Vikan - 23.06.1988, Side 62
BRATT
ERÖLLU
LOKIÐ
Það var ljós í mörgum gluggum í húsinu
hinum megin við götuna. Þegar hann sneri
höfðinu svolítið gat hann séð mann sem
sat og las í blaði og í öðrum glugga sást
blágrár ljómi ífá sjónvarpstæki. Aðeins um
tuttugu og fimm metrum fyrir aftan hann
var fjöldi manns. Ef aðeins einn þeirra
vildi ganga út að glugganum og líta út...
en ekkert andlit birtist í gluggunum. Mað-
urinn fletti blaðinu sínu og hélt áfram að
lesa.
í vasa innan á jakkanum fann hann nokk-
ur gömul bréf. Hann tók eitt þeirra og
skoðaði við ljósið frá stofuglugganum. Það
var einskisvert prentað mál. Hann stakk
einu horni þess upp í sig og vöðlaði því
fast saman. Síðan náði hann í litlu eld-
spýtnahulstri úr pappa upp úr vasanum,
en vegna þess að hann þorði ekki að
sleppa báðum höndum samtímis beygði
hann eina eldspýtuna án þess að rífa hana
af, ýtti brennisteininum með þumalfingr-
inum að stokknum og nuddaði hann þar
fram og aftur. Allt í einu kviknaði eldur og
brenndi hann á þumalfingurinn. Hann
reyndi að hlífa eldinum með hendinni og
bar hann upp að bréfinu, sem hann hélt á
milli tannanna... Þegar það byrjaði að
brenna slökkti hann á eldspýtunni milli
fingra sér án þess að láta sér bregða þótt
hann brenndi sig, og stakk stokknum í
vasann. Síðasta bréfið var næstum út-
brunnið, þegar hann sá að maðurinn í
húsinu hinum megin hafði lagt ffá sér
blaðið og gengið út að glugganum. Tom
fannst hann stara beint á sig en svo gekk
hann aftur inn í herbergið og byrjaði að
lesa.
Tom fann nokkra smápeninga í vasa
sínum. Hann lét þá detta hvern eftir
annan, en ef einhver varð var við þá hugs-
aði hann auðsjáanlega ekkert út í hvaðan
þeir komu.
Handleggir hans voru farnir að skjálfa af
því að ríghalda í listann. Nú vissi hann ekk-
ert hvað hann átti að gera og var orðinn
hræddur. Aftur fór hann að róta í vösum
sínum og fann nú ekkert nema gula blaðið.
Honum datt skyndilega í hug sú fáránlega
hugsun að dauði hans á gangstéttinni
mundi verða eilíf ráðgáta. Glugginn var
lokaður. — Hvers vegna, hvernig og hvað-
an hafði hann hrapað? Það mundi líða
nokkur tími þar til líkið þekktist. — Af ein-
hverjum ástæðum fannst honum sú hugs-
un næstum óbærileg og gerði hann enn
hræddari. Það eina sem mundi finnast í
vösum hans væri þetta gula pappírsblað. -
Það sem fannst í vösum hins látna — hugs-
aði hann - var aðeins pappírsblað, sem
hafði verið skrifað á með blýanti. —
Óskiljanlegt!
Hann gerði sér Ijóst að líklega beið hans
ekkert nema dauðinn. Handleggir hans
héldu áfram að skjálfa og fingur hans urðu
æ máttlausari. Þeirri hugsun laust niður
hjá honumað nú mundi hann ekki fá meira
út úr lífinu en hann hefði þegar fengið.
Engu var hægt að breyta og engu að bæta
við. Hann óskaði þess að hann hefði ekki
látið konuna sína fara eina út — eins og svo
oft áður. Hann hugsaði um öll þau kvöld
sem hann hafði verið að heiman önnum
kafinn við vinnu og iðraðist þess sárlega.
Hann hugsaði um allan tímann sem hann
hafði unnið við að útvega tölurnar á þenn-
an gula pappír, sem var orsök þess að hann
var hér. f vösum hins látna var ekkert að
finna — hugsaði hann — annað en líf sem
hafði verið eytt til einskis.
Nei, hann ætlaði ekki að halda sér hér
þangað til fingurnir misstu takið og hann
hrapaði niður. Það var aðeins eitt sem
hann gat gert, hann hafði vitað það nokkra
stund, en það var fýrst núna sem hann
þorði að horfast í augu við það. Þar sem
hann lá þarna á hnjánum með vinstri
höndina á listanum gat hann teygt þá
hægri eins langt aftur og frekast var mögu-
legt og slegið síðan af öllu afli krepptum
hnefanum í rúðuna. Ef hún brotnaði
mundi hann sjálfsagt skera sig illa en ef
aðeins handleggurinn kæmist inn væri
honum borgið. Ef rúðan aftur á móti
brotnaði ekki mundi afturkastið rykkja
honum út af brúninni. Það var gefið mál.
Hefur þú séð
iraai í dag?
60 VIKAN