum en núna eru þeir kannski 60 sem láta eitthvað að sér kveða. Ég hafði sem barn lært ýmiss konar trúðabrögð; var á einhvers konar trúða- skóla. Þar lærði ég að láta líkamann tala, búa til skrautlega búninga og reyndar galdra líka. Ég flakkaði svo um með fólki sem sýndi tjáningarverk án orða, einskon- ar leikrit. Þannig öðlaðist ég smám saman reynslu. Látbragðsleikur byrjaði á götum Frakklands og þar í landi eru bestu lát- bragðsleikarar heims. Nútíma „breikdans" er arfleifð frá látbragðsleik, tjáning án orða og ekki alveg dans... Það er flókið mál að vera látbragðsleik- ari. Sífellt þarf að ftnna upp nýjar hreyfing- ar, passa að staðna ekki. Það er haldin keppni á hverju ári meðal bandarískra lát- bragðsleikara og samkvæmt sérstökum video- og tölvuupptökum er talið að góð- ur látbragðsleikari hafi yfir 10.000 mis- munandi tjáningarstellingum að ráða. Stundum vildi ég að konan mín kynni þessa tjáningaraðferð án orða, þá þyrfti hún ekki að öskra og þegði meira! Líklega myndi hún þá bara beita líkamlegu of- beldi... Austurlandabúar nota líkamshreyfingar mikið þegar þeir ræða málin og þurfa að tjá sig um eitthvað verulega mikilvægt. Vesturlandabúar nota svipbrigði meira þegar þeim Iiggur eitthvað á hjarta, setja skeifú á munninn þegar þeim mislíkar eitthvað. Ég spái mikið í þetta, glápi öllum stundum á sjónvarp, skoða hegðun fólks og hvernig aðrir skemmtikraftar bera sig að. Konan mín þolir þetta ekki en ég lifi bara fýrir skemmtanabransann. Ég get nú samt stundum orðið þreyttur eins og hver annar í vinnunni. Einu sinni náði ég ekki til áhorfenda, þeir hlógu ekki neitt. Ég varð ævareiður og náði í poka af tómötum og grýtti í áhorfendur. Venjulega er þessu öfugt farið. Áhorfendur í litlum leikhúsum í smáþorpum gera í því að grýta eggjum og tómötum í óþekkta listamenn." „Látbragðsleikur góður skóli í mannfegum samskiptum“ „Það er alveg gefið mál að maður nær aldrei til allra áliorfenda. En það gleður mig að margir áhorfendur koma í Sea World bara til að fylgjast með aðförum mínum, þó fiskarnir eigi að vera aðdráttar- aflið. Það fólk sem móðgast ekki ef gert er grín að því hjálpar sýningunum og það er oft mikið tjör hér. Stundum stel ég stelp- um af karlmönnum og það vekur oft kát- ínu, sérstaklega ef þeir reiðast. Ég fékk einu sinni glóðarauga á bæði og blóðnasir þegar einum rumi mislíkaði aðgerðir mínar. Það er orðið langt síðan þetta var, ég er orðinn meiri mannþekkjari núna. Ein akfeit kona, svona 200 kíló, vildi taka mig með sér heim — sem leikfang. í alvöru talað, hún ætlaði að borga mér stórfé fýrir, vildi fá mig sem látbragðsleikara hálfan daginn og elskhuga hinn helminginn. Hún sendi mér meira að segja samning í pósti og bað mig að koma til Kaliforníu. Hún reyndist vera eiginkona kvikmyndastjóra, var ríkulega klædd pelsi í öllum hitanum hérna. Ég afþakkaði kurteislega gott boð og sendi mynd af Rúdólf Valentínó til baka. Mig hefur alltaf dreymt um að verða stjarna, kannski hefði þessi kona getað hjálpað, en ég hef ekki áhuga á að selja sálu mína. Mig hefur alltaf langað að vinna við kvikmyndir, alveg frá því ég var smá- polli, og stærsti draumirm var að verða eins og Houdini, leysa þrautir og losna úr dauðagildrum. Það sem ég geri nú er minna mál og hættuminna, en það er aldrei að vita nema maður söðli um og gerist kúreki. Nei, ég meina, reyni fyrir mér við leikstörf. Þá verður látbragðs- leikurinn góður skóli í mannlegum sam- skiptum. Fólk er oft að reyna að fá mig til að tala á skemmtunum en ég veld því al- veg að tjá mig með hreyfingum og gef mig ekki. Það er hægt að vera kátur, súr, reið- ur, leiðinlegur, þreyttur, pirraður og allt sem nútímamaðurinn er frá degi til dags án orða. En það kostar þjálfún og aga. Verst að konan skyldi ekki hafa tekið þetta upp..." □ 54 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.