Vikan


Vikan - 10.11.1988, Side 8

Vikan - 10.11.1988, Side 8
annaðhvort að hrökkva eða stökkva og Arnór fór út. Það var dálítið áfall fyrir mig að verða ólétt svona ung og ég tók mér tíma í að ákveða hvað ég vildi gera. Arnór veitti mér mikinn stuðning og var á móti fóstureyðingu, en ákvörðunin var í mínum höndum. Það er ekkert grín að sjá fram á að þurfa að sjá fyrir barni á unglingsárum. Stund- um skil ég ekki hvernig við fórum að. Við höfðum bæði hug á því að halda áfram námi eftir gagnfræðaskóla. En ég vildi eignast barnið og líklega hefúr það hjálpað okkur að við vorum erlendis strax í byrjun. Ég hugsa að það geti verið erfitt að ala barn svona ung innan um alla vini sína hér heima. Þá er svo margt sem togast á í manni. í dag sé ég að við vorum í raun heppin að flytja út svona ung með barn, við þurftum ekki að hafa fjárhagsáhyggjur og þetta hefði örugglega orðið meira basl hérna heima. Fyrstu mánuðina úti dauðöfundaði ég vinkonur mínar heima. Þegar ég hringdi heini sögðu þær mér frá ballferðum og öðrum skemmtilegheitum. í raun leiddist mér talsvert fyrsta árið og það var erfiður tími. Arnór var oft á æfingum en þetta vandist furðufljótt. Ég hafði líka gaman af því að hugsa um heimilið þegar fram liðu stundir. Ég hafði heldur lítinn áhuga á fót- bolta þegar við vorum að kynnast og var alveg logandi hrædd við pabba hans, sem ýtti oft á eftir honum á æflngar. Stundum hringdi hann í okkur þegar við vorum heima hjá mér og langaði að kúra. Þá þorði ég aldrei að segja að Arnór væri ekki þar, þó mig langaði það. Ákveðni pabba hans bar líka ávöxt, en það var oft sem ég var fúl yfir því að Arnór brunaði á æfingar. Ég skildi ósköp lítið í knattspyrnu til að byrja með en sá að Arnóri gekk mjög vel. Hann varð íslandsmeistari með Víking og fór að segja mér eitt og annað um þessa íþrótt, sem mér fannst vera kjánaleg slagsmál um tuðru. Ég hélt líka að þetta yrði ekki mjög langur tími sem við yrðum úti. Bjóst við að við yrðum erlendis í eitt ár eða svo. Ég hafði pakkað því litla sem ég átti til að hafa með út, styttunum sem ég fékk í fermingjargjöf og slíku dóti. Eftir árið fór ég með þetta heim aftur, en stuttu síðar skrifaði Arnór undir þriggja ára samning við Lokeren og við fórum aftur til Belgíu. Ég pakkaði því styttunum aftur.“ Náin kynni á strætisvagnastöð „Við vorum mjög ástfangin á þessum tíma og áttum erfitt með að slíta okkur hvort frá öðru. Við höfðum kynnst gegn- um kunningja Arnórs, sem ég hafði eitt- hvað verið með. Það var eiginlega helber tilviljun að kynni okkar urðu nánari. Við höfðum þekkst svolítið í tæpt ár. Svo eitt kvöldið vorum við bæði á leið í Tónabæ, hann með vini sínum og ég með vinkonu minni. Hann lagði af stað ofan úr Breið- holti í strætó, leið 11, og vinurinn átti að hitta hann á annarri stoppistöð. Ég fór í sama strætó nokkru síðar og átti á sama hátt að hitta vinkonu mína. En þau birtust hvorugt og við ákváðum að bíða saman á Eftir margra ára sambúð giftu Ólöf og Amór sig með pompi og pragt fyrir þremur árum. Sonur þeirra, Eiður Smári, og frænkan Ólöf Sara Ámadóttir vom brúðarpar. spymu og dvöl hennar fjarri heima- slóðum. „Ég held að umstangið í kringum samn- ingsgerðina og brottför Arnórs í skyndi á meðan ég var enn ólétt hafi komið fæðing- unni af stað. Hann var rétt farinn út þegar Eiður Smári fæddist og það var alveg hræðilegt að hafa hann ekld við hlið sér. Annað var bara ekki hægt, hann varð að grípa tækifærið og ég held að honum hafi liðið síst betur en mér í þessum frumspor- um í atvinnumennskunni. Það var svo mik- ill asi og þetta var svo stórt mál að það átt- aði sig enginn á því að segja stjórunum í Belgíu að ég væri rétt komin að því að eiga barn. Arnór hefði sjálfsagt getað fengið nokkurra daga frest, en það bara gleymdist í látunum," sagði Ólöf um fyrstu vikur þeirra Arnórs tengdar atvinnumennskunni í knattspyrnu. Arnór fékk tilboð frá belg- íska félaginu Lokeren og flutti út daginn áður en Ölöf átti að eiga samkvæmt áætlun lækna. Áfall að verða ólétt „Ég grét og grét þegar Arnór var farinn. Ég eignaðist svo soninn tveimur dögum eftir að hann fór út. Arnór fékk fréttirnar í skeyti. Ég skrifaði nánast á hverjum degi til hans en ég veiktist talsvert eítir fæðinguna og var á spítala, en ég held við höfum bara talast einu sinni við í síma. Svo kom hann tveimur vikum síðar heim í landsleik, en fimm vikum eftir fæðingu Eiðs flutti ég út. Þá var kominn bunki af bréfum til hans. Fjölskylda Arnórs kom út stuttu síðar og hjálpaði okkur fyrstu tvö keppnistíma- bilin.“ Þau Arnór höfðu þekkst í tvö ár þegar Ólöf varð ólétt og á sama tíma leituðu er- lend lið eftir að fá Arnór í sínar raðir. Það er erfitt að setja sig í spor þeirra, ungt fólk sem á von á barni hefiir í nógu að snúast, hvað þá ef það þarf að taka ákvörðun um að flytja til útlanda í skyndi. „Það var 8 VIKAN 25. TBL. 1988

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.