Vikan


Vikan - 23.06.1988, Page 68

Vikan - 23.06.1988, Page 68
RAUPAÐ OG RISSAÐ Að rœkta garðinn sinn... Nú er sumarið komið og ilmur þess ligg- ur í loftinu. Lands- menn ganga á vit náttúrunnar og teyga að sér þennan ilm, sem þeir hafa beðið eftir vetrarlangt. Og hvert förum við svo, góðir landsmenn, til að lykta af sumrinu? Getur það verið, að við leitum langt yfir skammt? Raupari var til skamms tíma einn af þeim sem það gerði. Hann er einn af þeim sem búa á svokölluðu höfúðborg- arsvæði. Margir sem á því svæði búa, álíta að ekki verði komist í snertingu við náttúr- una nema setjast upp í blikk- belju og aka sem lengst í burtu frá því margrómaða svæði. Staðreyndin er hins vegar sú, að íbúar svæðisins leita oft langt yfir skammt. í sjálfri höfúðborg íslands eru furðu margir griðastaðir þeirra sem vilja komast á vit náttúrunnar og teyga að sér þann ilm sem fyrr var nefndur. Raupari átti á síðastliðnu sumri leið um Laugardalinn í Reykjavík. Þá lá leiðin ekki á íþróttavöllinn, né heldur í sundlaugarnar, heldur í grasagarðinn. Þetta var á sól- heitum degi, eins og þeir ger- ast hvað bestir á þessu lands- horni. Og viti menn; Er ekki þarna dásamlegur skrúðgarð- ur með hinum ýmsu trjá- og blómategundum, sem við landar rómum svo mjög og sækjum samveru til, allt suð- ur í lönd. Raupari varð aldeilis hissa. Hann hafði jú séð áður, að á svæðinu var talsvert af trjám, en inn í sjálfan garðinn hafði hann aldrei komið. Nú var blikkbeljunni lagt og gekk raupari inn í helgidóminn, vopnaður stíl og teikniblokk. Satt að segja var undrun rauparans mikil, þegar hann gekk um stíga á þessum ljúfa stað. Ótal tegundir trjáa og blóma blöstu við augum. Grasflatirnar á milli og bekkir til að hvíla lúin bein. Börn að leik undir umsjá ömmu, mömmu eða barnfóstru. Gamall maður á bekk með bók í hendi. Aldin kona að fylgjast með lífinu, brosandi yfir dásemdum lífsins og þessa dags. Já, Grasagarðurinn í Laug- ardal kom rauparanum svo sannarlega á óvart. Og þeir eru margir grasagarðarnir. Einn ffægur er til dæmis á Akureyri. Hann nefnist Lysti- garðurinn og hefur að geyma hvað fjölskrúðugast sýnis- horn jurta sem geta þrifist á „ísaköldulandi". Og víðar leynast þeir unaðsreitirnir, rétt við nefið á okkur. Raupari var á ferð fyrir all- mörgum árum á sunnanverð- um Vestfjörðum. Það er nokkuð um aflögð sveitabýli í sniðhöllum fjallshlíðum kjálkans. Honum er það minnisstætt að koma á eyði- býli, sem hafði verið reist á þeim stað þar sem ekkert var undirlendið. Partur af íbúðar- húsinu stóð enn uppi, með rúðulausum gluggum. Innan- dyra voru ennþá húsgögnin, illa farin af veðrum, og brúða í horni. Brúðan fékk hugann til þenkinga um liðna tíð og þá sem áttu sín fyrstu spor undir þessu fjalli. En það er einnig minnisstætt, að sunn- an við húsið var ennþá grasa- garður með trjám og öðrum gróðri. Það var greinilegt, að þeir sem þarna höfðu búið við harðræði, höfðu ræktað sinn garð og notið ilmsins af sumrinu. í dag er þessi umræddi garður að vestan kominn á svalir fjölbýlishússins. Ennþá ræktar fólkið garðinn sinn og er það vel. Tvær af myndunum sem þessum línum fylgja eru úr Grasagarðinum í Laugardal, en sú þriðja er firá gömlu þvottalaugunum. í baksýn þeirrar myndar er „Þvotta- konan“ hans Ásmundar myndhöggvara Sveinssonar, sem sjálfúr var ætíð í nánum tengslum við Iífið og náttúr- una og ræktaði af alúð sinn garð. Leitum ekki langtyfirskammt EFTIR RAGNAR LÁR 66 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.