Vikan


Vikan - 15.09.1988, Page 36

Vikan - 15.09.1988, Page 36
Svissnesk kálfasmásteik Kjötréttur Fyrir 4 Áætlaður vinnutími: 20 mín. Eldun: 10 mín. Höfundur: Snorri B. Snorrason INNKAUP: AÐFERD: 800 gr. káifafillet 100 gr. sveppir 1 laukur 2 dl. hvítvín 2 dl. rjómi 4 dl. grunnsósa 1 búnt steinselja hveiti 4—6 stórar kartöflur salt, pipar, hvítlauksduft, olía 20 gr. smjör HELSTU ÁHÖLD: 1 meðalstór panna, hnífur, skurðarbretti, stc-ikarspaði, 1 lítil panna, skeið, vigt. Ódýr □ Erfiður □ Heitur H Kaldur □ Má frysta □ Annað: ■ Kálfakjötið er skorið í ræmur (ca 2 cm langar), og velt upp úr hveiti krydduðu með salti og pipar. Laukurinn saxaður smátt og sveppirnir skornir í sneiðar. ■ Kjötið snögg brúnað á pönnu í olíunni, síðan tekið af og sett á disk. ■ Laukurinn og sveppirnir eru settir á pönnuna ásamt hvítvíninu og smátt saxaðri steinseljunni og soðið vel niður í 2-3 mín. þá er rjóminn settur útí og síðast grunnsósan. ■ Soðið í 1 mín. Kjötið ersett út í sósunaog suðan látin koma upp, bragð- bætt með salti og pipar. ■ Kartöflurnar eru skrældar og rifnar gróft í rifjárni. Soðnar í léttsöltu vatni í 1 mín. Þá settar á litla pönnu ásamt olú og smjöri. Kryddaðar með hvít- lauksdufti salti og pipar. Brúnað vel á hvorri hlið (á að líta út eins og klatti). Karrýbætt fiskisúpa Fyrir 4 Áætlaður vinnutími: 10 mín. Eldun: 45 mín. Höfundur: Jóhann Sveinsson Súpa INNKAUP: Soð: Smálúðubein, vel hreinsuð 400 g vel hreinsað grænmeti svo sem sellerý, laukur, blaðlaukur, steinselja 8 heil hvít piparkorn, salt 1 dl edik 2 I vatn sítrónusafi úr 1 sítrónu smjörbolla: 50 gr smjör 75 gr hveiti Súpa: 2 dl rjómi 2 dl hvítvín 1 saxaður rauðlaukur 1 —2 msk karry (kínverskt frá Heilsuhúsinu) 6 dl fisksoð 50 gr fiskur á mann, t.d. smálúða. rækjur, muslingar, hörpuskelfiskur, humar og fl. 4 msk þeyttur rjómi kavíar og dill i skraut. AÐFERÐ: ■ Soð: Ca. 50 g smjör er brætt í potti, grænmetið sett útí og síðan fiskur- inn, velt um í 5 mín., þá er kryddað með salti, pipar og ediki. Vatni og sítrónusafa bætt út í og soðið mjög varlega í 20 mín. Hellt í gegnum sigti og soðið áfram í 10 mín. Þá er þaö jafnveð með smjörbollu og soðið í 10 mín. í viðbót. ■ Súpa: Laukur, skelfiskur og fiskur er svitað* og kryddað með karrý. Karrýið er látið taka lit. 2 cl brandy hellt yfir og borinn eldur að, slökkt síðan í með rjómanum og hvítvíninu. ■ Soðið saman og fiskur veiddur uppúr. Soðið sett útí og bragðbætt með karrý, brandy, hvítvíni, salti og pipar. ■ Fiskurinn settur útí og sett á súpudiska. Skreytt með þeyttum rjóma, kavíar og dilli. * Svitað = þegar grænmeti og fiskur er hitað í feiti án þess að láta það brúnast.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.