Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 61

Vikan - 23.06.1988, Page 61
kaldar og tilfinningalausar, án sveigjan- leika og afls, líkami hans fann ekki jafnvæg- ið lengur. Hann var hræddur. Það liðu sekúndur. Kaldur vindurinn lék um andlit hans. Hávaði umferðarinnar djúpt fyrir neðan hann barst að eyrum hans eins og sjávar- drunur. Stundum varð allt svo hljótt að hann gat heyrt þegar stefnuljósin breyttu sér, en á eftir kom öskrið frá farartækjun- um um leið og þau juku ferðina aftur. í einni þögninni kallaði hann: „Hjálp!" svo hátt að það skar hann í hálsinn. En vindur- inn tók hljóðið burt með sér og hann minntist þess hve oft hann sjálfúr hafði heyrt eitthvert fjarlægt óp á kvöldin án þess að hugsa meira um það. Þótt einhver hefði heyrt eitthvað núna mundi hann sjálfsagt ekki heldur hafa áhyggjur af því. Eftir örstutta stund gerði hann sér ljóst að það var ekki nema um eitt að ræða - hann varð að reyna að ganga til baka! Bak við lokuð augu hans liðu myndir eins og kvikmyndir. Hann sá sjálfan sig ýta sér áffant á brúninni, missa jafnvægið og steypast aftur fyrir sig baðandi út báðum handleggjum. Hann sá sjálfan sig stíga á lausa skóreim á öðrum skónum, fann kippinn, sem líkami hans tók áður en hann hvirflaðist í ótal hringjum niður á við, með hnén kreppt upp undir sér og höfuðið beygt niður að brjóstinu. í ýtrustu neyð og eingöngu vegna þess að hann vissi að hugsanir hans gátu þá og þegar orðið að veruleika, heppnaðist hon- um loks að útiloka allar aðrar hugsanir en um það sem hann var að gera. Með hægri hreyftngu, gagntekinn af angist, lét hann vinstri fót renna nokkra sentimetra í átt að ótrúlega fjarlægum glugganum að dagstof- unni. Síðan lét hann skjálfandi vinstri höndina hreyfast í sömu átt. í nokkrar sek- úndur gat hann ekki fengið sig til að flytja hægri fótinn frá útskotinu yflr að veggnum. Þegar hann loks gerði það heyrði hann þytinn af loftinu sem kom frá lungum hans og hann gerði sér ijóst að hann var að stynja. Þegar hægri hönd hans byrjaði að renna eftir glufunni fann hann sér til mikillar undrunar að guli pappírs- miðinn var enn í stífum fingrum hans. Það var eins og hann urraði, kannski átti það að vera hlátur; opnaði munninn, beit í pappírinn og dró hann undan rökum flngr- unum. Með því að einbeita sér að þessum litlu hreyfingum sínum — vinstri fót, vinstri hönd, hægri fót, hægri hönd — heppnaðist honum næstum að hætta að hugsa, en hann vissi af samþjappaðri hræðslunni, sem lá í leyni bak við þennan veika varn- argarð, sem hann hafði byggt í huga sínum. Hann gerði sér ljóst að ef hún bryt- ist fram aftur mundi hann strax missa þetta yfirborðslega vald sem hann hafði yfir hreyfingum sínum. Fyrst reyndi hann að hafa augun lokuð en skyndilegur svimi neyddi hann til að opna þau og hann starði eftir veggnum, með kinnina fast upp að honum. Hann hélt augunum opnum þótt hann vissi að léti hann þau einu sinni hvarfla út yfir brúnina — þótt ekki væri nema á upplýsta glugga hússins hinum megin við götuna — væri úti um hann. Andartak sá hann sína eigin íbúð fyrir hugskotssjónum sínum - hlýja, bjarta og óskiljanlega rúmgóða. Hann sá sjálfan sig ganga um þar inni, henda sér á gólfið með útbreidda handleggi og njóta öryggis hennar. Tilhugsunin um hve fjarlægt og vonlaust þetta öryggi var var næstum meira en hann gat þolað. Mismunurinn á aðstæðum hans núna og því var svo mikill. Við þetta brast varnargarðurinn í huga hans og taugar hans urðu gagnteknar af angist. Hann byrjaði að hreyfa sig til hliðar með hröðum skrefum án þess að hann gerði sér ljóst hvað hann var að gera. Fingur hans fluttu sig óstyrkir eftir rifunni í veggnum. Það var eins og hann í algjöru vonleysi hefði sætt sig við að fallið út í tómið væri óhjákvæmilegt. Þá rann vinstri hönd hans allt í einu úr rifunni út í autt rúm, óskiljan- legt gat á þessum sterklega múrsteinsvegg. Við það hrasaði hann. Hægri fótur hans skall á vinstri ökla svo að hann slagaði til hliðar og var rétt dottinn. Höndin klóraði eins og kló utan í gler og járn, rann niður og tókst að ná taki á gluggakarminum, þar sem kíttið var molnað burt. Við þetta mikla átak og allan þunga líkama hans rann renniglugginn niður með háum skell og hendur hans köstuðust frá glugganum. Andartak barðist hann við að ná jafn- væginu liggjandi á hnjánum á brúninni og fálmandi með höndunum út í loftið eftir einhverju til að halda sér í en, einmitt þeg- ar hann var að detta aftur yfir sig, náðu hendur hans taki á trélistanum við neðri brún efri helmings rennigluggans. Örstutta stund mátti ekki á milli sjá hvort hann héldi jafnvæginu eða félli. Hann hélt dauðahaldi um mjóan trélistann og með næstum ofurmannlegri einbeitni byrjaði hann hægt að færa þungann af lík- ama sínum að glugganum. Hann gerði sér ljóst að hann mundi detta aftur fyrir sig ef flngur hans misstu takið á listanum eða listinn léti undan. Hann hríðskalf og svit- inn lak af enni hans. Loks gat hann hvílt sig stundarkorn, því nú nam bringa hans við vegginn. Krjúpandi þarna á brúninni með ennið fast að glugganum starði hann inn í dag- stofuna sína. Ekki meira en hálfan metra ffá honum stóð skrifborðið með ritvélinni hans og pappírnum. Úr öskubakkanum lið- aðist blár reykur upp að lampanum. Það virtist ótrúlegt, en það lifði enn í sígarett- unni sem hann hafði lagt ffá sér þegar hann fylgdi Clare út. Þessi martröð hafði þá ekki staðið nema í nokkrar mínútur. Hann gat ekki skilið það. Hann hreyfði höfuðið dálítið og sá þá í speglun rúðunnar að hann var ennþá með gula pappírinn milli tannanna. Hann sleppti takinu með annarri hendinni og tók hann út úr sér, starði undrandi á hann og stakk honum síðan í vasann. Hann gat ekki opnað gluggann. Meira að segja þegar hann stóð inni á gólfmu stöðugum fótum varð hann að neyta allra krafta til að geta opnað gluggann sem alltaf var stirður. Héðan að utan var það ómögu- legt. Varlega reiddi hann handlegginn til höggs og gætti þess að missa ekki jafnvæg- ið og sló af öllu afli á glerið. Handleggur hans kastaðist frá rúðunni svo að hann slagaði. Hann sá að það þýddi ekki að reyna að slá fastar. En honum fannst hann vera svo öruggur í þessari nýju stöðu sinni að hann brosti aðeins að þessu. Það var aðeins ein glerrúða á milli hans og stof- unnar og það hlaut að finnast einhver leið til að brjóta hana. Hann reyndi að finna ráð en datt ekki neitt í hug. Samt var hann alveg rólegur og var alveg hættur að skjálfa. Affur fór hann að hugsa um hvernig hann mundi njóta þess þegar hann væri kominn inn í íbúð- ina. Hann ætlaði að kasta sér á gólfið og velta sér fram og aftur. Hann ætlaði að hlaupa um allt og hoppa upp og niður, til að njóta þess að vera öruggur og finna hvernig óttinn hyrfi úr líkamanum. Til- hlökkunin varð svo ofsaleg að hann fann að hann varð að hugsa um eitthvað annað. Hann tók stóran pening upp úr vasanum og sló honum í rúðuna, en varð ekki fýrir neinum teljandi vonbrigðum þótt hún brotnaði ekki. Þegar hann hafði hugsað sig svolítið um lyfti hann öðrum fætinum upp og náði af sér skónum. Síðan fór hann eins langt aftur með handlegginn og hann þorði og sló hælnum á rúðuna. Rúðan hristist, en hann gerði sér ljóst að því fór víðs fjarri að hún brotnaði. Glerið var ekki svo sérlega þykkt en hann gat ekki, jafn- vægisins vegna, lagt nógu mikinn kraft í höggið. Allt í einu varð honum ljóst að verið gæti að hann yrði að bíða þar til Clare kæmi heim frá kvikmyndahúsinu. Fyrst fannst honum tilhugsunin hlægileg. Hann sá hana hlaupa dauðhrædda að glugganum og heyrði sjálfan sig hrópa: „Vertu ekki að hugsa um hvernig ég hafi komist hingað út, reyndu heldur að opna gluggann!" Hún gat það ekki, hún hafði aldrei getað bifað honum, svo að hún mundi þurfa að sækja hjálp. Hann ímyndaði sér hvernig hann mundi brosa og svara spurningum þeirra um leið og hann klifraði inn. „Mig langaði bara til að fá svolítið ferskt loft ...“ En það var vonlaust að hann gæti setið hér þangað til Clare kæmi heim. Þetta var löng kvikmynd sem hún hafði farið að sjá og hún kæmi í fyrsta lagi heim eftir þrjá klukkutíma. Hann leit á úrið. Það voru ekki liðnar átta mínútur síðan hann hafði kvatt konuna sína með kossi. Hann reyndi að gera sér í hugarlund hvernig hann sæti hér með kalda og til- finningalausa fingurna haldandi í mjóa trélistann meðan kvikmyndin rynni við- stöðulaust yfir sýningartjaldið. Kannski gæti hann staðið upp en þorði ekki að reyna það. Vöðvarnir í lærum hans voru í krampateygjum, hann hafði verki í hnján- um og hendur hans voru stífar og kaldar. Það var óhugsandi að hann gæti verið hér í þrjá eða fjóra tíma. Löngu áður en þeir væru liðnir mundi hann vera búinn að fá náladofa í handleggi og fætur, hann mundi þurfa að skipta stanslaust um stöðu og smám saman missa allan mátt og þá gæti ekkert komið í veg fýrir að hann steyptist niður. Enginn maður gæti þraukað það að halda sér hér dauðahaldi í marga klukku- tíma. VIKAN 59

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.