Vikan


Vikan - 10.11.1988, Page 4

Vikan - 10.11.1988, Page 4
RLIT smávegis kvabb fyrir hreppinn, en var kjaftaður i kaf af vini sínum sem var mikið niðri fyrir vegna hvaiveiði- málsins... 43 Sjálfir sinir verstu óvinir. Þaö hljómar óneitanlega undarlega, en svona er það nú oft samt. Hér er átt við þá sem halda því viðstöðulaust fram að þeir séu ómögulegir og eru stöðugt að gera lítið úr sér. Ert þú einn þeirra? 47 Nám erlendis freistar margra. I síðasta tölublaði Vikunnar sögðu fjórar stúlkur frá námi sínu í ólikustu fögum í mismunandi löndum. Leik- listarnámi í Englandi, námi í kvik- myndagerð í Frakklandi, tónlistar- námi í Vín og námi í bókasafnsfræð- um í Danmörku. Nú er það myndlist- arnám í Bandaríkjunum, innanhúss- arkitektúr á Italíu og listförðun í Frakklandi. Og I næstu blöðum held- ur Vikan áfram þessari námskynn- ingu enn frekar. 50 Matur. Meistarakokkarnir í mat- reiðsluklúbbnum Framanda halda áfram að gefa okkur uppskriftir að Ijúffengum réttum. Að þessu sinni eru á kortinu grænmetisréttur og bláber með skyrsósu. Auk þess birt- um við svo uppskriftir Vigdísar Stef- ánsdóttur að ódýrum kjöt- og fisk- bollum. 52 Alein heima. Hvað þarf barna- pían að vita áður en hún er skilin ein eftir með börnin? 54 Isaac Bashevis Singer er einn af þekktustu skáldum heims. Vikan endurbirtir eina af bestu smásögum hans, Eld-Hönnu. 57 Myndasögur. 60 Sparipeysa. Uppskrift að peysu í stærð 36. 62 Krossgátan. 63 Unglingarnir spyrja: Vandamál samfara samförum, söngvarinn í Herramönnum og misskilin stúlka, sem vill ekki heyra að hún „sé á ein- hverju skeiöi". 64 Auðugasta amma veraldar. Hún áað því ertalið er rétt rúma420 milljarða króna. 66 Stjörnuspá og létt krossgáta. Eitt a vantaði Eitt a getur haft sitt að segja. Þannig var það í síðasta tölu- blaði Vikunnar þegar prent- villupúkinn fjarlægði þann bókstaf aftan af nafni eins af börnum þeirra hjóna Matt- híasar Á. Mathiesen og Sig- rúnar Þorgilsdóttur Mathie- sen. Þannig hlaut Halldóra dóttir þeirra nafnið Halldór þegar barnanna var getið. Biður blaðið velvirðingar á þessum leiðu mistökum. a i ; EFNISYF VIKAN 10. NÓV. 1988 25. TBL. 50. ÁRG. VERÐ KR. 198 VIKAN kostar kr. 149 eintakið í áskrift. Áskriftargjaldið er innheimt sex sinnum á ári, fjögur blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO eða VISA og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda gíróseðla. VIKAN kemur um sinn út aðra hverja viku. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í sima 83122. Útgefandi: Sam-útgáfan Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík Sími 83122 Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson Ritstjórar og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Bryndís Kristjánsdóttir Höfundar efnis í þessu tölublaði: Gunnlaugur Rögnvaldsson Árni Sigurðsson Ásgeir Tómasson Þórey Einarsdóttir Ragnar Lár Bryndís Kristjánsdóttir Torsten Lauresen Guðrún Alfreðsdóttir Þorsteinn Eggertsson Svala Jónsdóttir Hróbjartur Lúðvíksson Þórdís Bachmann Þórdís Elfa Ágústsdóttir Vigdís Stefánsdóttir Þorkell Garðarsson Bjarki I. Hilmarsson Isaac Bashevis Singer Pála Klein Gísli Ólafsson Guðjón Baldvinsson Þórarinn Jón Magnússon Ljósmyndir í þessu tölublaði: Gunnlaugur Rögnvaldsson Magnús Hjörleifsson Páll Kjartansson Þórarinn Jón Magnússon Þórdís Elfa Ágústsdóttir Carsten Schale Útlitsteiking: Þórarinn Jón Magnússon Finnbogi Kjartansson Setning og umbrot: Sam-setning Filmuvinna, prentun, bókband: Oddi hf. Forsíðumyndina tók Magnús Hjörleifsson af Hendrikku Waage. Hár og snyrting: Bára Kemp og Ólöf Ingólfsdóttir. 7 Ólöf Einarsdóttir, eiginkona Arnórs Guðjohnsen, stjörnunnar í belgískri knattspyrnu, segir frá því í viðtali við Vikuna hvernig þeim hefur líkað lifið i Belgíu. 12 Dómsmál heitir nýr efnisflokkur í Vikunni og hóf hann göngu sína í síðasta tölublaði. Ærumeiðingar eru teknar til umræðu í pistlinum að þessu sinni. 14 Rokkskór og bítlahár heitir hin prýðilegasta söngskemmtun, sem nú er verið að sýna á Hótel Islandi. Vikan brá sér á skemmtunina og ræddi við eina af skærustu stjörn- una. 18 Hjónin Unnur Arnórsdóttir og Bárður ísleifsson giftu sig stuttu áður en fyrsta tölublað Vikunnar fór í prentun fyrir hálfri öld. Brúðkaups- myndin af þeim birtist í fyrsta tölu- blaðinu og ræddi Vikan svo við þau aldarfjórðungi síðar til að forvitnast um hjónaband þeirra sem var jafn gamalt Vikunni. Fyrir fáeinum dög- um bankaði Vikan enn á ný upp á hjá hjónunum .. . 20 Gengið hans Þorsteins er við- fangsefni Ragnars Lár að þessu sinni i tilefni af palladómum Jóns Baldvins. 22 Alla Pugatjova er vinsælasta rokksöngkona Rússa. Blaðamaður Vikunnar heimsótti stjörnuna á heimili hennar við Gorkigötu í Moskvu. 27 Ritstjórar i 50 ár: í þessu blaði er rætt við þrjá þeirra sem stýrðu Vikunni frá 1953 til 1979. 30 llmur hvítra blóma. Sagt frá hönnuðinum Enrico Coveri, sem á heiðurinn að Paillettes, ilmvatninu sem Vikan er að gefa 280 lesendum í tilefni afmælis blaðsins. 32 Árið 1988. Þegar Vikan fagnaði 25 ára afmæli sínu 1963 birtist í blaðinu viðtal við þrjá vel menntaða menn um hugmyndir þær er þeir gerðu sér um það hvernig lífið yrði hér á Islandi árið 1988. I þessari Viku er það helsta úr viðtalinu rifjað upp og jafnframt rætt við einn „spámannanna" þriggja, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóra.. 37 Misskilningur. Margir af hvers- dagslegustu hlutum sem við þekkj- um eru byggðir á misskilningi. Eins og t.d. undirskálarnar með tebollun- um... 38 í loftinu. Það er Kristín Helga Gunnarsdóttir sem gefur lífinu lit í stuttum fréttapistlum sem hún flytur hlustendum Bylgjunnar. Vikan kynn- ir þessa 25 ára gömlu stúlku. 40 Hróbjartur Lúðvíksson átti er- indi inn á Hótel Borg um daginn. Ætl- aði að hitta Stefán Valgeirsson með 4 VIKAN 25. TBL. 1988

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.