Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 36

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 36
Svissnesk kálfasmásteik Kjötréttur Fyrir 4 Áætlaður vinnutími: 20 mín. Eldun: 10 mín. Höfundur: Snorri B. Snorrason INNKAUP: AÐFERD: 800 gr. káifafillet 100 gr. sveppir 1 laukur 2 dl. hvítvín 2 dl. rjómi 4 dl. grunnsósa 1 búnt steinselja hveiti 4—6 stórar kartöflur salt, pipar, hvítlauksduft, olía 20 gr. smjör HELSTU ÁHÖLD: 1 meðalstór panna, hnífur, skurðarbretti, stc-ikarspaði, 1 lítil panna, skeið, vigt. Ódýr □ Erfiður □ Heitur H Kaldur □ Má frysta □ Annað: ■ Kálfakjötið er skorið í ræmur (ca 2 cm langar), og velt upp úr hveiti krydduðu með salti og pipar. Laukurinn saxaður smátt og sveppirnir skornir í sneiðar. ■ Kjötið snögg brúnað á pönnu í olíunni, síðan tekið af og sett á disk. ■ Laukurinn og sveppirnir eru settir á pönnuna ásamt hvítvíninu og smátt saxaðri steinseljunni og soðið vel niður í 2-3 mín. þá er rjóminn settur útí og síðast grunnsósan. ■ Soðið í 1 mín. Kjötið ersett út í sósunaog suðan látin koma upp, bragð- bætt með salti og pipar. ■ Kartöflurnar eru skrældar og rifnar gróft í rifjárni. Soðnar í léttsöltu vatni í 1 mín. Þá settar á litla pönnu ásamt olú og smjöri. Kryddaðar með hvít- lauksdufti salti og pipar. Brúnað vel á hvorri hlið (á að líta út eins og klatti). Karrýbætt fiskisúpa Fyrir 4 Áætlaður vinnutími: 10 mín. Eldun: 45 mín. Höfundur: Jóhann Sveinsson Súpa INNKAUP: Soð: Smálúðubein, vel hreinsuð 400 g vel hreinsað grænmeti svo sem sellerý, laukur, blaðlaukur, steinselja 8 heil hvít piparkorn, salt 1 dl edik 2 I vatn sítrónusafi úr 1 sítrónu smjörbolla: 50 gr smjör 75 gr hveiti Súpa: 2 dl rjómi 2 dl hvítvín 1 saxaður rauðlaukur 1 —2 msk karry (kínverskt frá Heilsuhúsinu) 6 dl fisksoð 50 gr fiskur á mann, t.d. smálúða. rækjur, muslingar, hörpuskelfiskur, humar og fl. 4 msk þeyttur rjómi kavíar og dill i skraut. AÐFERÐ: ■ Soð: Ca. 50 g smjör er brætt í potti, grænmetið sett útí og síðan fiskur- inn, velt um í 5 mín., þá er kryddað með salti, pipar og ediki. Vatni og sítrónusafa bætt út í og soðið mjög varlega í 20 mín. Hellt í gegnum sigti og soðið áfram í 10 mín. Þá er þaö jafnveð með smjörbollu og soðið í 10 mín. í viðbót. ■ Súpa: Laukur, skelfiskur og fiskur er svitað* og kryddað með karrý. Karrýið er látið taka lit. 2 cl brandy hellt yfir og borinn eldur að, slökkt síðan í með rjómanum og hvítvíninu. ■ Soðið saman og fiskur veiddur uppúr. Soðið sett útí og bragðbætt með karrý, brandy, hvítvíni, salti og pipar. ■ Fiskurinn settur útí og sett á súpudiska. Skreytt með þeyttum rjóma, kavíar og dilli. * Svitað = þegar grænmeti og fiskur er hitað í feiti án þess að láta það brúnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.